Fréttablaðið - 16.11.2006, Page 90

Fréttablaðið - 16.11.2006, Page 90
Þær Alma, Klara, Emilía og Steinunn eru ekki beint venjulegar stúlkur á þrí- tugsaldri. Á rúmum sex mánuðum hafa stöllurnar komið fram sjö sinnum á stærsta leikvangi Bret- lands, Wembley, og fjörið er bara rétt að byrja. Nylon, litla hljómsveitin sem margir höfðu ekki trú á, virðist vera búin að sýna sig og sanna. Þriðja plata Nylon á jafnmörgum árum kemur út á laugardaginn. Þessi plata er öðruvísi en hinar að því leyti að hún er öll á ensku. „Okkur finnst þessi plata vera svona rjóminn ofan á kökunni. Á plötunni eru bæði ný lög og svo þau lög sem við héldum mest upp á af hinum tveimur plötunum. Við erum búin að endurútsetja og laga öll lögin til,“ segir Steinunn Camilla þegar blaðamaður hitti stelpurnar í Laugum þar sem þær voru við æfingar fyrir útgáfutónleikana sem haldnir verða á laugardaginn í Smáralindinni. Platan nefnist Nylon og er einnig gerð til útgáfu á Bretlandsmarkaði þar sem hún mun koma út fyrri part næsta árs. „Við erum mjög ánægðar með þessa plötu enda fengum við að vinna með frábæru fólki. Þegar við hlustum á fyrstu plötuna liggur við að maður roðni. Við erum búnar að þroskast svo mikið á stuttum tíma, bæði söngurinn og framkoman,“ segir Alma glöð í bragði. Stúlkurnar hafa sungið með mörg- um af vinsælustu hljómsveitum Bretlands á borð við Westlife, Girls Aloud, McFly og nú síðast X-factor hljómsveitinni Journey South sem er að gera það gott í Bretlandi. Stelpurnar eru sammála um að seinni túrinn í ferðalaginu hafi verið mun auðveldari. „Við vorum ekki lengur nýju stelpurnar heldur vissum nákvæmlega hvað við vorum að fara út í. Þegar við vorum með Westlife var allt svo nýtt og við vorum pínu feimnar en það er runn- ið af okkur núna,“ segir Klara. „Það sem kom okkur mest á óvart þegar við komum út var þessi aðdáendamenning í Bret- landi. Þar þorir fólk á öllum aldri að vera einlægir aðdáendur, hug- tak sem varla er til á Íslandi,“ segir Emilía og bætir því við að á Íslandi þykir það ekkert sérstak- lega töff að vera aðdáandi. Klara tekur í sama streng og segir að þetta hafi komið þeim spánskt fyrir sjónir fyrst um sinn að sjá konur á besta aldri öskra á eftir Westlife-strákunum. „Við Íslend- ingar erum bara svo lokuð þjóð og það er sjaldgæft að einhver þori að dansa og öskra á tónleikum ef enginn annar gerir það. Það eru Bretarnir svo sannarlega ekki.“ Stúlkurnar eiga meira að segja einn afar einlægan aðdáanda sem þær minnast á. „Það er strákur á okkar aldri sem veit allt um okkur. Hann mætti baksviðs á eina tón- leikana og fékk eiginhandarárit- anir. Hann heilsaði okkur öllum með nöfnum og var mjög almenni- legur,“ segir Steinunn og vill meina að ekki hafi þær ennþá lent í einverjum óþægilegum aðstæð- um með aðdáendum. „Það eru allir mjög almennilegir og margir sem nefna það hvað þeim finnst gaman hvað við erum náttúrulegar og niðri á jörðinni. Það er æðislegt að heyra því það er nákvæmlega það sem við erum og gott að það hafi komist til skila,“ segir Klara. Tónlistarbransinn einkennist oft af miklu partílíferni og sukki en stúlkurnar segjast ekki hafa kynnst því. „Auðvitað kíkjum við stundum í eftirpartí eftir tónleika en við erum allar mjög rólegar og förum í bíó frekar en að fara út að dansa þegar við erum í fríi,“ segir Steinunn og stúlkurnar eru sam- mála. „Við erum líka alltaf á ferð- inni, við erum búnar að keyra 10.000 mílur á síðustu fimm vikum og erum því bara fegnar að vera uppi á hóteli að horfa á sjónvarpið þegar við getum,“ segir Emilía. „Ég var að reikna það út að síðan við fórum út í byrjun þessa árs erum við búnar að vera sam- fleytt úti í sex mánuði,“ segir Steinunn, sem í Bretlandi er þó kölluð Camilla sem er hennar millinafn. Það er greinilegt að fjarveran frá fjölskyldu og vinum tekur á stelpurnar en þær segja þó að þetta venjist. Stúlkurnar eru allar á föstu og er Emilía meira að segja á leiðinni upp að altarinu næsta sumar. „Já, ég