Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.11.2006, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 16.11.2006, Qupperneq 40
Panorama, miðstöð innréttinga í Síðumúla 30, selur Impuls- eldhúsinnréttingar á góðu verði. „Efnið í þessum innréttingum er margs konar enda úrvalið mikið,“ segir Gunnar Gunnarsson í verslun- inni Panorama þegar hann er spurð- ur út í Impuls-innréttingarnar. Hann segir Impuls vera undirverk- takafyrirtæki hjá Alno sem hefur verið lengi hér á markaði og er þekkt fyrir gæði og fágun. „Impuls býr til einfaldar og smekklegar inn- réttingar og þær eru ódýrari en frá Alno. Fólk hrífst af þeim, bæði verðsins vegna og líka þess hvað þær bjóða upp á sniðugar lausnir.“ Einfaldar lausnir Mér var einu sinni sagt að enginn maður sem vildi láta taka mark á sér, þyrði að vitna í dönsku kvenna- blöðin. En skítt með það, ég ætla að hætta mér út á þennan hála vettvang og minnast á, að fyrir nokkr- um árum rakst ég á skemmtilega könnun sem eitt- hvert þeirra hafði látið gera á því, hvort samhengi væri milli pottaplantna og hjónabandshamingju. Nokkur hundruð giftar konur um gjörvallt Dana- veldi voru spurðar að því hvað þær ættu margar pottaplöntur og hversu lengi og oft þær hefðu verið giftar. – Dálítið persónulegar spurningar, sem kannski hafa ekki verið orðaðar nákvæmlega á þennan hátt, en þetta var innihaldið. – Konurnar voru allar á sextugsaldri. Niðurstaðan reyndist sú, að þær konur sem flestum pottaplöntum sinntu höfðu líka verið í löngu hjónabandi með einum og sama manninum. Úr þessu mátti lesa að pottaplönt- um fylgdi hjónabandshamingja. En hvernig svo sem við tökum svona vísindum, er ekki ólíklegt að ætla annað, en að sá tími sem fer í að dútla og nostra við pottaplöntur og annað grænt á heimilum nái líka til maka og barna. Og svo ég haldi nú áfram með Dani og pottaplöntur, þá er búið að finna út að á hverju dönsku heimili eru keyptar 14,3 pottaplöntur árlega. Um það bil helm- ingurinn af því eru blómstrandi plöntur árstíðarinn- ar. Hitt eru „grænar“ plöntur, og af þeim eru tveir þriðju plöntur í 10 til 12 sentimetra pottum, ætlaðar til að standa á borði eða gluggakistu. Afgangurinn eru stærri plöntur til að hafa á gólfi. Sú „græna“ planta sem Danir velja helst er bergfléttan, og hún hefur haldið þessu sæti sínu í marga áratugi, eigin- lega „svo lengi sem elstu menn muna“ eins og sagt er. Og það er kannski ekkert skrýtið, því bergflétta var meðal fyrstu plantnanna sem menn fóru að taka inn í híbýli sín, sem var hér í okkar germanska menningarheimi í lok siðaskiptanna um miðja sex- tándu öld. Bergflétta, Hedera helix, - (ættkvíslarheitið er af fornlatneskum rótum og þýðir bara bergflétta, en viðurnefnið „helix“ er tegundinni gefið vegna þess að hún hlykkjar sig eins og ormur um súlu) er af Árelíuætt og á upprunaleg heimkynni um alla Evr- ópu, frá Bretlandseyjum í vestri og austur til Svartahafs. Norðurmörk hennar ná frá Gotlandi og Skáni austur til Hvíta-Rússlands. Suðurmörkin rekja svo norðurströnd Miðjarðarhafsins frá Balk- anskaga vestur til Atlantshafsstrandar Spánar. Auk þess er hana að finna á blettum hér og hvar utan þessa svæðis. Bergfléttan hefur verið flutt á önnur meginlönd og víða fengið það orð á sig þar að vera „grænn minkur“, svo notað sé íslenskt hugtak, og sumstaðar eru „átök“ í gangi til að sporna við frek- ari útbreiðslu hennar þar sem hún þykir vágestur í skóglendi vegna þess að hún verður of ágeng og ein- ráð í gróðursamfélaginu. Bergflétta er klifurrunni og telst því til trjágróðurs. Blöð hennar eru sígræn og minna á sjófuglsfætur. Greinarnar eru fremur grannar og flatvaxnar. Þær mynda heftirætur hvar sem þær snerta jörð en einkum lóðrétta fleti eins og kletta eða trjáboli sem þær fikra sig síðan upp eftir. Lífshættir bergfléttunnar eru um margt mjög merkilegir, því að hún heldur eins konar æskuskeiði og forðast sterka birtu þangað til hún hefur náð nokkurra metra hæð og hefur getað látið einhvern, s.s. trjábol eða klettavegg, bera sig upp í birtuna. Eftir það breytir hún um stíl og rúnnast öll. Grein- arnar verða sívalar og blöðin egg-lensulaga. Þar blómstrar hún á haustin í þann mund sem önnur lauftré fella lauf. Blómin eru í óásjálegum sveip og hún þroskar svört smáber þegar líða fer að laufgun annarra trjáa næsta vor. Eftir aldinþroskann á vorin hefur hún laufskipti, gömlu blöðin falla og ný koma í staðinn. Tegund sem nær yfir svona víðfeðmt útbreiðslu- svæði býr yfir gífurlegum fjölbreytileika og aðlög- unarhæfni. Bergfléttan er hvarvetna vinsæl garð- planta og þrátt fyrir hnattstöðuna hafa nokkrar bergfléttur þrifist ágætlega í görðum hér á Suður- landi og Suðvesturhorninu í marga áratugi. Hún dafnar best þar sem hún fær að klifra upp eftir norður- eða vesturhliðum húsa. Bergfléttan er dæmigerð skuggaplanta og er ekkert um sólbökun gefið umfram það sem hún þarf til að mynda blómsprota. – Sem pottaplanta er bergflétta ákjós- anleg og hana má fá í ótal afbrigðum með margvís- legri blaðgerð og nokkrum litatilbrigðum í lauf- skrúðinu. Oftast er hún ræktuð sem hengiplanta, en það má líka binda hana upp og forma á margvísleg- an máta. Hringform, kúlur og keilur eru t.d. algeng form. Best fer um bergfléttuna þar sem nokkurn skugga ber á. Henni líður líka vel þar sem hiti er ekki mjög hár, stofuhiti um 20°C er hennar kjörsvið. Látið moldina þorna ofurlítið á milli vökvana, gott ráð er að láta pottinn standa svo sem hálftíma í skál með vatni til að draga upp vatnið. Gefið áburð af og til á sumrin. Umpottað í stærri pott eða endurnýjuð eftir þörfum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.