Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.11.2006, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 16.11.2006, Qupperneq 8
Unnið er að greinar- gerð um hagkvæmustu legu jarðganga frá Sæbraut að Gufunesi og væntir samgönguráð- herra niðurstaðna á næstu vikum. Þetta kom fram í máli Sturlu Böðvarssonar á Alþingi í gær. Sagði ráðherrann að í kjölfarið gætu Vegagerð og Reykjavíkur- borg tekið afstöðu til þeirra kosta er þá liggja fyrir og upp frá því gæti hönnun verksins hafist. Þá væri framkvæmd við síðari hluta Sundabrautar, milli Gufu- og Kjalarness, til athugunar og gætu niðurstöður umhverfismats hugsanlega legið fyrir á síðari hluta næsta árs. Von er á skýrslu um jarðgöng Góð reynsla er af einkarekinni öryggisleit í Leifs- stöð, að sögn Stefáns Thordersen, yfirmanns öryggissviðs Flugmála- stjórnar á Keflavíkurflugvelli. Um áramót rennur út sex mán- aða reynslutímabil einkarekinnar öryggisleitar í flugstöðinni. Fram- kvæmdin er unnin undir eftirliti og stjórn öryggissviðs Flugmála- stjórnar, en er á ábyrgð flugvallar- stjóra á Keflavíkurflugvelli. Flug- málastjórn ákvað í júlí að ganga til samstarfs við Securitas og Örygg- ismiðstöð Íslands við útvegun starfsmanna í skimun á komu- og skiptifarþegum þegar ljóst var að ekki tækist að ráða í allar stöður eftir hefðbundnum leiðum. Um 40 manns vinna nú við öryggisleit á vegum fyrirtækjanna í Leifsstöð. „Þetta fyrirkomulag hefur reynst afskaplega vel,“ segir Stef- án. „Innlendar og erlendar eftirlits- stofnanir hafa ítrekað tekið þetta út og það hefur verið algjörlega án athugasemda. Auk þess hefur þetta reynst mjög hagkvæmt fjárhags- lega.“ Stefán segir að þetta fyrirkomu- lag hafi verið við lýði í nágranna- löndunum, þannig að það sé ekki nýtt af nálinni. Hins vegar hafi til- koma þess 4. júlí haft talsverðar breytingar í för með sér í Leifsstöð. Fyrir þann tíma hafi upprunaleit verið á hendi öryggisvarða frá sýslu- mannsembættinu á Keflavíkurflug- velli og þá hafi hún verið einskorðuð við flugstöðvarbygginguna. „Vegna kröfu frá Evrópubanda- laginu þurfa allir farþegar utan þess, til að mynda farþegar frá Bandaríkjunum, Tyrklandi, Kúbu, Búlgaríu og fleiri löndum nú að sæta leit við komuna til landsins. Flugvöllurinn fékk á sig áminningu frá Eftirlitsstofnun EFTA meðan ekki var farið að þeim kröfum, sem hafði í för með sér að farþegar frá Leifsstöð til Evrópubandalagslanda urðu að sæta leit áður en þeir fóru inn og blönduðust öðrum farþeg- um. Þessu var aflétt eftir að núver- andi framkvæmd öryggisleitar var tekin út af Eftirlitsstofnun EFTA. Í þessu tilliti er horft til þess að gæðin verði sem mest og jafnframt að orðið sé við kröfum um öyggis- leitina á sem hagkvæmastan hátt,“ bætir Stefán við. „Eigi flugvöllur- inn að vera samkeppnisfær og álög- ur sem minnstar á farþega þarf ávallt að leita leiða til þess að fram- kvæmdin sé af sem mestri ráð- deildarsemi.