Fréttablaðið - 16.11.2006, Page 42

Fréttablaðið - 16.11.2006, Page 42
Fáir efast um að hreyfing hafi góð áhrif á heils- una en margir gera sér eflaust ekki grein fyrir hve víðtæk þau áhrif eru. Rann- sóknir benda til að reglubundin og hóf- leg hreyfing bæti bæði andlega og lík- amlega líðan. Hætta á hjarta- og æðasjúkdómum minnkar, einnig er minni hætta á beinþynningu, slitgigt, kvíða og þunglyndi auk þess sem svefn batnar við ástund- un líkamsþjálfunar. Hreyfing bætir minnið, hefur jákvæð áhrif á stjórnun blóðsyk- urs, minnkar líkur á krabbameini í ristli (og jafnvel víðar), er forvörn gegn offitu og síðast en ekki síst bætir hún kynlífið. Reglubundin hreyfing bætir ekki aðeins árum við lífið heldur lífi í árin. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að minnst 30 mínútna hófleg hreyfing daglega dugi til að koma í veg fyrir ýmsa sjúkdóma og með lengri hreyfingu aukist jákvæð áhrif á heilsuna. Í mann- eldismarkmiðum er mælt með daglegri hreyf- ingu í 45-60 mínútur. En hvað er hófleg hreyf- ing? Það er algeng skoðun að til þess að líkamsrækt hafi eitthvert gildi þurfi að streða og erfiða mikið. Helst þurfi að fá harðsperrur og geta kveinkað sér aðeins. Þetta er mikill misskilningur. Rösk ganga, sund og hjólreiðar eru afbragðsdæmi um góða og holla hreyf- ingu sem bætir líðan og hægt er að stunda án mikillar fyrirhafnar og erfiðis. Til að finna fyrir jákvæðum áhrifum hreyfingar þarf ekki að vakna klukkan sex á morgnana, fara í líkamsræktarstöð og púla þar til maður hnígur niður áður en mætt er til vinnu. Margt bendir til að hreyfing af miðlungsákefð, eins og til dæmis rösk ganga, sé líklegri til að vera stunduð reglubundið. Fyrir byrjend- ur skiptir miklu máli að fara ekki of geyst af stað. Þeir sem byrja af hvað mestum ákafa eru oft líklegri til að gefast upp, skiljanlega. Hver er til- búinn að vera sí og æ með vöðva- verki og eymsli? Þá er vænlegra til árangurs að byrja rólega og auka smám saman. Algeng afsökun fyrir að hreyfa sig ekki er tímaleysi. Flestir ættu nú að geta fundið hálftíma á degi hverjum til að hreyfa sig. Ekki er nauðsynlegt að hreyfa sig í 30 mínútur í einu. Öll hreyfing telur og einfaldar athafnir eins og að ganga út í búð, hjóla milli staða og taka tröppurnar frekar en lyftuna geta verið hluti af heilsu- eflingu. Fyrir fólk sem vinnur kyrrsetuvinnu er kjörið að fara í stuttan 10 mínútna göngu- túr í hádeginu. Slíkir göngutúrar hafa ekki eingöngu heilsueflingu sem langtímaafleið- ingu heldur skila þeir sér strax í betri vinnuafköstum. Allir ættu að geta fundið sér hreyf- ingu við hæfi og geta varið þó ekki sé nema 30 mínútum á degi hverj- um í að bæta eigin lífsgæði. Unnið í samvinnu við skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar á LSH. *Tilboðsverð 2006 S e p t. 2 0 0 6 Nicorette Fruitmint Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. www.nicorette.is Nýttbragð sem kemurá óvart 25% afsláttur * Áblástur (frunsur) fá margir á varirnar og veldur hann tals- verðum óþægindum. Veiran herpes simplex 1 veldur óskemmtilegum útbrotum á munnsvæðinu sem flestir kannast við sem áblástur eða frunsur. Hún smitast auðveldlega við snertingu og getur jafnvel saklaus koss vald- ið smiti. Oftast smitast fyrst á unga aldri með tiltölulega vægum ein- kennum, svo sem bólgum í munni eða tannholdi. En smitið verður að jafnaði verra eftir því sem fólk smitast eldra. Við fyrsta smit skríður veiran eftir taugaþráðum upp í taugahnoð sem er upp við heilann og situr veiran í því ævilangt. Af óþekktum ástæðum skríður hún öðru hvoru aftur niður á munnsvæðið og veld- ur frunsum á vörum. Hún lætur þó ekki á sér kræla hjá öllum og eru ástæður þess óþekktar. Ekki er vitað af hverju hún fer af stað en það vill oft gerast við álag, svo sem við blæðingar hjá konum. Einnig er mjög algengt að fólk fái áblástur á skíðum eða í mikilli sól og birtu, en veiran getur líka látið á sér kræla alveg upp úr þurru án nokk- urrar sjáanlegrar ástæðu. Til eru tvær tegundir af herpes- veirunni, herpes simplex 1 og herp- es simplex 2 en sú fyrrnefnda kemur oftast fram á vörum en sú síðarnefnda á kynfærum. Veiran smitast við snertingu og er stað- bundin miðað við hvar á líkaman- um hún smitast. Ef áblástur kemur á varir kemur hann ekki líka á kyn- færin nema veiran hafi smitast sérstaklega þangað og öfugt. Vegna þess hve auðveldlega veiran smit- ast þá er talið að um 80 prósent manna hafi hana í sér en aðeins 25 prósent af þeim fær áblástur reglu- lega. Herpes getur einnig komið upp á augnsvæðinu; þar getur hún lagst á hornhimnuna og þarf að leita til læknis ef það gerist. Aumar og bólgnar varirMacrobiotic Helgarnámskeið “Healing Power of Food” í Kjallara Yggdrasill / Skólavörðustíg 16 17. Nóv 19:00-22:00 Kynningar kvöld. Talað verður alment um hvað macrobiotic er, og hvað það getur gert fyrir þig. 18. til 19. Nóv. 10:00-18:00 Fyrirlestrar og matreiðslu námskeið. Námskeiðið verður á ensku. Uppl. Guðmann 699-3449.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.