Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
����������
�����������������������������
Hæfileiki mannsins til að komast af er mér sífellt
undrunarefni. Nú er ég ekki að
tala um aðlögunarhæfni og seiglu
við hroðalegar aðstæður eins og
náttúruhamfarir og stríð, heldur
bara svona ósköp hversdagsleg
kraftaverk sem gerast á venju-
legum þriðjudegi. Miðað við allt
það sem getur farið úrskeiðis í
lífi einnar manneskju alveg frá
getnaði er makalaust hversu
margir ná að lifa langa ævi. Ein
meðganga er til dæmis vörðuð
hindrunum og í fæðingu getur
allt gerst. Með splunkunýjan
unga í höndunum og allt í lukk-
unnar velstandi anda foreldrarn-
ir út úr sér svona tíunda hjúkk-
inu af óendanlega mörgum.
FRÁ morgni til kvölds er
minnsta barnið á heimilinu upp-
tekið við að skríða ógnarhratt
um heimilið í leit að lífshættum.
Þrátt fyrir dálítil tilþrif heimilis-
fólks í hreingerningum tekst
henni sífellt að finna eitthvað
skemmtilegt á gólfinu að borða
og furðuleg heppni að aldrei hafi
hlotist af slys. Miðað við það sem
mér hefur tekist að veiða upp úr
kokinu á telpukorninu á elleftu
stundu gæti maður haldið að hún
byggi á móttökustöð Sorpu, að
minnsta kosti hefur hún einstak-
lega fordómalausan smekk á
smáréttum af ýmsu tagi. Flygsa
af eldhúsrúllu, lítil gúmmíteygja
og kusk er meðal þess sem hún
telur alveg prýðilegt og finnst
upplagt að spæna í sig Frétta-
blaðið þegar færi gefst. Skótau
er með ýmsu forvitnilegu bragði
en í sérstöku uppáhaldi er samt
kattamaturinn, hann er hrika-
lega góður. Af því okkur grunar
að hann sé einkum búinn til úr
úrgangi þarf kötturinn þessa
dagana að matast að næturlagi
sem honum finnst reyndar frek-
ar fúlt.
ÞVÍ miður eru skynsemi og var-
kárni áunnir eiginleikar en ættu
auðvitað að vera meðfæddir. Það
finnst foreldrunum sem eru með
taugakerfið utanáliggjandi alla
daga og hafa líka á sér dálítinn
vara um nætur, sofa með annað
augað opið eins og varðhundar í
kindahjörð. Líta ekki innstungur
og tröppur réttu auga, heldur sjá
slysagildrur í hverju horni. Gá
hundrað sinnum hvort þeir hafi
ekki örugglega lokað hliðinu
fyrir stiganum og hringja heim
til að athuga hvort aðrir hafi nú
munað eftir því líka. Mesta orkan
fer samt bara í að vona það
besta.
Börnin mín ung
og smá
Tveir sterkir sparnaðarreikningar á netinu
Þú færð nánari upplýsingar og getur stofnað reikning á spron.isARG
US
/
06
-0
36
4
SPRON Vaxtabót – allt að 13,50% vextir*
SPRON Viðbót – allt að 4,80% vextir*
* Samkvæmt gildandi vaxtatöflu
SPRON 1. október 2006