Fréttablaðið - 27.10.2006, Síða 33

Fréttablaðið - 27.10.2006, Síða 33
FÖSTUDAGUR 27. október 2006 3 uppskrift Sigrúnar } Paella Borðið með blöndu af rauð- víni og 7-up. FYRIR 4-6 Eftirfarandi þarf að hafa við hönd- ina: Kjúklingur í bitum, með eða án beina (t.d. 4-5 bringur) Grísalundir (helmingi minna en af kjúklingnum, en má líka sleppa) Risotto-hrísgrjón, ca 500 g eða tveir bollar Kræklingur (bláskel), seldur frosinn „au naturel“ Rækjur, huggulegt ef þær eru í skelinni 4-5 saffron-þræðir eða saffron- duft (Spánarfarar gætu átt sérstakt paella-krydd) Ein rauð paprika, skorin í þunna strimla Frosnar grænar baunir Einn rauðlaukur, saxaður smátt Hvítlauksgeirar eftir smekk en þó ekki of margir (ca 2), saxaðir Sítrónur, skornar í báta (3 bátar á mann) Kjúklingakraftur Ólífuolía til steikingar Álpappír Mikilvægt er að hafa í huga að magn hráefnisins fer eftir stærð pönnunnar sem notuð er. Nú eða hversu hagkvæmur maður vill vera; ef lítið kjöt er til notar maður bara meiri grjón. Byrjað er á því að steikja papr- ikuna og laukinn. Sett til hliðar. Þá er kjötið steikt og sett til hliðar. Því næst eru grjónin látin hitna vel í olíunni, þar til þau verða vel glær. Saffrani bætt við. Ef notaðir eru þræðir er best að láta þá liggja í 2 msk af vatni áður en þeim er bætt við. Sjóðandi kjúklingasoði er svo hellt yfir grjónin (rúmlega 4 bollum). Allt sem hafði verið steikt áður er sett saman við, salti stráð yfir og pönnunni lokað með álpappír. Rétturinn er svo látinn malla á vægum hita þar til grjónin eru tilbúin. Rétt áður en þau verða það er frosnum rækjum og baunum, í hóflegu magni, bætt við og látið þiðna undir álpappírnum. Á meðan er bláskelin sett í pott og vatn látið rétt fljóta yfir hana. Suðan er látin koma upp eða þar til skeljarnar opnast. Skeljunum er svo raðað ofan á réttinn þegar hann er tilbúinn. Paellan er þá borin fram með hvítu snittubrauði að ógleymdum sítrónubátum. Vilji menn hafa vín með þessum rétti má mæla með því að blanda til helminga ódýru rauðvíni og Sprite eða 7Up. Sérlega frískandi á sumrin en í öllu falli afar spænskt og hagkvæmt. Paella er girnileg máltíð sem auðvelt er að framreiða. Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR Lambakjöt með myntumauki Hjónaband lambakjöts og myntu er sannkallað hamingjuband. Myntan er frískandi og létt og myndar góða andstæðu við staðgott og jarðbundið lamba- kjötið. Þar að auki er þetta einn allra auðveldasti veisluréttur sem hugsast getur. Hann má útbúa á 10 mínútum eftir að gestirnir eru mættir. 600 gr lamba fillet smjör til steikingar 1 1/2 stórt grænt epli (kjarnhreinsuð og rifin) 2 dl fersk mynta (söxuð smátt) 2 msk hvítvínsedik 1 msk hunang 1. Útbúið myntumaukið með því að blanda rifnu eplunum og söxuðu myntunni saman við hvít- vínsedik og hunang. 2. Skerið hvert filet í tvennt, og steikið svo bitana á heitri pönnu. Snúið puruhliðinni niður fyrst og steikið í 2 mínútur – eða þar til puran hefur brúnast fallega. Lækk- ið hitann, setjið klípu af smjöri á pönnuna og steikið bitana á hinni hliðinni við meðalhita í 5-7 mín- útur, eða þar til kjötið er mátulega steikt eftir smekk hvers og eins. Saltið og piprið á báðum megin. 3. Berið kjötið fram á beði af myntumauki. Nýtt frá Te & Kaffi Þú finnur kaffi við þitt hæfi frá Te & Kaffi í verslunum um land allt. stundin bragðið stemningin R O Y A L Nýjar og ljúffengar sósur eru komnar á markað með hinu þekkta vörumerki Oscar. Oscar sérhæfir sig í framleiðslu á sósum, súpum og krafti bæði fyrir heimili og stóreldhús og nýju sós- urnar fimm eru einmitt hentugar fyrir heimilin. Þær eru tilbúnar til notkunar kaldar en líka er hægt að hita þær í örbylgjuofni, annað- hvort með því að hella þeim í litla skál eða setja þær í umbúðunum inn í ofninn en þá þarf að taka lokið af áður. Oscar er danskt fyr- irtæki sem leggur allan metnað sinn í að framleiða aðeins vörur í hæsta gæðaflokki og þessar sósur eru engin undantekning frá því. Hráefnið er allt fyrsta flokks og má þar nefna smjör og rjóma sem hvort tveggja er ekta. Fimm bragðtegundir er um að velja í nýju sósunum. Þær eru blue cheese, creamy steak, bearnaise, creamy pepper og hollandaise. Íslensk-ameríska flytur Oscar- vörurnar inn. Ekta smjör og rjómi Nýju sósurnar eru í handhægum umbúðum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.