er búin að vera trúlofuð í eitt ár en það kom frétt um það nýlega í DV sem fór inn á aðdáendasíðu okkar úti og allir búnir að vera að óska mér til hamingju, ári of seint,“ segir Emilía hlæjandi. „Sko, kærastar okkar eru búnir að vera algjörar hetjur. Ég sæi mig í anda vera heima á meðan hann væri úti í partíum og að syngja á tónleikum meiripart árs. Ég væri sko ekki neitt sérstaklega sátt,“ segir Klara brosandi og hinar stúlkurnar taka í sama streng. Stúlkurnar hlakka mjög mikið til að koma fram á Íslandi á ný en á áðurnefndum tónleikum í Vetrar- garðinum verður ókeypis inn fyrir alla. „Þetta verður æði og gaman að leyfa fólki að sjá hvað við erum búnar að vera að brasa í útlöndum. Heima er alltaf best,“ segir Alma að lokum. Breskir aðdáendur stúlknanna hafa svo sannarlega rétt fyrir, það eru engir stjörnustælar hjá Nylon og þær Alma, Klara, Emilía og Steinunn eru með báða fætur fast á jörðinni. Undirbúningurinn fyrir brúðkaup Toms Cruise og Katie Holmes heldur áfram en Ítalir ráða sér vart fyrir kæti yfir því að stjörnupar- ið skyldi velja landið þeirra eftir allt fjaðra- fokið í kringum hugs- anlegt brúðkaup Ang- elinu Jolie og Brad Pitt við Como-vatnið. Íslandsvinirnir í Ekstrablaðinu danska greina frá því í netút- gáfu sinni að Katie Holmes hafi farið í smá verslunarleiðang- ur í Hollywood á þriðju- daginn og keypt sér æsandi undirföt, náttföt handa sér og manni sínum, Tom Cruise, auk nokkurra efnislítilla nærbuxna fyrir brúðkaupið en talið er að kostnaðurinn við þessi „náttfatakaup“ hafi hlaup- ið á hundruðum þúsunda. Á vefsíðunni MSNBC er síðan haft eftir starfs- manni verslunarinnar La Bra Lingerie, þar sem Holmes er sögð hafa verslað, að nærfötin hafi alls ekki verið „jómfrú- arleg“. „Enda varla við hæfi þegar hún er einu sinni orðin móðir,“ sagði starfs- maðurinn. Nærvera Toms Cruise hefur hleypt öllu í bál og brand í miðborg Rómar en leikarinn undirbýr nú brúðkaupið við Braccaiano-vatnið af kappi ásamt móður sinni. Fjöldi æstra aðdáenda vakir og sefur fyrir framan Hass- ler-hótelið, þar sem Cruise er sagður dvelj- ast, í veikri von um að sjá leikarann smávaxna en öryggis- verðir og lögregla varna öllum sem ekki eiga brýnt erindi inn á hótelið inn- göngu. Samkvæmt erlendum fréttaveitum er talið líklegt að athöfnin fari fram í gömlum mið- aldakastala við vatnið á laugardag- inn en kostnaður við brúkaupið er talinn hlaupa á sjö hundruð millj- ónum íslenskra króna og má reikna með að fjöldi fyrirmenna verði viðstaddur þegar þau Holmes og Cruise ganga í það heilaga. Allt að verða klárt fyrir Cruise og Holmes Útgáfutónleikar söngkonunnar Guð- rúnar Árnýjar verða haldnir í Frí- kirkjunni í Reykjavík í kvöld klukk- an 20.00. Þar flytur Guðrún lög af fyrstu sólóplötu sinni, Eilíft augna- blik, sem kom út nú í vikunni. Einvalalið hljóðfæraleikara leikur undir á tónleikunum, m.a. fjögurra manna strengjasveit. Ásamt Guðrúnu koma fram þeir Jón Jósep Sæbjörnsson og Edgar Smári Atlason en báðir syngja þeir dúetta með henni á nýju plötunni. Þess má geta að um undirleik á plötunni sér Sinfóníuhljómsveitin í Bratislava ásamt landsliði íslenskra hljóðfæraleikara. Miðasala á tón- leikana fer fram á frostid.is og í verslunum Skífunnar. Guðrún í Fríkirkjunni Þúsundir aðdáenda njósnara henn- ar hátignar, 007, söfnuðust saman við Leicester-torg þegar nýjasta James Bond-myndin Casino Royale var frumsýnd í London. Auk aðalleikara myndarinnar mættu meðal annars til athafnar- innar Elísabet Englandsdrottning og hertoginn af Edinborg. „Ég er mjög spenntur,“ sagði Daniel Craig, sem hefur fengið góða dóma fyrir hlutverk sitt sem Bond. „Svona hlutir gerast bara einu sinni á ævinni og ég ætla að reyna að njóta þess.“ Myndin byggir á fyrstu skáld- sögu Ians Fleming um Bond frá árinu 1953. Hvorki tækjameistarinn Q né hinn vinsæli einkaritari Bonds, Miss Moneypenny, sjást í myndinni. Casino Royale frumsýnd í London
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.