Fréttablaðið - 10.10.2006, Qupperneq 25
ÞRIÐJUDAGUR 10. október 2006 3
Persona.is
BJÖRN HARÐARSON
SÁLFRÆÐINGUR SKRIFAR
Dáleiðsla við kvíða
Er mögulegt að dáleiðslumeðferð
geti komið að gagni við almennri
kvíðaröskun? Ef svo er, má búast
við langvarandi áhrifum?
Við höfum mörg skrítnar hugmynd-
ir um dáleiðslu og teljum hana oft
á tíðum eingöngu vera eitthvað
gabb, grín eða töfrabrögð. Það er
kannski ekki skrítið þar sem hluti af
dáleiðslunni hefur farið fram í stór-
um sölum fullum af fólki þar sem
fólk er fengið upp á svið og látið
„gera sig að fíflum“. Það er látið
syngja, játa ást sína ókunnugum og
skjóta einhvern með platbyssum.
Það er hinsvegar mikilvægt að átta
sig á að hér er um sefjun að ræða
og þetta fólk er í raun samankom-
ið tilbúið að gera sig að fíflum.
Goðsögnin, um að dáleiðsla séu
töfrar (og þá oft hættulegir töfrar),
er oft haldið á lofti í kvikmyndum.
Minnist ég t.d. myndar eftir Woody
Allen, þar sem hann lék mann
sem framdi glæpi dáleiddur án
þess að vita það. Þetta er spenn-
andi skemmtiefni í myndum og
á skemmtunum, en staðreyndin
er sú að ekki er hægt að láta fólk
gera neitt sem það vill í raun ekki
gera, og fólk nær ekki að komast í
dáleiðsluástand nema með aðstoð
einhvers sem það treystir.
Sérfræðingur einn, sem nýtti
dáleiðslu í meðferð, sagði að þrátt
fyrir að skemmtiatriðin hefðu
skekkt skilning fólks á dáleiðslu
hafi þau að hluta til haldið
dáleiðslunni á lífi. Dáleiðsla er í
raun ekkert annað en djúpslökun
og slökun í flestum myndum nýtist
vel við margskonar meðferð. Við
kvíða er slökun og dáleiðsla að
mörgu leyti augljóslega árangursrík,
ef fólk hefur tileinkað sér hana og
þróað með sér færni við að beita
henni. Það má útskýra það þannig
að kvíði og spenna eru að mörgu
leyti andstæða slökunar, og ef
fólk hefur þróað með sér færni í
að ná slökun hefur það mikinn
möguleika á að breyta kvíða sínum
í slökun. Annað atriði sem lýsir
hvernig dáleiðsla vinnur gegn kvíða
er sú staðreynd að dáleiðsla, auk
þess að vera slökun, einkennist
af einbeitingu (fókus). Þar er að
segja, við þjálfum okkur í að beina
huganum í ákveðna átt. Þetta getur
verið í formi þess að einbeita sér að
ákveðnum stað, og leggja áherslu
á góða, afslappaða tilfinningu, þar
sem okkur líður vel. Það er í raun
það sama sem við gerum þegar við
erum kvíðin, við einblínum á það
sem er neikvætt eða hættulegt og
í raun ýtum við frá okkur hugs-
unum um eitthvað annað. Með
dáleiðslunni lærum við að taka
fókusinn í burt frá vanlíðaninni og
neikvæðum hugsunum yfir í betri
líðan og jákvæðari hugsanir. Þannig
að til að svara spurningu þinni, þá
hefur dáleiðsla reynst vel við kvíða
og ef fólk tileinkar sér og eflir færni
sína í að nota dáleiðsluna eins og
aðra slökun, er það komið með
tæki í hendurnar sem hefur mikla
möguleika á langvarandi áhrifum til
batnaðar.
Gangi þér vel
Vísindamenn telja sig hafa
uppgötvað gen sem hefur áhrif
á miðeyrnabólgu.
Rannsókn framkvæmd á músum
leiddi í ljós að mýs með tiltekið gen
þjáðust af þrálátri eyrnabólgu, en
vísindamenn hafa um langt skeið
álitið að þar væri orsökina að
finna.
Eyrnabólga, eða miðeyrnabólga
eins og hún er stundum kölluð, er
bólga í slímhimnu miðeyrans, sem
stafar af bakteríusýkingu oft í nef-
koki og er algengasta orsök heyrn-
arvandamála hjá börnum.
Um það bil helmingur breskra
ársgamalla barna fær eyrnabólgu
og einn þriðji barna á aldursbilinu
eins til þriggja ára upplifir ein-
hverja eyrnaverki.
Orsakir þess að börn eru líklegri
til að fá eyrnabólgu eru nokkrar,
meðal annars hafa þau vanþrosk-
aðra og veikara ónæmiskerfi en
fullorðnir og þrengri kokhlust,
sem er loftrásin sem liggur á milli
miðeyrans og nefkoksins. Stíflist
hún þá eykst hætta á eyrnabólgu,
þar sem vökvi safnast fyrir og
tekur að harðna þar til hann getur
skaðað hljóðhimnu og valdið
verkjum.
Sýklalyf eru gjarnan notuð
gegn eyrnabólgum. Í sumum til-
vikum þarf að hreinsa eyrun og
setja sérútbúin rör í hljóðhimnuna
til að hleypa vökvanum út.
