Fréttablaðið - 16.11.2006, Síða 16

Fréttablaðið - 16.11.2006, Síða 16
„Enginn getur sagt að við höfum ekki efni á að gera ekki neitt,“ sagði Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, í ræðu sinni á loftslagsráð- stefnunni í Kenía í gær. Hann sagði greinilegt að það muni kosta miklu minna að draga úr útblæstri gróðurhúsaloftteg- unda núna „heldur að fást við afleiðingarnar síðar.“ Hann kvart- aði einnig yfir „skelfilegum skorti á forystu“ þegar kemur að því að ákveða næstu skref í því að draga úr útblæstri gróðurhúsaloftteg- unda. „Nú ættum við að fara að sýna meira pólitískt hugrekki“ sagði hann við ráðstefnugestina í Naír- óbí, en þar í salnum sátu fulltrúar frá þeim 180 ríkjum sem eru aðil- ar að loftslagssamningi Samein- uðu þjóðanna frá 1992. Fulltrúi Íslands á ráðstefnunni er Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Tveggja vikna ársfundi full- trúanna lýkur á föstudag, en á fundinum liggur fyrir það verk- efni að samþykkja nánari útfærsl- ur Kyoto-bókunarinnar, en sam- kvæmt henni ber 35 iðnríkjum skylda til þess að draga úr, fyrir árið 2012, útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda um 5 prósent frá því sem var árið 1990. Ekki er þó reiknað með að afgerandi ákvarðanir verði tekn- ar á þessum fundi. Í Naíróbí virð- ast margir vera þeirrar skoðunar að bíða þurfi þess að kjörtímabil George W. Bush Bandaríkjafor- seta renni út áður en raunveru- legar samningaviðræður geti haf- ist, en þangað til eru rúmlega tvö ár. Dýrkeypt að bíða lengur Kofi Annan segir miklu ódýrara að draga nú þegar úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda heldur en að bíða þar til takast þarf á við afleiðingarnar. Tvítug kona var á þriðjudag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir gripdeild vegna síendurtekins bensínstuld- ar í júlí á þessu ári. Konan gerði sér sex sinnum ferð á tvær mismunandi bensínstöðvar Olís á áðurnefndu tímabili og dældi eldsneyti á bifreið sína án þess að greiða fyrir það. Konan mætti ekki fyrir dóm til að svara fyrir sakir sínar. Henni var gert að greiða 60.000 króna sekt til ríkissjóðs auk þess sem hún þarf að greiða Olís 24.054 krónur fyrir eldsneytið sem hún stal að viðbættum vöxtum. Fyllti á án þess að greiða „Við erum búin að ná því fram sem við vildum,“ segir Bjarni Torfi Álfþórs- son, formaður íþróttafélagsins Gróttu. Lausn er fundin á deilu Gróttu og bæjar- yfirvalda um stækkun aðstöðu fimleikadeildar Gróttu á Hrólfsskálamel. Að sögn Bjarna verður fimleikahúsið stækkað um allt að 800 fermetra með því að byggja húsið til austurs og suðurs. „Við erum búnir að fara yfir þetta með yfirþjálfurum fimleikadeildarinnar og þessi stækkun virðist geta mætt þeim þörfum sem deildin hefur,“ segir Bjarni. Grótta hafði kært nýtt deiliskipulag sem bæjaryfirvöld staðfestu. Töldu Gróttumenn sig svikna um eitt þúsund fermetra viðbygg- ingu á Hrólfsskálamel sem samþykkt hafi verið í íbúakosningu. Grótta dró síðar kæruna til baka og fékk á mánudag tilboð frá bæjaryf- irvöldum um áðurgreinda lausn málsins. „Við ætlum ekki að vera með neinn þvergirðingshátt og gerum ekki meira í málinu en bíða eftir því að viðbyggingin rísi í lok kjörtímabilsins. Ef það gengur upp erum við mjög sáttir,“ segir Bjarni. Eins og tíðkast hefur á Seltjarnarnesi með slík íþróttamannvirki mun bæjarsjóður kosta viðbygginguna og íþróttafélagið síðan fá þar inni fyrir æfingar sínar eftir þörfum. Ólafur F. Magnús- son, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, er andvígur því að tvö 108 og 98 ára gömul hús við Lauga- veg verði rifin til að rýma fyrir nýjum byggingum. Húsin tvö er á svokölluðum Frakkastígsreit og eru á meðal þeirra húsa á reitnum sem títt hafa gengið kaupum og sölum á þessum reit. Núverandi eigandi er athafna- maðurinn Þorsteinn Steingrímsson sem á fleiri hús á Frakkastígsreitn- um. Frjálsyndi flokkurinn segir hugsanlegt niðurrif húsanna vera umhverfisslys og hvetur borgarbúa til að gera athugasemdir til skipu- lagsfulltrúa. Á fundi skipulagsráðs á mið- vikudag var samþykkt að auglýsa tillögu sem gerir ráð fyrir niðurrifi húsanna númer 33 og 35 við Lauga- veg sem eru í eigu ÁF-húsa ehf. Þessi hús eru byggð 1935 og 1921. Leggst Ólafur einnig gegn niðurrifi þeirra enda séu öll húsin hluti gam- allar götumyndar Laugavegarins. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formann skipu- lagsráðs. Vilja vernda aldargöm- ul hús gegn niðurrifi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.