Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 75
ÞRIÐJUDAGUR 10. október 2006 39
HANDBOLTI Fyrir tæpu ári síðan
sýktist Baldvin Þorsteinsson, leik-
maður Vals í handbolta, af ein-
kirningasótt sem gengur einnig
undir nafnagiftinni kossasótt. Um
er að ræða veirusýkingu sem
getur reynst afar þrálát eins og er
í tilfelli Baldvins. Hann hefur ekki
getað æft af fullum krafti síðan
hann veiktist og þurfti einnig að
draga sig úr íslenska landsliðinu
skömmu fyrir EM í Sviss.
„Þetta er orðin löng saga,“
sagði Baldvin í samtali við Frétta-
blaðið. „Ég veiktist í desember en
byrjaði samt að spila eftir ára-
móti og veiktist ég aftur fljótlega
eftir það og hvíldi út tímabilið. Í
haust ætlaði ég svo að byrja aftur
af fullum krafti en entist í tvær
vikur áður en mér sló niður.“
Síðan þá hefur Baldvin æft 2-3
sinnum í viku til að halda sér við.
Í millitíðinni hefur hann gengist
undir margvíslegar rannsóknir og
meðal annars farið á sjúkrahús í
Þýskalandi. „Ég hélt að það væri
eitthvað mikið að mér eins og
krabbamein eða eitthvað þvíum-
líkt. En síðar fór ég til Más Kristj-
ánssonar sýkingarfræðings á
Landsspítalanum og sagði hann að
ég væri með „post-viral syn-
drome“ sem eru eftirköst af því
að hafa verið með veirusýkingu.
Allar blóðrannsóknir eru eðlileg-
ar hjá mér en þetta ástand hefur
gert það að verkum að orkukerfið
og ónæmiskerfið hafa verið kýld
niður. En ég er núna á lyfjum sem
hefur bætt ástandið mikið.“
Baldvin segir að hann reyni að
æfa 3-4 sinnum í viku en inni á
milli komi dagar þar sem hann sé
slappur. „Ef ég er slappur hvíli ég
og er vanalega fljótur að jafna
mig. Yfirleitt kemst ég á æfingu
strax næsta dag. En þetta þýðir að
maður hefur bara vissa orku í lík-
amanum og fyrir íþróttamann sem
er alltaf að þenja líkamann dugir
maður bara nokkra daga í einu.“
Baldvin getur sinnt námi sínu
af eðlilegri getu sem og hvers-
dagslegum hlutum. Hann er í
verkfræðinámi við HÍ og útskrif-
ast með BS-gráðu í vor. Hann
segir erfitt að segja til um bata-
horfur.
„Það er staðreynd að sumir
jafna sig aldrei. Þeir verða aldrei
það góðir að þeir geti tekið þátt í
keppnisíþróttum. Sumir eru 1-2
ár að ná sér en þetta getur verið
mjög misjafnt. Ég tel mig vera á
hægum batavegi og maður vonast
auðvitað til að vinna bug á þessu
en maður veit aldrei. En í mínum
huga kemur ekkert annað til
greina að spila handbolta áfram.“
Baldvin hefur áður þurft að
glíma við erfið meiðsli en hann
segir þessa reynslu vera allt öðru-
vísi. „Þegar íþróttamaður slítur
krossbönd í hné getur hann sett
sér tímamarkmið hvenær hægt er
að snúa aftur. Hjá mér snýst þetta
um næstu æfingu og hagar maður
öllu í kringum það, bæði svefn og
mataræði sem ég hef tekið ræki-
lega í gegn eftir þessa reynslu.“
Hann segir félaga sína í Val
styðja sig dyggilega og þeir séu
óþreyjufullir að fá sig aftur. „En
þeir eru þolinmóðir og Óskar
Bjarni þjálfari hefur verið frá-
bær. Við erum með samkomulag
um að ef ég næ að æfa fjórum
sinnum í viku kem ég til greina í
leikmannahóp. Ég gæti þess vegna
spilað leik á morgun en það er
engin framtíðarlausn á ástandinu.
Ég reyni frekar að sjá framfarir
innan raunhæfra marka og undir-
búa mig á sem bestan hátt þegar
ég verð loksins klár aftur.“
Baldvin getur ekki neitað því
að öll þessi reynsla hefur verið
erfið fyrir hann. „Þetta hefur
verið mjög erfitt. Ég var til að
mynda á leiðinni á EM á sínum
tíma. En ég reyni að hugsa sem
minnst um þetta dagsdaglega og
ég er ánægður ef ég kemst á
æfingu um kvöldið.“
eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
BALDVIN ÞORSTEINSSON Sinnir náminu samviskusamlega en hann er í verkfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur hins vegar
ekkert getað leikið með Valsmönnum lengi vegna veikinda. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Veikindi ógna handboltaferlinum
Baldvin Þorsteinsson handboltamaður í Val hefur átt við veikindi að stríða síðan í desember síðastliðnum.
Þá sýktist hann af einkirningasótt og hefur ekki enn jafnað sig. Sumir ná sér aldrei að fullu, segir hann.
FÓTBOLTI Svo kann að fara að
Garry O`Connor hafi leikið sinn
síðasta landsleik fyrir Skotland í
bili. Hann lét sig vanta upp á
hótel á sunnudagskvöldið þegar
leikmenn áttu að koma aftur eftir
að hafa verið gefið frí um daginn
eftir frækinn sigur á Frökkum á
laugardaginn. Hann mætti ekki
og fór því ekki með liðinu til
Úkraínu í gærmorgun.
Síðar um daginn gaf hann út
afsökunarbeiðni en útskýrði ekki
mál sitt. Er talið að það tengist
því að eftir leikinn sagði hann í
viðtölum að hann vildi hætta hjá
félagsliði sínu, Lokomotiv
Moskvu, vegna heimþrár. Hann
var seldur þangað í mars
síðastliðnum frá Hibernian á 1,6
milljónir punda. - esá
Garry O`Connor:
Missti af flug-
inu til Úkraínu
O`CONNOR Braut reglur Walter Smith
landsliðsþjálfara. NORDIC PHOTOS/GETTY
KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson
lék sinn fyrsta leik fyrir Pamesa
Valencia í spænsku ACB-deildinni
á Spáni á dögunum. Lið hans
tapaði með níu stiga mun fyrir
Polaris Murcia en Jón Arnór
skoraði þrjú stig á þeim rúmu 20
mínútum sem hann lék.
Pamesa er sem stendur í 14.
sæti deildarinnar. - esá
Jón Arnór Stefánsson:
Spilaði í fyrsta
sinn á Spáni