Fréttablaðið - 10.10.2006, Síða 71
KVIKMYNDIR
[UMFJÖLLUN]
Hryllingsmyndir eru oft tengdar
við unglinga, blóði drifnar, fullar af
líkamsmeiðingum og oftast mark-
aðssettar sem bannaðar innan 18
ára. Hryllingur hefur því oft lítil
tengsl við börn yfir sjö ára aldri.
Teiknimyndin Monster House eða
Hryllingshúsið brýtur hins vegar
ákveðið blað í þessum efnum.
Söguþráðurinn er á þá leið að ungl-
ingsstrákurinn DJ glímir við alla
fylgifiska gelgjunnar og á í erfið-
leikum með að gera sér grein fyrir
hvort hann sé fullorðinn eða barn.
Honum stendur stuggur af húsinu
á móti þar sem hinn skapstyggi
Nikódemíus býr en hann hótar
krökkum, bréfberum og öðrum
öllu illu ef þeir nálgist húsið hans.
Þegar Nikódemíus deyr verður DJ
þess var að húsið á sitt eigið líf og
vill fá sitt að borða, líkt og mann-
ætuplantan í Litlu hryllings-
myndabúðinni. DJ ákveður því í
samvinnu við vin sinn Chowder og
ástina í lífi sínu, Jenny, að ráða
niðurlögum hússins með óvæntum
uppljóstrunum úr fortíðinni.
Monster House er vel gerð,
persónurnar líflegar og skemmti-
legar, þá sérstaklega hinn þybbni
Chowder sem er ekki alveg á sama
tímapunkti í lífi sínu og vinur sinn
DJ. Íslenska talsetningin er til
fyrirmyndar að venju og Sigurður
Sigurjónsson er sérstaklega
skemmtilegur sem hin ógurlegi
Nikódemíus. Myndin er spennu-
þrungin og á köflum það hryllileg
að hinum fullorðnu á eftir að
bregða í brún og þykja jafnvel nóg
um, óttast ef til vill að krakkarnir
festi ekki svefn eftir bíóferðina.
Þeir þurfa hins vegar engar
áhyggjur að hafa því smáfólkið
veit sem er að þetta er jú bara
teiknimynd. Freyr Gigja Gunnarsson
Spenna fyrir börnin
MONSTER HOUSE
LEIKSTJÓRI: GIL KENAN
Aðalraddir: Mitchel Musso og Steve Buscemi.
Niðurstaða: Monster House er stórskemmti-
leg hryllingsmynd fyrir alla fjölskylduna sem
kemur ekki í veg fyrir svefn hjá smáfólkinu.
Miðasala á Airwaves-hátíðina sem
nálgast nú óðfluga hefur gengið
framar öllum vonum, en aðstand-
endur hátíðarinnar búast við allt að
tvö þúsund erlendum gestum í ár. Í
Bandaríkjunum, þar sem miðasala
fór fram í gegnum sölustöðvar Ice-
landair, er nánast uppselt, á meðan
Icelandair í Skandinavíu hefur
slegið sölumet. Til að anna eftir-
spurn mun Icelandair einnig senda
stærri vélar til Bretlands föstudag-
inn 20. október og sunnudaginn 22.
október. Áhugi erlendra fjölmiðla á
hátíðinni er mikill í ár. Channel 4
og afþreyingarstöðin E4 munu
senda tökulið til landsins og áforma
þáttagerð um hátíðina, en einnig er
von á fjölmiðlafólki frá BBC, ríkis-
útvarpi Danmerkur og Noregs,
Euronews í Frakklandi og
Pitchfork.com. Eins munu tímarit-
in Spex, Kerrang! og verðlaunarit-
ið Clash Magazine fjalla um og
hafa eigin kvöld eða svið á hátíð-
inni.
Miðasala hérlendis hófst fyrir
þremur vikum, en yfir helmingur
miðanna hefur þegar selst. Upp-
selt hefur verið á hátíðina síðustu
tvö árin og stefnir í að sama verði
upp á teningnum í ár. Það fer því
hver að verða síðastur að tryggja
sér miða á Airwaves.
Miðasala gengur vonum framar
FRÁ AIRWAVES Í FYRRA Fjöldi starfs-
manna frá útgáfufyrirtækjum og tón-
listarhátíðum hefur boðað komu sína á
hátíðina í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Kvikmyndin The Departed
sló öllum við í kvikmynda-
sölum Bandaríkjanna
en henni er leikstýrt af
fremsta kvikmyndaleik-
stjóra Bandaríkjanna.
The Departed er endurgerð kvik-
myndarinnar Wu jian dao sem
gerð var í Hong Kong og segir frá
Colin Sullivan, sem nær að brjót-
ast til æðstu metorða innan
Boston-lögreglunnar í þeim til-
gangi að njósna um aðgerðir henn-
ar gegn glæpaforingjanum Frank
Costello. Án nokkurrar vitneskju
um þennan svikara felur lögregl-
an hinum unga Billy Costigan að
komast inn í innsta hring Costello
og afla upplýsinga um hinn valda-
mikla foringja. The Departed
hefur verið beðið með mikilli eftir-
væntingu enda snýr Scorsese þar
aftur til þeirrar kvikmyndagerðar
sem flestir telja að henti honum
best með glæpaforingjum, spillt-
um löggum og dágóðum skammti
af ofbeldi í fyrirrúmi. Leikhópur-
inn er heldur ekki árennilegur en í
helstu hlutverkum eru þeir Jack
Nicholson, Matt Damon, Leonardo
DiCaprio og Ray Winstone. Gagn-
rýnendur hafa keppst um að hrósa
myndinni og segja hana þá bestu
úr smiðju Scorsese í háa herrans
tíð.
