Fréttablaðið - 10.10.2006, Síða 40

Fréttablaðið - 10.10.2006, Síða 40
■■■■ { vinnuvélar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■12 Í leigumarkaði Byko í Breiddinni er lipur stúlka við afgreiðsluborð- ið. Hún heitir Sigrún Elíasdóttir og svaraði greiðlega spurningum blaðamanns. -Hvaða tæki eru mest lánuð út og hversu lengi er fólk með þau? „Brotvélarnar sem notaðar eru til að mylja niður veggi og brjóta fyrir rörum í gólfinu, rotþróm og öðru, eru líklega þær vélar sem algengast er að fólk leigi. Þær eru til í nokkrum stærðum og eru ekki mjög vandmeðfarnar. Stundum er fólk með þær í klukkutíma og stundum fleiri daga. Það fer eftir því hvað mikið þarf að brjóta og hversu öflug vélin er.“ -Eru það ekki einkum karlar sem fá brotvélar lánaðar? „Jú, en hitt kemur líka fyrir að konur leigi þær. Svo er mikil eft- irspurn eftir sláttuvélum á sumrin og sláttuorfum líka og áhöld til runna- og trjáklippinga eru vinsæl á vorin og haustin. Við erum með hekkklippur, bæði rafmagns- batt- erís- og bensínklippur og sömu- leiðis keðjusagir. Ryksugurnar eru líka mikið lánaðar út, þá helst með steinsugum. Steinryk er svo rosa- lega þungt að það skemmir venju- legar ryksugur. Nú svo má nefna háþrýstidælurnar. Þær minnstu eru 150 bör. Þær eru ágætar til að þrífa stéttina, þakið og húsið. En til að losa málningu þarf sterkari dælu og við erum með þær allt upp í 280 bör. Teppahreinsivélarn- ar eru rosalega vinsælar hjá hús- mæðrum landsins og margir nota hreinsivélarnar líka til að þrífa sætin í bílunum sínum. Svo þurfa ýmsir að fá lánaða stiga og palla. Reyndar er meira um að fólk taki pallana, hálfgerða stillansa.“ -Þarf fólk ekki að vera með kerru undir þá? „Jú í flestum tilfellum eða leigja sendiferðarbíl. En sumir fá sér bara einfaldan pall sem er svona 2,50 m á hæð og hann er hægt að flytja aftur í venjulegum fjölskyldubíl ef sætisbökin eru lögð fram.“ -Er ekki erfitt að koma pöllun- um upp heima? „Nei, Það er ekki svo flókið þegar maður veit hvað maður er að gera.“ -Hvað kostar að leigja... við skulum segja... litla brotvél? „Akkúrat eins og er, er tilboð á minnstu vélunum. Fyrsti dagur- inn er venjulega á 3.000 krónur en er nú á 2.250. -Ef fólk gleymir nú að skila tækjunum. Getur skuldin ekki orðið stór? „Það fer auðvitað eftir því hversu lengi dregst að skila hlutn- um. Ef sláttuvél gleymist inni í bíl- skúr í nokkra mánuði þá er reynt að leysa það einhvern veginn. Það má alltaf reyna að semja.“ -Er stöðug eftirspurn eftir tækj- um á leigu? „Já, en mest að gera á sumrin. Þá er fólk að vinna í alls konar endurbótum og viðhaldi á eignum sínum. Svo minnkar eftirspurnin aðeins eftir sumarfríin en helst jöfn og þétt allan veturinn.“ -Eru tækin þung í hendi? „Já, flest þeirra eru það.“ -Þarft þú stundum að bera þau út í bíl fyrir viðskiptavini? „Já, það kemur fyrir og ég geri það með mestu gleði.“ gun@frettabladid.is Brotvélar vinsælastar Þegar framkvæmdir standa yfir er stundum þörf á tækjum sem ekki eru til á heimil- inu. Þá koma áhaldaleigur að góðum notum. Sigrún kann góð skil á tækjunum á leigumarkaði Byko. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM IAA Nutzfahrzeugmesse Daimler-Chrysler - Stór- veldið í í atvinnubílum Mercedes Benz er þokkalega þekkt merki í atvinnubílum, en bara til að vera viss voru þeir félagar M&B með sýningarsvæði á stærð við Hvera- gerði. Nýi Sprinterinn var áberandi auðvitað, og AdBlue, þarna voru ruslabílar og rútubílar, tröppur, svið, danspíur og grilljón vatta lýsing. Helsta nýjungin var þriðji Unimoginn, ætlaður sópandi, skafandi, mok- andi, flytjandi sveitarfélögum og nú er nebbinn alveg dottinn af. Húsið er ofan úr hillu í þetta sinn, minnsta Atego-húsið, en þar undir er virðist allt nýtt, grind, hásingar og kerfi. Fjarkinn er eina vélin. Daily 4x4 - Önnur umferð Með nýju úgáfunni af Daily reynir Iveco aftur fyrir sér með 4x4 útgáfu á almennum markaði. Í þetta sinn er hásing á blaðfjöðrum undir himinhá- um framendanum, og klárt mál að slíkir munu sækja um vinnu á Íslandi. Þessi yrði feginn að komast úr steikjandi sólinni á útisvæðinu. Meira magn, minna vegpláss Það er plássleysi á evrópskum vegum. Allt er meira en minna flutt á vörubílum, endimarka á milli. Það er von að leiða sé leitað til að koma sama magni milli staða með minni fyrirferð og tilkostnaði. Þjóðverjar líta í norður þar sem leyfð eru allt að 60 tonn í æki (Svíþjóð) með allt að 5 öxla vögnum, tveimur vögnum aftan í kassabíl, eða með vagni aftan í tengivagni. Þannig er hægt að bæta allt að 20 brettaplássum við í hverri ferð. Eitthvað fyrir okkur?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.