Fréttablaðið - 16.11.2006, Síða 18
Pólverji féll af
uppslætti eða plötu við húsbygg-
ingu í Borgartúni í júní og slasað-
ist alvarlega. Hann er nú í endur-
hæfingu. Verið er að rannsaka
tildrög slyssins og kanna hugsan-
lega bótaskyldu en enn er allt
óljóst um hana.
Pólverjinn var nýkominn til
landsins og var við vinnu sína við
húsbyggingu í Borgartúninu þegar
hann féll sex metra niður af upp-
slætti eða húsplötu. Hann fékk
alvarlega höfuðáverka og brotn-
aði illa og var strax fluttur á
sjúkrahús. Maðurinn naut fullra
sjúkraréttinda hjá Trygginga-
stofnun ríkisins og hefur notið
heilbrigðisþjónustu hér á landi.
Ekki er ljóst hver var vinnu-
veitandi mannsins þegar slysið
varð, hvort það var aðalverktaki
eða undirverktaki, og því ekki
ljóst með bótaskyldu.
Verið er að afla upplýsinga um
tildrög slyssins en Pólverjinn man
ekki sjálfur hvernig það bar til.
Þegar vinnuslys verða, hvort sem
það er af völdum vinnuaðstæðna
eða samstarfsmanna, eru vinnu-
slysin rannsökuð af hálfu Vinnu-
eftirlitsins og lögreglu. Slík rann-
sókn er í gangi. Þegar niðurstaða
rannsóknar á tildrögum slyssins
liggur fyrir verður tekin ákvörð-
un um framhaldið.
Bótaskyldan er enn óljós
Landbúnaðarráð-
herra hefur boðað nefnd þriggja
ráðuneyta til að finna út hvernig
allt að fjörutíu prósenta niðurfell-
ingu tolla á almennum kjötvörum
verður háttað. Erna Bjarnadóttir,
hagfræðingur Bændasamtaka
Íslands, segir að enn sem komið er
hafi ríkisstjórnin bara gefið upp
boltann. Útfærslan þurfi að skýr-
ast fyrir áramót til að breytingin
geti tekið gildi 1. mars.
„Nú ríður á að fá útskýringu á
því hvernig útfærslan verði,
hversu margir tollflokkar fá 40
prósenta niðurfellingu og hverjir
minna og veltu þessara þeirra.
Þetta getur líka komið fram í því
að hér verði meiri innflutningur á
vörum sem innihalda landbúnað-
arhráefni eða til dæmis unnar
kjötvörur,“ segir hún.
Erna telur lítið hægt að segja
um áhrifin en segir ljóst að aðgerð-
irnar komi sjálfkrafa fram í verði
til bænda, það
liggi í hlutar-
ins eðli.
„Heildsölu-
verð á mjólk-
urvörum
hækkar ekki
fyrr en 1. jan-
úar 2008.
Bændur munu
augljóslega
leggja eitthvað af mörkum en við
vitum ekki enn hvað þetta þýðir
fyrir þeirra tekjur því að það veit
enginn hvað allt að fjörutíu pró-
sent þýðir,“ segir hún.
„Mér finnst þetta jákvætt skref
og engin spurning að þetta á eftir
að skipta heimilin miklu máli en
maður spyr sig að því hvernig
þessi afsláttur á landbúnaðarvör-
um eigi eftir að líta út. Vörugjöld-
in hafa verið dulin skattheimta,“
segir Guðmundur Marteinsson,
framkvæmdastjóri Bónuss, og vill
sjá útfærsluna sem fyrst. „Það
sést ekki alveg svart á hvítu hvern-
ig þetta verður útfært.“
Sigurður Arnar Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Kaupáss, fagn-
ar því að matvælaverð lækki.
Hann telur mikilvægt að samhliða
þessu verði fylgst með samkeppn-
isumhverfinu á matvörumarkaðn-
um. Hann telur að lækkunin hafi
til dæmis ekki nein áhrif á mjólk-
urverð í Krónunni því þar sé
mjólkin seld undir kostnaðar-
verði.
„Það er ekki búið að kynna
þessar hugmyndir, þær eru
óklárar fyrir utan virðisaukaskatt-
inn. Ég hef ekki séð neina útfærslu
á tollalækkuninni en við munum
skila þessari skattalækkun út í
matvöruverðið. Við fögnum þessu
útspili og viljum leggja okkar af
mörkum,“ segir Sturla Eðvarðs-
son, framkvæmdastjóri Sam-
kaupa.
Útfærslan á kjöttoll-
inum er enn óljós
Óljóst er hvernig útfærslan á niðurfellingu tolla á kjötvörum verður. Hún þarf
að skýrast fyrir áramót ef aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að lækka matarverð
eiga að taka gildi 1. mars 2007, segir Erna Bjarnadóttir hjá Bændasamtökunum.
Thaksin Shinawatra,
fyrrverandi forsætisráðherra
Taí-lands, hefur alls ekki í hyggju
að snúa aftur á svið stjórn-
málanna í Taílandi, að því er
lögfræðingur hans greindi frá í
gær. Thaksin var steypt af stóli í
byltingu hers-ins 19. september
síðastliðinn.
Thaksin hefur verið á ferðalagi
um Asíulönd undanfarna daga, en
ætlar ekki að láta sjá sig í Taílandi
á næstunni. Herlög eru enn í gildi
þar og verða enn um sinn, að sögn
forsprakka byltingarinnar.
Ætlar ekki í stjórnmál á ný