Fréttablaðið - 10.10.2006, Qupperneq 27
ÞRIÐJUDAGUR 10. október 2006
Nokkuð hefur verið rætt um
skaðsemi hertrar fitu í matvæl-
um. Í íslensku snakki er engin
slík fita.
Hert fita, eða trans-fitusýrur,
hefur skaðleg áhrif á heilsu okkar.
Hún stuðla að kransæðasjúkdóm-
um með því að hækka hlutfall
slæms kólesteróls í blóðinu á
kostnað þess góða. Hert fita finnst
í einhverju magni í náttúrunni en
svo litlu að þar hefur hún lítlil
áhrif. Í iðnvæddri matvælafram-
leiðslu nútímans er hún hins vegar
mikið notuð og þá sérstaklega við
matreiðslu ruslfæðis.
Danir urðu fyrstir allra til að
setja hömlur á magn hertrar fitu í
matvælum og nú íhuga Kanada-
menn ásamt borgaryfirvöldum í
Chicago og New York að banna
herta fitu. Þetta kemur sérstak-
lega illa niður á þeim sem fram-
leiða franskar kartöflur
og snakk.
Dagbjartur
Björnsson hjá Iðn-
marki segir enga
harða fitu notaða
hjá fyrirtækinu.
Þessar vörur eru
m.a. Stjörnusnakk,
Stjörnupopp og
Bónussnakk, en í
stað hertu fitunnar
er snakkið steikt úr
sólblómaólíu. Það
sama er uppi á ten-
ingnum hjá Þykkva-
bæ en þar á bæ nota
menn eingöngu pálmaolíu þegar
snakkið er steikt. - tg
Engin hert fita í íslensku snakki
Nýlega komu út tvær bækur
um hjúkrun hjá Hinu íslenska
bókmenntafélagi.
Í bókinni Frá innsæi til inngripa
er fjallað um þekkingarþróun í
hjúkrunar- og ljósmóðurfræði.
Meðal efnis er grein eftir Erlu
Kolbrúnu Svavarsdóttur um konur
sem lifa í stöðugum ótta, og um
hjúkrun gegn ofbeldi. Önnur eftir
Guðrúnu Pétursdóttur um öryggi
á sjó og sú þriðja eftir Helgu Gott-
freðsdóttur um breyttar áherslur í
meðgönguvernd í ljósi nýrra
aðferða til fósturgreiningar og
skimunar.
Ingibjörg Hjaltadóttir fjallar
um umhverfi og lífsgæði aldraðra
á hjúkrunarheimilum og Páll Bier-
ing skrifar um geðhjúkrun barna
og unglinga. Kaflarnir eru margir
og forvitnilegir og er einn höfund-
ur að hverjum kafla.
Líkami og sál heitir hin bókin.
Hún fjallar um hugmyndir, þekk-
ingu og aðferðir í hjúkrun og er
eftir Kristínu Björnsdóttur. Þar er
mótun hjúkrunarstarfsins rakin,
bæði í heiminum og á Íslandi, fjall-
að um tækni og skynsemishyggju
í vísindum og samspil heilbrigðis
og umhverfis svo nokkuð sé nefnt.
Í lokin er kafli um framtíð vel-
ferðarþjónustu, forvarnir og
heilsueflingu og stefnu íslenskra
stjórnvalda í heilbrigðisþjónustu.
- gg
Um líkama
og sál
Líkami og sál.
Frá innsæi til inngripa.
Lille Collection
Fullkomnunarárátta og meðvirkni
Námskeiðið verður haldið föstudaginn 13.okt.
kl 18:00-20:00 í Síðumúla 33, 2 hæð til hægri.
Upplýsingar og skráning í síma 694 7997
Verð: 4000 kr. innifalið: Námsgögn og hressing.
Ásta Kristrún Ólafsdóttir - BA, CCDP Ráðgjafi