Fréttablaðið - 16.11.2006, Page 94

Fréttablaðið - 16.11.2006, Page 94
 Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, sagði í upphafi árs- ins upp samningi sínum við Íslandspóst sem var eina fyrir- tækið sem styrkti A-landslið kvenna sérstaklega. KSÍ nýtti sér uppsagnarákvæði í samningnum við fyrirtækið. Árni Árnason hjá Íslandspósti staðfesti þetta við Fréttablaðið í gær. Að sögn Árna var samningur- inn upp á 2,5 milljónir á ári ásamt því sem Íslandspóstur stóð straum af kostnaði við birtingar stór- skemmtilegra auglýsinga stúlknanna fyrir landsleiki. Árni segir að ákvörðun KSÍ að rifta samningnum hafi komið fyr- irtækinu á óvart en KSÍ gaf þær skýringar að þeir væru að breyta styrkjakerfinu og allir styrktarað- ilar væru þannig að styrkja alla hjá KSÍ. Þessar fréttir koma nokkuð á óvart í ljósi þess að í yfirlýsingu sem KSÍ sendi frá sér fyrir skömmu sé raunveruleikinn sem blasi við sambandinu sá að litlar tekjur séu af starfsemi kvenna- landsliðsins og þeir litlu peningar sem komi inn í starfið séu í formi styrkja. Rekstur kvennalandsliða Íslands sé þar af leiðandi að mestu greiddur af tekjum A-landsliðs karla. KSÍ hefur verið óviljugt til að gefa upp hversu mikið af styrkjum sambandsins renni til kvenna- landsliðanna en það skýtur óneit- anlega skökku við að KSÍ skuli afþakka milljónatekjur til A- landsliðs kvenna á meðan „litlar sem engar tekjur“ eru af starf- seminni eins og segir í yfirlýsingu sambandsins frá 30. október síð- astliðnum. Upphæðin sem Íslandspóstur greiddi til A-landsliðs kvenna er fjórðungur af því sem kostaði að reka kvennalandsliðið árið 2005. Kostnaður við landsliðið var rúmar 10 milljónir króna og heild- arkostnaður vegna allra kvenna- landsliða var um 21 milljón króna. Fréttablaðið hefur ítrekað farið fram á rökstuðning frá KSÍ um hversu mikið af styrktarfé sam- bandsins, sem meðal annars kemur frá UEFA, FIFA, ÍSÍ og sjö sterkum samstarfsaðilum KSÍ, renni til kvennalandsliðanna en erindum blaðsins hefur ekki verið svarað. KSÍ sagði upp samningi við Íslandspóst í byrjun ársins og gaf þar með frá sér 2,5 milljónir sem hefðu runnið beint í vasa A-landsliðs kvenna. Það er fjórðung- ur af því fé sem kostaði að reka kvennalandsliðið árið 2005. Enska götublaðið The Sun sagði frá því í gær að Heiðar Helguson væri tilbúinn að yfir- gefa Fulham og fara aftur til Wat- ford. Heiðar var á sínum tíma keyptur til Fulham frá Watford fyrir um 1,3 milljónir punda fyrir rúmu ári. Heiðar hefur lítið fengið að spreyta sig á þessari leiktíð og aðeins spilað tvo heila leiki með Fulham það sem af er en Chris Coleman, stjóri Fulham, hefur breytt leikaðferð liðsins á þess- ari leiktíð frá þeirri síðustu og spilar nú bara með einn fram- herja í stað tveggja áður. Fréttablaðið hafði samband við Heiðar í gær og spurði hann hvort eitthvað væri til í þessari frétt. „Ég er alveg rólegur yfir þessu. Ég veit að ég kem til með að fá mitt tækifæri. Það er bara að bíða eftir því tækifæri og grípa það.