Fréttablaðið - 16.11.2006, Síða 50
{ x-factor } 2
„Það er mikil spenna og ég hlakka
mjög mikið til að sjá fyrsta þáttinn“,
segir Einar Bárðarson sem er Íslend-
ingum að góðu kunnur fyrir störf sín
sem dómari í Idol-stjörnuleit Stöðvar
2 og umboðsmaður margra af þekkt-
ustu tónlistarmanna landsins. Hann
snýr aftur í X-Factor keppninni og
hefur óneitanlega svolítið forskot á
hina dómaranna enda gefið út fjölda
plata og er meðal annars ábyrg-
ur fyrir ævintýralegri velgengni
Nylon-flokksins í Bretlandi.
„Áheyrnarprufurnar voru miklu
frjálslegri heldur en aðrir þættir
sem ég hef tekið þátt í,“ bætir
umboðsmaðurinn við
sem staddur var í Lond-
on þegar Fréttablaðið
náði tali af honum.
„Mér er náttúrlega
harðbannað að ræða
innihald þáttanna
en get upplýst að ég
skemmti mér konung-
lega,“ útskýrir Einar og segir þetta
hafa verið spennandi og fjölbreyttan
hóp með blöndu af hæfileikalausu
og hæfileikaríku fólki. „Mér fannst
sérstaklega gaman af þessu eldri hóp
sem mætti en þetta er í fyrsta skipti
sem hann fær að spreyta sig í svona
þætti,“ segir Einar.
X-Factor er ekki síður keppni
milli dómaranna en Einar segist
vera áhyggjulaus. „Ég er miklu
naskari en þau Ellý og Páll
Óskar þannig að þetta er bara
formsatriði að klára þetta,“
segir Einar og hlær. „Þau
ætla samt að veita mér
verðuga samkeppni
og maður spilar
jú aldrei betur en
mótherjinn leyf-
ir,“ bætir Einar
við. „Ég verð
bara að vera þef-
vís á rétta fólkið.“
Formsatriði að
vinna keppnina
Einar Bárðarson segist vera miklu naskari en Palli og Ellý
Þrátt fyrir að X-Factor sé leit að
næstu stjörnu er þátturinn um margt
ólíkur því sem sjónvarpsáhorfendur
eiga að venjast frá Idol-stjörnuleit.
Þar misstu til að mynda dómarar öll
völd þegar kom að símakosningu en
í X-Factor er vald þeirra mun meira.
Að sama skapi eru ekki gerðar kröf-
ur um aldurstakmörk, eina skilyrðið
er að keppendur séu orðnir sextán
ára auk þess sem sönghópar og
hljómsveitir eru boðin velkomin.
X-Factor er skipt upp í fjóra mis-
munandi hluta sem hver tekur við
af öðrum. Fyrsti hlutinn eru hefð-
bundin áheyrnarpróf þar sem dóm-
nefndin kemur sér saman um að
velja áfram vænlega keppendur en
að þeim loknum taka við svokallað-
ar vinnubúðir. Þar hefur þeim níu-
tíu atriðum sem komust áfram verið
deilt á milli dómaranna þriggja og
þeim skipt upp í þrjá hópa; A-hóp
sem er á aldrinum 16 til 24, B-hóp
en það er fólk sem 25 ára og eldri og
loks C-hópurinn sem samanstendur
af sönghópum eða hljómsveitum.
Keppendum fækkar jafnt og þétt í
vinnubúðunum en þegar þeim er
lokið hefur hver dómari yf i r
sex atriðum að ráða.
Keppnin milli dómar-
anna harðnar eftir því
sem lengra líður á
þáttinn.
Þriðji hlut-
inn ber heitið
Heima hjá
dómurum en
þar fá dóm-
ararnir þrír að
kynnast þeim
sem þeir hafa valið fyrir sína hönd
ögn betur og geta í framhaldi af því
vegið og metið hverjir
verðskulda að komast
áfram í úrslitaþáttinn
sem er næsta stig þátt-
arins en þar berjast
tólf keppendur eða
atriði um að vera X-Factor, þessi
óþekkta stærð. Síðasti hópurinn
samanstendur af fjórum einstakl-
ingum, fjórum eldri en 25 ára og
fjórum sönghópum eða hljómsveit-
um. Dómurunum þremur er að sjálf-
sögðu mjög annt um að kynna sína
keppendur fyrir þjóðinni og vilja
veg þeirra sem mestan en slíkt getur
valdið togstreitu og spennu þeirra á
milli. Þjóðin fær að sjálfsögðu að
láta sitt álit í ljós með símakosningu
og sá sem fær fæst atkvæði verður
sendur heim.
Hvað er sjónvarpsþátturinn X-Factor?
„Þetta er búið að vera æðis-
legt,“ segir Páll Óskar Hjálm-
týsson, einn af dómaratríóinu
í X-factor. „Þetta er í stuttu
máli Idol fyrir fullorðna en
þegar þú byrjar að fylgjast
með þættinum tekurðu eftir
að það eru nokkrar áherslu-
breytingar sem eru mjög ólíkar
Idolinu. Þetta er mun mann-
úðlegra og meira sanngjarnt,“
bætir hann við og heldur
áfram: „Það er mun meiri
ábyrgð á okkur dómurunum.
Við sitjum ekkert bara þarna
og dæmum heldur tökum við
að okkur ákveðna keppendur
og þjálfum þá upp. Við erum
eiginlega búin að vera í hálf-
gerðum herbúðum með okkar
keppendum og höldum því
áfram þótt myndavélarnar
séu ekki alltaf á okkur. Síðan
mætum við bara æðislega
stolt í janúar með fjóra bestu
keppendurna okkar, að okkar
áliti. Þannig að það eru fjög-
ur bestu atriðin frá hverjum
dómara sem keppa til úrslita.