Að sögn vísindamanna þarf að
framkvæma fleiri rannsóknir til
að staðfesta hvort meingen eigi
einhvern þátt í þrálátri eyrna-
bólgu, en að þeirra áliti undirstrik-
ar uppgötvunin engu að síður að
erfðir hafi þarna sitt að segja. - rve
Orsök eyrnabólgu
mögulega genatengd
Börn eru líklegri til að fá eyrnabólgu.
Fimmtudaginn 12. október
munu gigtveikir ganga með
fjölskyldum sínum og vinum
frá Lækjartorgi upp á Skóla-
vörðuholt undir kjörorðinu
„Gigtin gefur“.
12. október er alþjóða gigtardag-
urinn en kjörorð hans er „Af stað“.
Gangan er farin í tilefni 30 ára
afmælis Gigtarfélagsins en mark-
mið hennar er að vekja athygli á
þeim stóra hópi sem á við gigtar-
sjúkdóma að stríða og vekja
umræðu um þann stóra heilsufars-
vanda sem við er að fást. Auk þess
vonast Gigtarfélagið til þess að
auka skilning á högum fólks með
gigtarsjúkdóma en 60.000 Íslend-
ingar þjást af gigt eða tengdum
stoðkerfisvanda.
Lagt er af stað í gönguna frá
Lækjartorgi kl. 17.30 en upphitun
hefst tíu mínútum fyrr. Gengið er
upp Bankastræti og Skólavörðu-
stíg, upp á Skólavörðuholt þar sem
göngufólki gefst kostur á að hlusta
á létt orgelspil í Hallgrímskirkju.
-tg
Gigtveikir ganga af stað
Ný rannsókn á vinningshöfum
breska lottósins sýnir að pen-
ingarnir gerðu fólkið hamingju-
samara.
34 vinningsahafar sem unnið
höfðu meira en 130 milljón-
ir í lottóinu voru spurðir út í
líf sitt fyrir og eftir vinn-
inginn. 97 prósent þeirra
sögðust vera jafn ham-
ingjusöm eða hamingju-
samari eftir að vinning-
urinn var kominn í hús.
Svo virðist líka vera
að peningarnir geti
keypt ást en 68 pró-
sent vinningshafa
voru í hjónabandi
áður en þeir hrepptu
vinninginn en 75 prósent
eftir happið. Tekið skal fram að
þarna þurfa engin tengsl að vera á
milli.
Enginn af vinningshöf-
unum saknaði þess að vinna
og langflestir vinningshaf-
ana héldu lífsstíl sínum
óbreyttum. Margir
fluttu sig þó í stærri hús
en flestir héldu sig áfram
í sama hverfi. Þegar kom
að því að fara í
frí kom einnig á
óvart að áfanga-
staðir urðu ekki
exótískari, en
allir vinnings-
hafanna höfðu
farið í frí innan
Bretlands eftir að
þeir unnu þann
stóra. -tg
Hamingjan er föl
Gengið verður upp Skólavörðustíginn. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
KYNNT Á FUNDI Í SÍÐUSTU VIKU
Lýðheilsustöð
kynnti nýlega
stefnu sína og
framtíðarsýn og
áætlun um það
hvernig stefnunni
verður hrint í
framkvæmd.
Þetta gerði Lýð-
heilsustöð með
því að kynna ritið
Lýðheilsustöð,
stefna, framtíðar-
sýn og aðgerðaá-
ætlun.
Tekur stefnan og aðgerðaáætlun-
in mið af þeim markmiðum sem
Alþingi hefur samþykkt í heilbrigðis-
málum í Heilbrigðisáætlun til 2010.
Ritið var unnið undir forystu Önnu
Elísabetar Ólafsdóttur, forstjóra
Lýðheilsustöðar.
Stefna og framtíð
Lýðheilsustöðvar
Anna Elísabet
Ólafsdóttir, forstjóri
Lýðheilsustöðvar.
Námskeiðið Súperform á fjórum vikum hjá Goran
Kristófer, íþróttafræðingi, er hannað til að koma þér af
stað á mjög árangursríkan og einfaldan hátt. Tilgangur
námskeiðsins er að koma þér á æðra stig hvað varðar
líkamlega og andlega heilsu.
Ef þú vilt:
Léttast
Styrkjast
Efla ónæmiskerfið
Bæta meltinguna
Hormóna jafnvægið
Andlega vellíðan
Auka minni og einbeitinguna
Auka orkuna
Komast í form
Bæta heilbrigði
Þú kynnist nýjum möguleikum í matarvali, mat sem örvar
fitubrennslu, hvernig þú átt að glíma við matar -og
sykurþörfina, hvernig þú ferð a því að brenna meira
og léttast.
Fimm tímar í viku – Brennsla, styrking og liðleiki
Takmarkaður fjöldi
Vikulegar mælingar
Eigið prógramm í tækjasal
Persónuleg næringarráðgjöf
Ráðgjöf við matarinnkaup
Fræðsla og eftirfylgni – 2 fyrirlestrar
Slökun og herð anudd í pottum að æfingu lokinni
Hollustudrykkur eftir hverja æfingu
Karlar kl. 7:30
Konur kl. 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30
Nýtt námskeið hefst 16. október nk.
Skráning er hafin í síma 444 5090 eða
nordicaspa@nordicaspa.is. Námskeið greiðist við
skráningu – athugið síðast komust færri að en vildu.
Næstu námskeið 13. nóvember (6 vikur).
Nýtt námskeið kl.11.00 í 6 vikur – 2 hóptímar
í viku hjá Goran og 2 tímar í Rope Yoga með
Katrínu Sigurðardóttur