“ Heiðar bætti því við að engin illindi væru á milli hans og framkvæmdastjórans, Chris Coleman. Heiðar lék við góðan orðstír hjá Watford á sínum tíma en hafði ekkert heyrt af áhuga liðsins núna. „Ég hef ekki heyrt neitt, ekki nokkurn skapaðan hlut. Þessi umræða var líka í gangi fyrir þremur mánuðum,“ sagði hinn 29 ára gamli Heiðar og var greinilega mjög rólegur yfir þessu öllu saman. Heiðar lék 197 leiki fyrir Wat- ford á tæpum fimm árum og skoraði 64 mörk. Heiðar átti sitt besta tímabil með Watford 2004- 2005 þegar hann skoraði 20 mörk í næstefstu deildinni á Englandi. Ekkert til í þessum orðrómi Gæti þurft að leggja niður handboltann Sandor Vargas, ráðgjafi Andriy Shevchenko, sóknarmanns Chelsea, segir að leikmaðurinn sé ánægður hjá Chelsea og vilji enda ferilinn sinn hjá félaginu. „Shevchenko velti þessari sölu fyrir sér í tvö ár og honum snýst ekki hugur núna. Hann tjáði mér að hann langi til að enda feril sinn á Englandi,“ sagði Vargas en Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, lét hafa eftir sér á dögun- um að Shevchenko vildi koma aftur til AC Milan. „Shevchenko kann vel við sig á Englandi, honum líkar vel við Chelsea og hann er staðráðinn í að standa sig. Sögusagnir um endurkomu í ítalska boltann eru fjarri sannleikanum. Shevchenko vill að sonur hans vaxi úr grasi og hljóti menntun á Englandi.“ Ánægður hjá Chelsea Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er sannfærð- ur um að Cristiano Ronaldo, leikmaður liðsins, hafi þroskast mikið og sé hættur öllum leikaraskap. „Það er augljóst að Ronaldo hefur þróað og bætt sinn leik, einfaldlega vegna þess að hann er að þroskast,“ sagði Ferguson og bætti við að samherjar Ronaldo eigi sinn þátt í því. „Samherjar hans hafa leiðbeint honum og það hjálpar. En það eru enn leikarar í boltan- um sem munu aldrei breytast, alveg sama hvað framkvæmda- stjórar þeirra segja við þá.“ Hættur öllum leikaraskap Búist er við því að AC Milan muni reyna að kaupa króatíska sóknarmanninn Igor Budan í janúar. Budan er 26 ára gamall, leikmaður Palermo en er í láni hjá Parma og hefur skorað sex mörk í síðustu sex leikjum liðsins. Budan var á dögunum valinn í króatíska landsliðið í fyrsta sinn. „Ég hef verið að skora mörk fyrir Parma, ég er í landsliðinu og ég hef heyrt að AC Milan hafi áhuga á mér. Það er alls ekki slæmt. Ég verð samt að taka þetta skref fyrir skref. Ég myndi frekar vilja vera hjá Parma út þetta tímabil,“ sagði Budan. „Ég er með samning við Palermo til ársins 2010 og Palermo mun líklega spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og það skiptir miklu máli.“ AC Milan á eft- ir Igor Budan Adriano hefur engan áhuga á að yfirgefa Inter Milan ef marka má umboðsmann leik- mannsins, Gilmar Rinaldi. Adriano fór mjög illa af stað á þessari leiktíð og var sendur í frí til heimalandsins fyrr á þessu tímabili. Adriano hefur verið orðaður við brasilíska liðið Flamengo og nokkur lið á Spáni að undanförnu en Rinaldi neitar alfarið þessum sögusögnum. „Adriano líður mjög vel, hann er ekkert stressaður og er mjög einbeittur á æfingum. Ég hef verið með honum í nokkra daga og við höfum talað mikið saman. Ég hef líka rætt við stjórnarmenn hjá Inter og við ræddum hvorki um leikmannamarkaðinn né hugsanlega sölu á Adriano,“ sagði Rinaldi. Vill vera áfram hjá Inter Milan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.