Fréttablaðið - 16.11.2006, Page 85
Glerlykillinn, hin norrænu verð-
laun glæpasagnanna, er nú í und-
irbúningi og taka brátt að birtast
tilnefningar frá valnefndum í
hverju landi. Dómnefnd Hins
íslenska glæpafélags hefur lokið
störfum og tilnefnir eina íslenska
glæpasögu útgefna árið 2005 til að
keppa um Glerlykilinn, verðlaun
Norrænu glæpasamtakanna
SKS, Skandinaviska Kriminal-
sällskapet. Glerlykillinn fyrir
bestu norrænu glæpasöguna árið
2005 verður svo afhentur
vorið 2007. Nefndin
var á einu máli um
að tilnefna Blóð-
berg eftir Ævar
Örn Jósepsson og
segir í úrskurði
nefndarinnar: „Þriðja glæpasaga
Ævars Arnar Jóseps-
sonar, Blóðberg,
nýtir sér Kára-
hnjúka sem
sögusvið;
afskekktan stað
þar sem fram
fara umdeildar
framkvæmdir
og þar sem
fólk úr öllum áttum kemur saman.
Þetta býður upp á fjöruga frásagn-
armöguleika sem Ævar vinnur vel
úr í skemmtilegri úrvinnslu á
sígildu formi glæpasögunnar.
Dregin er upp skýr mynd af fjöl-
breyttum persónum, fléttan er
fimlega unnin og stíllinn er leik-
andi léttur í spennandi frásögn.“
Blóðberg verður því framlag
Hins íslenska glæpafélags til
Glerlykilsins 2005
sem afhentur
verður næsta vor. Í dómnefnd
Hins íslenska glæpafélags voru
Gunnþórunn Guðmundsdóttir,
Kristín Árnadóttir og Kristján
Jóhann Jónsson. Þau munu einnig
sitja í dómnefnd SKS um bestu
norrænu glæpasöguna útgefna
árið 2005. Vegur Ævars eykst
nokkuð með þessu en nýja sagan
hans, Sá yðar sem syndlaus er,
fékk í gær fjögurra stjörnu dóm
hér í Fréttablaðinu. Hann flutti sig
um set í haust frá þeim Eddu-
mönnum og settist að í Uppheim-
um, forlagi Kristjáns Kristjáns-
sonar á Akranesi. Glerlykillinn er
svo nefndur til heiðurs Dashiell
Hammett, einum af frumkvöðlum
glæpasögunnar vestanhafs.
Ævar Örn seilist í Glerlykilinn í vor
ÁLFASÖGUR
Ný bók um hina
harðskeyttu
prinsessu sem
heillaði landsmenn
í bókinni Svona
gera prinsessur
AFMÆLI PRINSESSUNNAR
Sjö álfasögur:
::: Uppruni álfa
::: Álfkona í barnsnauð
::: Álfar feykja heyi
::: Endurgoldin mjólk
::: Álfarnir í Drangey
::: Bóthildur
::: Drengur elst upp með álfum
Fallega mynd-
skreyttar
þjóðsögur
ÚR ÞJÓÐSÖGUM JÓNS ÁRNASONAR
Teikningar eftir Florence Helgu Thibault. Endursögn úr þjóðsögum Jóns Árnasonar: Anna Kristín Ásbjörnsdóttir.