Þetta er fyrst og fremst keppni milli
þátttakendanna. Góðlátleg sam-
keppnin milli okkar dómaranna er
þar algjört aukaatriði. Ég er ekki að
fara að mæta í Smáralindina með
það að markmiði að rústa Ellýju
og Einari, heldur mæta með
mitt fólk og treysta því að það
geri sitt. Sjálfur ætla ég ekki
að vera með neinar „rúst“ og
„burst“ yfirlýsingar.“
Páll Óskar segir ekki ólík-
legt að það verði eitthvert
drama á milli dómaranna
þegar kemur að því að senda
einhvern heim. „Eðli málsins
samkvæmt erum við alltaf að
velja út eitt af okkar atriðum.
Þannig að við þurfum aldeil-
is að rökstyðja okkar mál,“
segir hann en hann er afskap-
lega ánægður með samstarfið
innan dómnefndarinnar.
„Það besta við þennan þátt,
eins og ég upplifi hann, er að
það er svolítið verið að slá á
goðsögnina um að fólk sem er
orðið eldra en þrítugt geti ekki
orðið poppstjörnur. Það versta
er að fólk selur sér þetta sjálft
og trúir því að það sé ekki
gjaldgengt í eitt eða neitt eftir
þrítugt. Þetta er alrangt og við
erum að afsanna þessa kenn-
ingu í þessum þætti. Það eru
allir keppendurnir búnir að koma
sjálfum sér á óvart,“ segir Páll
Óskar.
Ekki markmiðið að rústa
hinum dómurunum
Páll Óskar segir X-Factor fyrst og fremst keppni milli þátttakendanna.
Leikkonan Halla Vilhjálmsdóttir er
kynnir í X-Factor og bíða margir
spenntir eftir því að sjá frumraun
hennar sem þáttastjórnandi í sjón-
varpi.
Hún segir að stemningin innan
hópsins sé óvenju góð. „Fólk er
mjög samrýnt og það skemmta sér
allir ótrúlega vel. Maður er búinn
að eignast fullt af vinum,“ segir
Halla, sem ber kollegum sínum sem
starfa að þættinum einnig vel sög-
una: „Það eru margir hérna búnir
að vinna saman í allt upp í tuttugu
ár og það er algjör heiður að fá að
vinna með þessu fólki.“
Að sögn Höllu hefur hlutverk
hennar í þættinum verið æðislega
skemmtilegt en einnig miklu erfið-
ara en hún bjóst við. „Þetta á hug
minn allan og er virkilega viðamikil
vinna. Það fer náttúrlega allt í þetta
en þetta er eiginlega draumavinna,
sérstaklega þar sem ég fæ að vera
góði karlinn og þarf ekki að henda
neinum út.“
Halla var búsett úti í Bretlandi
þegar hún sá X-Factor fyrst á skján-
um. Heillaðist hún mikið af því sem
fyrir augu bar. „Það sem mér fannst
svo sniðugt var hvað þetta hentar
vel til að taka við af Idolinu. Þetta er
svona eðlilegt framhald og fólk þarf
á svona þáttum að halda. Þetta er
reyndar allt annar þáttur en Idol en
samt með sönghæfileikum og pruf-
um. Þetta er miklu flóknari þáttur,
bæði erfiðari og stærri,“ segir hún.
Halla segist ekkert hafa óttast
að taka við kefli þáttastjórnanda
af þeim Simma og Jóa. „Það eru
mjög erfið fótspor að feta í enda eru
þeir sérlega vel liðnir hjá þjóðinni
og yndislega góðir í því sem þeir
gera. En maður verður bara að vera
maður sjálfur og vona það besta.“
Gott að þurfa ekki
að senda fólk heim
Halla Vilhjálmsdóttir er fegin að vera góði karlinn.
„Þetta hefur verið rosalega gaman,
og eiginlega miklu, miklu skemmti-
legra en ég bjóst við. Ég er bara
mjög þakklát fyrir að hafa fengið
tækifæri til að taka þátt í þessu,“
sagði Ellý Halldórsdóttir, eða Ellý
úr Q4U, um undangengna mánuði í
X-factor. „Allir sem komið hafa að
þessari keppni hafa líka verið svo
hæfir og fagmannlegir. Ég hef heyrt
það frá keppendunum, það voru
allir svo ánægðir,“ sagði hún.
Ellý kveðst handviss um að í
röðum keppenda í X-factor leyn-
ist framtíðarstjarna. „Það er ekki
spurning. Þetta var allt mjög gott
fólk og hár standard. Það var hrika-
lega erfitt að velja úr svona flottum
hópi,“ sagði Ellý. Hún mun þó ekki
missa svefn yfir ákvörðunum sínum.
„Ef það stoppar fólk að komast ekki
í gegn í þættinum hafði það ekkert
að gera þar til að byrja með. Ef fólk
ætlar virkilega að ná árangri heldur
það bara áfram og bætir það sem
þarf að bæta,“ sagði Ellý.
Fram undan eru stífar æfingar
með þeim fjórum keppendum sem
Ellý hefur tekið undir verndarvæng
sinn. „Ég ljóstra engu upp um hvað
við tökum okkur yfir hendur á þeim
æfingum. Nú er ég náttúrlega komin
í keppni við Palla og Einar. En þetta
er allt útpælt hjá mér, eins og mín er
von og vísa,“ segir Ellý og hlær. „Svo
rúlla ég þessu upp í Smáralindinni,“
bætir hún ákveðin við.
Ég rúlla þessu upp
Ellý Halldórsdóttir er þakklát fyrir að fá að vera með í X-Factor