Aðdáendur Scorsese hafa
margir hverjir orðið fyrir von-
brigðum með tvær síðustu myndir
hans, Gangs of New York og The
Aviator. Þeir geta væntanlega
tekið gleði sína á ný því erlendir
fjölmiðlar hafa sett The Departed
á sama stall og Goodfellas, bestu
mynd leikstjórans að margra
mati. - fgg
Fjölmiðlar fagna endur-
komu Martins Scorsese
KAMPAKÁTUR Á FRUMSÝNINGU Martin Scorsese ásamt stórum hluta þess flotta leikhóps sem prýðir nýjustu mynd hans, The
Departed. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Breski raunveruleikaþátturinn X
- Factor er í uppnámi eftir að upp
komst að fleiri en einn þátttakandi
væri hugsanlega á samningi hjá
umboðsfyrirtæki í Liverpool.
Strákasveitin Eaton og söngvar-
inn Ray liggja sterklega undir
grun um að hafa logið í áheyrnar-
prufum en breska götublaðið
News of the World greinir frá
þessu á heimasíðu sinni. Þar er
sagt frá því að umboðsfyrirtækið
Colette Fenlon hafi þessa aðila
innan sinna vébanda sem er skýrt
brot á leikreglum X-Factor og
koma fréttirnar á ákaflega óheppi-
legum tíma því stutt er síðan að
strákasveitinni Avenue var spark-
að.
Talsmenn sjónvarpsþáttarins
neita staðfestlega að svona sé í pott-
inn búið og að þessum þátttakend-
um verði ekki vikið úr keppni.
Heimildarmaður News of the World
sagði hins vegar í samtali við blaðið
að stjórnendurnir væru
æfir yfir þessu.
„Hvað er Coll-
ette Fenlon
annað en
umboðsfyrir-
tæki? Hvað er
þetta annað en
brot á leikregl-
unum?“
X - Factor í uppnámi
EKKI SKEMMT Simon Fuller, einum frumkvöðla X -Factor, er væntanlega ekki skemmt
þessa dagana enda þáttaröðin í uppnámi eftir lygar og svik þátttakenda.
HARÐSKEYTTUR DÓMARI
Simon Cowell er einn
dómara í X-Factor.
Deitmynd ársins.
Þegar þú færð annað tækifæri
þarftu að taka fyrsta sporið.
Hörkumynd með Christian Bale úr „Batman Begins“
og Eva Longoria „Desperate Housewives“
Frá höfundi
„Training Day“
KVIKMYNDIR.IS
���
ÓLAFUR H. TORFASON
RÁS2
BÖRN
KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON
ÓBYGGÐIRNAR
„THE WILD“
Sýnd með íslensku og ensku tali !
Stórmynd sem lætur engan ónsnortin. ATH! Engvir Þjóðverjar voru skaðaðir eða meiddir á meðan tökum myndarinnar stóð.
Þú átt annaðhvort
eftir að jóðla af hlátri
og eða springa úr
hlátri.
Oliver Stone
fráNýjasta stórvirkið
����
EMPIRE
BBC
ROLLING STONE
���
���
����
TOPP 5.IS
HAGATORGI • S. 530 1919
WORLD TRADE CENTER kl. 5:50 - 8 - 10:40 B.i. 12
WORLD TRADE CENTER VIP kl. 4 - 8 - 10:40
BEERFEST kl. 5:50 - 8 - 10:15 B.i. 12
HARSH TIMES kl. 10:40 B.i. 16
NACHO LIBRE kl. 3:45 - 8 B.i. 7
ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal kl. 4 - 6 Leyfð
THE WILD M/- ensku tal kl. 4 Leyfð
BEERFEST kl. 5:45 - 8 -10:10 B.i. 12
HARSH TIMES kl. 8 - 10:20 B.i. 16
BÖRN kl. 8 - 10:10 B.i.12
UNITED 93 kl. 5:45 B.i.14
WORLD TRADE CENTER kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12
ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal kl. 6 Leyfð
THE ALIBI kl. 8 - 10 B.i. 12
BÖRN kl. 5:50 - 8:30 B.i.12
STEP UP kl.3:45-5:50-8-10:15 B.i. 7
MAURAHRELLIRINN M/- Ísl tal kl. 3:45 Leyfð
THE PROPOSITION kl. 10:40 B.i. 16
BEERFEST kl. 8 - 10:15 B.i. 12
AN INCONVENIENT TRUTH kl. 10
NACHO LIBRE kl. 8 B.i. 7
/ ÁLFABAKKA / AKUREYRI/ KEFLAVÍK/ KRINGLUNNI
Munið afsláttinn
Truflaðasta
grínmynd ársins er komin.
Stórmynd sem lætur engan ónsnortin.
WORLD TRADE CENTER kl. 6 - 8:30 - 10:10 B.i. 12
THE ROAD TO GUANTANAMO kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 16
THE QUEEN kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 12
ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal kl. 6 Leyfð
BJÓLFSKVIÐA kl. 8 B.i.16
PIRATES OF CARIBBEAN 2 tilboð 400 kr kl. 10:10 B.i. 12
THE ROAD TO GUANTANAMO
����
S.V. MBL
EINN ÓVÆNTASTI GLEÐIGJAFI ÁRSINS
���
MMJ KVIKMYNDIR.COM
SIGURVEGARI
kvikmyndahátíðin í Berlín
BESTI LEIKSTJÓRINN ótextuð
www.haskolabio.is
Þriðjudagar eru bíódagar
2 fyrir 1 í Sambíóin
fyrir viðskiptavini sparisjóðsins