Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.11.2006, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 16.11.2006, Qupperneq 54
 { x-factor } 6 Hugmyndasmiðurinn á bak við X- Factor ætti að vera íslenskum sjón- varpsáhorfendum að góðu kunnur en það er Idol-dómarinn Simon Cowell. Er talið að hann hafi vilj- að koma á fót þætti sem hann ætti sjálfur sjónvarpsréttinn að. Hug- myndin hjá Cowell hefur vænt- anlega verið sú að nýta eigin vin- sældir, sem eru töluverðar, og átti X-Factor að koma í staðinn fyrir Pop Idol sem ýtt var út í kuldann eftir tvær þáttaraðir. Ekki gekk hins vegar þrautalaust fyrir Cowell og félaga að koma þættinum á legg á sínum tíma því gamall samstarfsfélagi Cowells, Simon Fuller, setti í fyrstu lögbann á þáttinn og taldi hann vera of líkan Pop Idol sem hann á heiðurinn að. Fyrirtækið hans 19 TV höfðaði því mál á hendur FreemantleMedia, Simon Cowell og fyrirtæki hans Simco and Syco. Málið rataði alla leið fyrir dómara en áður en hann komst að niðurstöðu sömdu nafn- arnir um málalyktir og fær Fuller sinn skerf af öllum þeim gróða sem X-Factor aflar. Þáttaröðin í Bretlandi hefur jafnframt fengið sína útreið í bresku pressunni því götublöðin þar hafa verið dugleg við að herja á þáttastjórnendur og þátttakend- ur. Þannig hafa þau Louis Walsh og Sharon Osbourne verið sökuð um „óheiðarleg“ vinnubrögð og Walsh sagður hygla keppendum sem hann þekkti áður en þeir tóku þátt. Hvað sem því líður hefur X- Factor á Bretlandi hlotið fjöldann allan af verðlaunum og hirti meðal annars The British Comedy Awards í fyrra. Breskir fjölmiðlar hafa hins vegar ósjaldan haldið því fram að þátturinn sé skipulagður í þaula, ákveðið sé fyrirfram hvaða atriði komist áfram og orðaskipti dóm- aranna séu skrifuð niður fyrirfram. Vakti það mikla undrun og athygli þegar Louis Walsh tilkynnti að hann hygðist ekki snúa aftur í einni þáttaröðinni og sakaði hina dómar- ana um einelti. Urðu fjölmiðlar enn sannfærðari um leikstýrðan þátt þegar Walsh settist í dómarasætið næstu helgi á eftir. Íslendingar tengjast bresku útgáfunni nokkuð því Nylon-flokk- urinn hefur sungið með tveimur þátttakendanna sem náð hafa nokk- uð langt; þær kveikja á jólaljósum í breskum smábæ með sigurvegara fyrstu keppninnar, Steve Brook- stein, og voru á tónleikaferðalagi með strákasveitinni Journey South sem náðu þriðja sætinu í fyrra. Stjórnendur ITV sjá væntan- lega ekki eftir þeirri ráðstöfun að leggja Cowell lið því yfir tíu millj- ónir manna horfa á hann, Sharon og Walsh berjast um bestu bitana. X-Factor-þátturinn er talinn vera eitt stærsta áheyrnarpróf Bretlands því þarna mega allir á aldrinum sextán ára og upp úr taka þátt. Áður en fyrsti þátturinn var gerður mættu fimmtíu þúsund þátttakend- ur, þeim fjölgaði í sjötíu og fimm þúsund fyrir næsta þátt og hafa verið í kringum hundrað þúsund fyrir þættina sem nú eru í gangi. Verðlaunin í Bretlandi eru heldur ekki af verri endanum, ein milljón sterlingspunda og plötusamningur og samkvæmt veðbönkum í Bret- landi fyrir þessi jól er líklegast að smáskífa sigurvegara X-Factor, sem krýndur verður í jólamánuðinum, komi til með að tróna á toppnum, en það ætti að gefa góða mynd af vinsældum þáttarins þar. Nú þegar Íslendingar halda X-Factor í fyrsta skipti komast þeir í hóp með löndum á borð við Kasakstan, Belgíu, Ástralíu, Hol- landi og Kólumbíu auk Rússlands. Samkvæmt lagaákvæðum má ekki gera X-Factor í Bandaríkjunum þar sem Simon Cowell er skuldbundinn American Idol. Hugarsmíð Simons Cowell slær í gegn X Factor-keppnin hefst á Íslandi á morgun. Þótt keppnin eigi sér ekki langa sögu nýtur hún mikilla vinsælda um allan heim enda er bryddað upp á þeirri nýjung að dómarar eru ekki síður í keppni innbyrðis en þátttakendurnir sjálfir. Hverafold 1-5 Grafarvogi Núpalind 1 Kópavogi Reykjavíkurvegi 62 Hafnarfirði Opnunartími: Virka daga 16 - 22 Um helgar 12 - 22 Stór pizza með 2 áleggjum SKIPULAG ER FALLEGT LJÓSMYNDARAR MEÐ NÆMT AUGA LITLU HLUTIRNIR GERA MIKIÐ ÁSKRIFTARSÍMI 550 5000 | WWW.VISIR.IS SNILLDARLAUSNIR FYRIR LÍTIL RÝMI NÝTT BLAÐ KOMIÐ ÚT!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.