“ Góð reynsla af einka- rekinni öryggisleit Reynslutími einkarekinnar öryggisleitar í Leifsstöð er senn á enda. Innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir hafa gert úttekt á gæðum hennar og reynslan er góð, segir yfirmaður öryggissviðs Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Þingmenn deildu hart í upphafi þingfundar á þriðjudag um kosningaloforð Framsóknarflokksins frá árinu 1999 um að veita milljarði til baráttunnar gegn fíkniefnum. Sæunn Stefánsdóttir, Fram- sóknarflokki, hóf umræðuna og ásakaði Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingunni, um að slá ryki í augu kjósenda með því að segja að ekki hefði verið staðið við loforðið. Hún bætti við að teknar hefðu verið saman upplýsingar um þróun fjárframlaga til málaflokksins árið 2003 og þá hafi komið í ljós að aukningin hefði verið 1,7 milljarðar. Björgvin sagði Framsókn vera að rjúka upp korteri fyrir kosningar við að reyna að tína saman til allt sem mögulega gæti fallið undir forvarnir og meðferðarúrræði í kerfinu. Hann sagði milljarðinn hafa verið táknræna tölu um átak sem aldrei hafi orðið og að Framsókn geti ekki vikið sér undan málinu með talnaleikjum. Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæð- isflokki, sagði að ef einhver héldi öðru fram en að milljarði hefði verið varið í þennan málaflokk þá væri sá hinn sami að skrökva. Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra tók í sama streng og sagði lygar ekki ganga á Suðurlandi þar sem mönnum væri kennt að segja sannleik- ann, en þeir eru báðir þingmenn kjör- dæmisins. „Ungir stjórnmálamenn og drengilegir menn sem lenda í þeirri ógæfu að bera ljúgvitni og fara með rangt mál eiga einfaldlega að biðjast afsökunar.“ Björgvin fór fram á að forseti Alþingis vítti Guðna fyrir að bera á sig ósannindi og vildi fá tækifæri til svara fyrir sig, en þingforseti varð ekki við ósk hans. Í ráði er að dreifa dagskrá útvarps og sjónvarps Ríkisútvarpsins um gervitungl. Nemur árlegur kostnaður við útsendingarnar um 50 milljónum króna og hefur Alþingi samþykkt að verja 150 milljónum af Síma- peningunum til að standa straum af kostnaðinum næstu þrjú árin. Með þessu lagi eiga útsendingar RÚV að nást um allt landið, á hafi úti og í útlöndum. Verkið er boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu og rennur frestur gervitunglafyrirtækja til að bjóða í það út í dag. Kosta 50 millj- ónir króna á ári Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra vísar á bug fullyrðingum borgarstjóra um að seinagangur í ráðuneytinu tefji byggingu nýrra hjúkrunarheim- ila í borginni. „Hér er unnið af fullum krafti. Verkið er komið á þann góða rekspöl að við erum að ganga frá útboðsteikningum og kanna möguleika á útboði á jarð- vinnu um áramótin,“ segir hún. Heilbrigðisráðherra hefur fundað með fulltrúum Sóltúns og hefur komið fram að bygging hjúkrunarheimilis í Sóltúni yrði ekki reist á styttri tíma en hjúkr- unarheimili í Mörkinni við Suður- landsbraut. „Það yrði hugsanlega svipaður byggingartími en hann yrði ekki styttri miðað við hvað við erum komin langt með undir- búningsvinnuna við Suðurlands- braut,“ segir hún. Samkomulag hefur verið und- irritað um níutíu rýma hjúkrunar- heimili á Lýsislóðinni og verður það tekið í notkun um áramótin 2009-2010. Hjúkrunarheimilið er í hönnun og hefjast byggingafram- kvæmdir í ársbyrjun 2008. „Það er í skoðun með Reykja- víkurborg og Seltjarnarnesbæ að það hús rísi frekar á lóð Sóltúns en það umræðuferli er ekki hafið,“ segir ráðherrann og vill taka fram að hún hafi ekki í hyggju að taka upp samkomulag- ið um Lýsislóðina. Undirbúningur á fullu skriði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.