Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.11.2006, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 16.11.2006, Qupperneq 6
 Ekki er gert ráð fyrir lengingu flugbrautarinnar á Akur- eyrarflugvelli í núgildandi sam- gönguáætlun og því tómt mál að tala um að ráðast nú þegar í verk- efnið. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra svaraði þessu aðspurður á Alþingi í gær. Kristján L. Möller, Samfylking- unni, spurði ráðherra út í áætlanir um úrbætur á Akureyrarflugvelli í tilefni frétta af ákvörðun Iceland Express um að hætta vetrarflugi frá vellinum. Ástæður þess eru ónógur aðflugsbúnaður og of stutt flugbraut. Sturla sagði að sér væri ekki kunnugt um að þetta væru ástæð- ur ákvörðunar flugfélagsins en unnið væri að ýmsum endurbótum á vellinum. Lenging flugbrautar- innar væri þó ekki á dagskrá enda ekki gert ráð fyrir framkvæmd- inni í samgönguáætlun. Sagði ráð- herra það engu að síður vilja sinn að verkefnið verði tekið til athug- unar við endurskoðun samgöngu- áætlunar. Áætlað er að verkið kosti um hálfan milljarð króna. Halldór Blöndal, Sjálfstæðis- flokki, og fyrrverandi samgöngu- ráðherra, sagði lengingu flug- brautarinnar brýna og spurði hvers vegna verkið væri ekki for- gangsverkefni. Undraðist hann metnaðarleysi samgönguráðherra í málinu. Undrast metnaðarleysi ráðherra H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Sykurskert Hrísmjólk Nýjung! Fullkomið skjól Timberland PRO softshell jakki 12.900 kr. Timberland PRO goretex úlpa 23.990 kr. Timberland PRO vatnsheld úlpa 7.900kr. Timberland PRO öryggisskór 13.990kr. SÆ B R A U T D ug g uv o g ur Súð arvo gur K na rr ar vo g ur Endurvinnslan VIÐ ERUM HÉR! ESSO Aðföng 14 verslanir – sjá www.esso.is Sími 560 3433 Knarrarvogi 4 Lögreglan í Kópa- vogi stöðvaði á þriðjudagskvöld ökumann eftir að bifreið sem hann ók mældist á 161 kílómetra hraða á Reykjanesbraut til móts við Smáralind. Hámarkshraði á þessum slóðum er 70. Ökumaðurinn reyndist vera 17 ára gamall piltur sem hafði fengið ökusleyfi sitt rúmum mánuði áður. Að sögn varðstjóra er mjög sjaldgæft að bifreiðar mælist á svo miklum hraða innanbæjar. Pilturinn verður sviptur ökuréttindum og má að auki búast við hárri fjársekt. 17 ára tekinn á ofsahraða Nefnd sem fjallaði um lagaumhverfi stjórnmálaflokkanna hefur lokið við drög að frumvarpi um fjármál flokkanna. Ná þau ekki einvörðungu til fjármála stjórnmála- flokka heldur til flestra þátta er snerta stjórnmál, til dæmis til prófkjara. Málið hefur verið unnið í kappi við tímann því gert er ráð fyrir stórauknum framlögum ríkisins til stjórnmálaflokkanna og nauðsynlegt að tekið sé tillit til þess við meðferð fjárlagafrumvarps næsta árs. Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri Framsóknarflokksins og formaður nefndar um lagaum- hverfi stjórnmálaflokkanna, segir að eftir sé að vinna og kynna aðra þætti er snúa að stjórnmálunum því nefndinni var gert að fjalla um lagaumhverfi stjórnmálanna – ekki aðeins fjármál. Er stefnt að því að opinbera störf nefndarinnar eftir helgi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins verða settar hömlur á framlög fólks og fyrirtækja til stjórnmálastarf- semi en á móti koma aukin ríkisfram- lög. Þá verður flokkunum gert að opna bókhald sitt, eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu. Finnur þú til þunglyndis í skammdeginu? Á að taka hrafntinnu úr Hrafn- tinnuskeri fyrir Þjóðleikhúsið? Runólfur Ágústs- son, rektor háskólans á Bifröst, er borinn þungum sökum og sakaður um síendurtekin embættisafglöp í kæru núverandi og fyrrverandi starfsmanna skólans sem lögð hefur verið fram til siðanefndar skólans og háskólastjórnar. Rektor boðaði til fundar nemenda og starfsmanna Háskólans á Bifröst í gærdag vegna kærunnar. Í skýrslu sem fylgdi kærunni er rektor gefið að sök að hafa átt í ástarsambandi við nemanda sem sat á sama tíma sem fulltrúi nem- enda í háskólaráði, tekið þátt í veðmáli við nemanda upp á háar fjárhæðir og sagður hafa marg- sinnis sveigt reglur sem hann hafi sett öðrum nemendum og starfsfólki sér í vil. Fundurinn var boðaður með fjöldapóstsendingu frá Runólfi sjálfum. Sem viðhengi við þeirri sendingu fylgdu málsskjöl kærunnar auk skýrslunnar sem þó var merkt sem „trúnaðarmál“. Á fundinum svaraði Runólfur ásökunum á hendur sér án and- mæla og undir lok hans var síðan boðað til atkvæðagreiðslu um það hvort fundarmenn vildu hafa rektor áfram í starfi eður ei. Nið- urstaða þeirrar kosningar varð sú að 70 prósent þeirra sem greiddu atkvæði vildu hafa Run- ólf áfram í starfi. Þó ber að geta þess að einungis 218 af tæplega 600 nemendum og starfsmönnum greiddu atkvæði. Margir starfs- menn skólans höfðu þá gengið á dyr. Siðanefnd Háskólans á Bifröst hefur enn ekki fjallað um kær- urnar á hendur Runólfi. Bryndís Ósk Jónsdóttir, formaður nem- endafélags háskólans, segir stjórn skólafélagsins telja að siðanefndin hefði klárlega verið réttur vettvangur fyrir afgreiðslu málsins, ekki sá fundur sem hald- inn var í gær. „Þarna var útdeilt ómerktum seðlum af handahófi og við vitum ekki neitt um það hversu margir tóku við þeim. Svo átti fólk bara að svara neitandi eða játandi. En málið er komið til siðanefndar sem mun koma saman og taka málið fyrir. Enda er þetta trúnaðarmál og átti aldrei að fara neitt lengra en þangað.“ Bryndís telur ekki að fundur- inn eigi eftir að leysa nein af þeim vandamálum sem uppi eru á háskólasvæðinu. „Það er mjög lítið gagn í fundi eins og þessum. Þetta eru óviðunandi vinnubrögð og ekki hægt að byggja neitt á þessu.“ Runólfur Ágústsson vildi ekki tjá sig við fjölmiðla í gær. Rektor kærður til siðanefndar skólans Rektor Háskólans á Bifröst boðaði til fundar í gær vegna kæru til siðanefndar á hendur honum. Hann er ásakaður um óeðlileg samskipti við nemendur og alvarleg embættisafglöp. Trúnaðargögn send sem viðhengi með fundarboðinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.