Fréttablaðið - 16.11.2006, Síða 96

Fréttablaðið - 16.11.2006, Síða 96
DHL-deild kvenna Þýska úrvalsdeildin Danska úrvalsdeildin Undankeppni EM 2008 Vináttulandsleikir Jóhann B. Guðmundsson hefur endurnýjað samning sinn við sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS til næstu tveggja ára en það staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, við Frétta- blaðið í gær. Sjálfur segist hann vera hæstánægður með samning- inn sem og veruna hjá GAIS sem er í Gautaborg. „Það er mjög vel að öllu staðið hjá þessu félagi og mér gekk vel í sumar þegar ég var að spila,“ sagði Jóhann. „Það eru því allir sáttir.“ Hann missti af síðustu fimm leikjum tímabilsins vegna meiðsla en hafði þá þegar misst af nokkr- um leikjum um mitt tímabilið vegna annarra meiðsla. Í síðara skiptið sleit hann liðband á innan- verðu vinstra hnénu en er nú óðum að ná sér. „Ég var einmitt að koma af minni fyrstu æfingu í langan tíma þar sem ég spilaði fótbolta af full- um krafti. Ég hef nú aldrei lent í vandræðum með hnén áður en finn það að ég er ekki orðinn 100 prósent góður. En þetta er allt á réttri leið.“ GAIS voru nýliðar í sænsku úrvalsdeildinni í sumar og áður en tímabilið hófst bjuggust sænskir fjölmiðlar ekki við miklu af liðinu. Flestir spáðu þeir þeim botnsætið og fall aftur í 1. deildina. „Við enduðum í 10. sæti og vorum aldrei í neinni fallbaráttu,“ sagði Jóhann. „Enda var árangur- inn framar öllum björtustu vonum og allir hér mjög sáttir við sumar- ið. GAIS er litla félagið í Gauta- borg en þó margir sem halda með því.“ Liðið heldur áfram að æfa út mánuðinn en svo tekur við frí fram yfir áramót. Jóhann gekk til liðs við félagið fyrir ári en lék þar áður í tvö ár með Örgryte sem lenti einmitt í neðsta sæti úrvals- deildarinnar í haust. „Það var því kannski bara ágætis tímasetning að fara frá félaginu í fyrra,“ sagði hann og hló. En áður en GAIS kom til sögunnar skoðaði hann það alvarlega að koma aftur heim til Íslands. „Við ákváðum bara að kýla á þetta hjá GAIS og sjáum ekki eftir því. Það kom svo aftur til greina nú í haust að koma aftur heim en okkur fjölskyldunni líður vel hér í Svíþjóð og viljum vera hér aðeins lengur,“ sagði Jóhann, sem er 29 ára gamall. Jóhann samdi við GAIS til tveggja ára Sebastian Deisler verður í leikmannahóp Bayern München í fyrsta sinn í átta mánuði um helgina þegar Bayern München mætir Stuttgart, sem situr í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Deisler hefur verið frá vegna hnémeiðsla. Deisler er 26 ára gamall og hefur misst af tveimur síðustu heimsmeistaramótum vegna alvarlegra hnémeiðsla en auk þess hefur hann glímt við þunglyndi sem haldið hefur honum frá keppni um tíma. „Deisler hefur verið góður síðustu vikur og finnur ekki fyrir eymslum í hnénu lengur,“ sagði Felix Magath, þjálfari Bayern München, en liðið hefur farið illa af stað í deildinni á þessu tímabili. Deisler óðum að koma til Svo gæti farið að Xavi, miðjumaður Barcelona, verði klár í slaginn gegn Mallorca á sunnudaginn. Xavi hefur misst af síðustu þremur leikjum Barce- lona og auk þess missti hann af leik Spánverja í gær, gegn Rúmeníu. „Það eina sem vantar upp á hjá Xavi er leikjaform. Þegar leikmaður missir svona mikið úr þá er alltaf hætta á að