Fréttablaðið - 10.10.2006, Qupperneq 30
■■■■ { vinnuvélar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■2
Engin venjuleg messa það, held-
ur stærsta sýning atvinnubíla í
Evrópu, heiminum öllum held
ég, haldin á tveggja ára fresti.
Ferkílómetrar, já, heilt innhaf af
atvinnubílum, tækjum og búnaði,
kunnuglegum og framandlegum,
nýjum og nokkrum gömlum með.
Endalausar raðir af konfekti fyrir
okkur sem frekar vilja láta vélar
vinna en slíta eigin skinni. Synd
með skóna.
Dagarnir hefjast við sólarupp-
rás sunnan Hannover í miðju
Þýskalandi, og með elju og engum
kaffitímum næst að skoða nánast
alla bása fyrir sólsetur á fjórða
degi. Ari Arnórsson segir nú frá
örlitlu af því sem fyrir bar.
Dýrðardagar
atvinnutækjafíkilsins
Það stórsér á skónum mínum. Sólarnir steiktir og slitnir. Saumsprettur, leðrið lúið. Af-
leiðing ofurmaraþongöngu, sennilega vel það, í hita oft yfir 30 stig. Hvað þarf til að
draga eindreginn andstæðing skósólaslits í gegn um slíkt? IAA Nutzfahrzeugmesse.
Hinn, að því að virtist, ókleyfi múr
Euro 5 hefur þegar verið klifinn og
óvenju margar leiðir farnar. Kanón-
ur Caterpillar mættu á blaðamanna-
fund sannfærðir um hina einu réttu
leið, sérstakur heljarinnar kútur
fullur búnaðar sendir hreinsað, síað
og kælt afgas til baka í soggreinina.
Þetta dauða gas þynnir inntaksloft-
ið, lækkar brunahitann og minnkar
þar með köfnunarefnisoxíðmyndun
strax í strokkunum. Vopnaðir Euro
5 skírteinum hyggjast þeir í Illinois
olnboga sig inn á Evrópumarkað-
inn sem ekki hefur hingað til gleypt
Cat-mótora í neinu samræmi við
heimamarkaðinn. Línan er 7, 9,
13 og 15 lítra, allt línusexur, þær
stærri tvíblásnar (með raðtengdum
forþjöppum) og framleiða allt að
625 tandurhrein hestöfl.
Fussum svei fyrir því, sögðu ljós/
gráhærðir Scania-verkfræðingarnir
tveir yfir laxasnittum, ósköp kurt-
eislega þó. Rétta leiðin þeirra er ekki
ósvipuð, en heldur „hefðbundnari“,
rennir pústi skemmstu leið til baka
að inntaksventlunum og treystir á
ofurnákvæma brunastýr-
ingu og virka sótsíu. Euro 5, án
aukabúnaðar. Það er best. Ååe.
Meiri vitleysan, segja þeir hjá
Cummins. Eina rétta leiðin er amm-
oníak. Eh, afsakið, AdBlue. Það er
vörumerkið fyrir vatnsþynnt amm-
oníak sem hafa þarf í sér tanki í
bílnum og sprauta inn í pústið fyrir
hvarfa- og sótkútana. Fylla þarf á
AdBlue tankinn í annað til þriðja
hvert skipti sem eldneyti er tekið
– vesen - og það er heldur ekki
ókeypis. En, sagði herra Cummins
þar sem við stóðum við glans-
andi Ferr-
ari-rauðan
nýjan ISB
6,7 mótor
(arftaka hins
geysiútbreidda
5,9 lítra): Eyðslan
minnkar um 7%
miðað við Euro
4, því brunanum má haga á hag-
kvæmari, „skítugri“ hátt í strokkun-
um og láta ammoníakið hvarfa upp
pjaið á eftir. „Og veistu hvað“ sagði
herra Cummins, nú kominn á trúnó,
„kúnnarnir okkar sem fengu nýju
ammoníakmótorana til prufu segj-
ast spara 20% í olíu. Við megum
sko bara ekki segja svoleiðis. Það
tryði okkur enginn“.
Ekki veit ég hvort ég trúi því
heldur, fagtímaritin hafa verið að
taka fyrir Benz og fleiri AdBlue-
brúkara og eru niðurstöðurnar ekki
afgerandi. Vissulega eyða ammon-
íakdrekkarnir yfirleitt að meðaltali
ívið minna en afgasæturnar, en á
móti kemur kostnaður og umstang
við aukavökvann. Klárist hann, sér
stýrikerfi mótorsins um að rýra aflið
svo að ökumaðurinn þráir ekkert
heitara en næsta AdBlue bar.
Hvar sem hann nú er. -aa
Hreint loft, fagurt púst
Meðal stórfyrirtækjanna og vélaframleiðandanna var mikill reykur í kring um mengun-
arvarnir. Fátt er hærra á forgangslistanum, bæði hjá seljendum og kaupendum.
Fyrir ammoníakneytendurna er búið að bæta aukatanki í bílinn. Hann getur verið sér, eða sambyggður olíutanknum eins og hér. Bara
passa að setja réttan vökva á réttan stað.
Ekkert smáflykki, afmengunarbúnaðurinn í vörubílum framtíðar. Hér er Caterpillar-kúturinn.
Ein stærsta vörubílaverksmiðja
heims. Er rússnesk, og stærst
heima fyrir. Þeir vilja gjarnan
pota sér í vestur, þótt lítill ys hafi
verið á svæðinu þeirra í Hann-
over. Yfirskegglingarnir tveir á
standinum voru í þurrara lagi á
sölumannamælikvarðanum, en ef
þessi 8x8 kaggi er á Löduverði,
þá – hmmmm. Þessi var ekki á
túndrutúttunum sem Rússarn-
ir framleiða í massavís, heldur
stífbónuðum 16.00-20 Michel-
in. Annars var þessi Kamaz með
eigin gírkassa, hásingar, eigin 400
ha V8 (Euro 3), en Caterpillarrell-
ur fyrir aðeins meiri aur og hærra
Eurostig.
Kamaz, kanúþa?
Mikið úrval af
hífi - og festingabúnaði
Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
Starfstöðvar Ísfells og Ísnets:
• Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1
• Ísnet Akureyri - Fiskitangi
• Ísnet Húsavík - Uggahúsi
• Ísnet Hornafjörður - Ófeigstanga
• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19
• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28
www.isfell.is
Hífi bitar • Lyftikeðjur og krókar • Stroffur • Strekkiborðar
Kranavír • Vinnsluvír • Plastborðar • Stálborðar • Vantspennur
Víraklemmur • Talíur • Púllarar • Dyneema ofurtóg
Handbindivélar og margt margt fl eira!
HÍFIBITAR
NÝTT
Bitana er hægt
að lengja og stytta!
IAA Nutzfahrzeug