Fréttablaðið - 16.11.2006, Síða 43

Fréttablaðið - 16.11.2006, Síða 43
Fyrirburum sem fæðast í 22. viku meðgöngu ætti ekki að halda lifandi samkvæmt nefnd sem fer með siðfræði í líftækni- iðnaði í Bretlandi. Nefndin byggir skoðun sína á rannsóknum á fyrirburum tveggja síðustu ára í Bretlandi. Börn sem fæðast á 22. viku meðgöngu lifa fæst en þau sem það gera eru flest mikið fötluð andlega og líkam- lega. Einungis eitt prósent barna sem fæddust í 22. viku lifði áfram. Ekkert barn sem fæddist í 21. viku lifði en þau sem fæðast á 23. viku lifðu í 17 prósentum tilvika. Börn sem fæddust í 25. viku meðgöngu lifðu hins vegar í 50 prósent til- vika. Það er því ljóst að hver vika skiptir miklu máli. Læknar og foreldrar meta í hverju tilviki fyrir sig hvort halda eigi lífi í börnum með tækjabún- aði. Ráðið hvetur til að svo verði áfram en áréttar að ekki sé sið- ferðilega rétt að leggja á börn erf- iðar og sársaukafullar aðgerðir ef lífslíkur og líkur á eðlilegu lífi eru hverfandi. Hvaða börn eiga að lifa? Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver vill að Bandaríkjamenn taki sér til fyrirmyndar her- ferð hans gegn óhollum mat í breskum grunnskólum. Jamie Oliver hefur á undanförn- um árum barist hart fyrir því að boðið verði upp á hollari skóla- máltíðir í breskum skólum til að sporna við offitu barna sem er vaxandi vandamál þar í landi. Er skemmst frá því að segja að kokk- urinn vann skóla- og heilbrigðis- völd að lokum á sitt band eftir þó nokkurt mótlæti. Nú vill Oliver að Bandaríkja- menn feti í fótspor Breta með því að endurskoða skólamáltíðir barna, ekki síst í ljósi þess að offitutilfelli á meðal barna og unglinga hafa þrefaldast frá árinu 1980. 17 prósent bandarískra barna glímdu þannig við offitu árið 2004 og er spáð að sú tala hækki upp í 20 prósent verði ekki gripið til aðgerða. Í nýlegu viðtali sagði Oliver hægan leik fyrir feitustu þjóð heims að taka upp heilsusamlegri matarvenjur fyrst Bretar, feitasta þjóð Evrópu, gátu það. Sökum anna segist Oliver þó ekki ætla af stað í nýja krossferð, auk þess sem hann óttast að Bandaríkja- menn taki því óstinnt upp fari Breti að segja þeim til verka. „Þeir munu ekki meta hreinskilni mína,“ sagði nakti kokkurinn við það tilefni. Jamie í krossferð gegn fitu arka ehf • s. 899 2363
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.