vöðvinn rýrni,“ sagði Ricard Pruna, læknir Barcelona. Ef Xavi nær ekki leiknum gegn Mallorca þá ætti hann pottþétt að verða klár í leikinn gegn Levski Sofia, en þann leik verður Barcelona að vinna ef liðið á að komast áfram í Meistara- deild Evrópu. Edmilson og Andres Iniesta eru einnig meiddir og þeir verða að öllum líkindum klárir fyrir leikinn gegn Levski Sofia. Xavi að verða klár í slaginn Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld að þrír leikmanna handboltaliðs Þróttar úr Vogum hefðu ekki mætt í lyfja- próf eftir leik liðsins gegn Stjörnunni í SS-bikarnum. Samkvæmt fréttinni hurfu leikmennirnir þrír úr húsinu áður en leiknum lauk. Leikmennirnir eiga tveggja ára keppnisbann yfir höfði sér verði þeir fundnir sekir um að hafa viljandi skrópað í prófinu. Mættu ekki í lyfjapróf Haukar og Stjarnan áttust við á Ásvöllum í gær en bæði lið voru með tíu stig í DHL- deild kvenna fyrir leikinn. Stjarn- an á þó tvo leiki inni og hélt sínu striki þar sem liðið vann tveggja marka sigur í gær, 28-26. Stjörnustúlkur náðu fljótt und- irtökunum í leiknum en leikmenn Hauka misstu þær þó aldrei langt undan. Þær komust reyndar yfir í stöðunni 12-11 en Stjarnan skor- aði síðustu fjögur mörk hálfleiks- ins og staðan því þá 15-12. Vörn og markvarsla beggja liða var mistæk en þó átti Flor- entina Grecu sína spretti í Stjörn- umarkinu. Það var ekki fyrr en að Bryndís Jónsdóttir kom inn á í mark Haukanna í síðari hálfleik að markvarslan fór að skila sér í liði heimamanna. Þegar tólf mín- útur voru eftir var Stjarnan með þægilega fimm marka forystu en skoraði svo ekki mark á átta mín- útna kafla, meðal annars vegna góðrar markvörslu Bryndísar. Haukar nýttu sér markvörsl- una til að minnka muninn og varð hann aðeins eitt mark þegar Anna Blöndal skoraði mark úr horninu. En þegar tvær mínútur voru til leiksloka skoraði Elísabet Gunn- arsdóttir af línunni og fiskaði um leið leikmann Hauka út af, og gerði það útslagið fyrir gestina. Niðurstaðan varð svo tveggja marka sigur, sem fyrr segir. „Sigurinn er mjög sætur, sér- staklega þar sem við hleyptum þeim aftur inn í leikinn undir lokin. Ég er mjög sáttur við stigin tvö í dag,“ sagði Aðalsteinn Eyj- ólfsson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok. Leikstjórnandinn Rakel Bragadóttir dró vagninn fyrir Stjörnuna og skoraði átta mörk. Jóna Margrét Ragnarsdóttir og Anna stóðu einnig fyrir sínu sem og fleiri leikmenn liðsins. „Það var afar mikilvægt að vinna Haukana á útivelli. Það sýnir að við höfum tekið út ákveð- inn þroska frá síðasta tímabili. Það er komið sjálfstraust, vilji og geta í liðið sem hefur verið að skila okkur stigum. Við áttum möguleika tvisvar eða þrisvar í leiknum að stinga þær af en gerð- um það ekki og það nýttu Haukarn- ir sér enda margir reyndir og góðir leikmenn þar,“ sagði Aðal- steinn. „En þetta snerist fyrst og fremst að sigrast á hefðum og grýlum og að koma okkur í þann gír að við getum náð þeim mark- miðum sem við settum okkur.“ Þær Sandra Stojkovic og Ramune Pekarskyte voru lang- mest áberandi í leik Haukanna og liðu aðrir leikmenn fyrir það. Tveir bestu leikmenn liðsins í gegnum árin, Harpa Melsted og Hanna G. Stefánsdóttir, voru í algeru aukahlutverki í sóknar- leik liðsins og þarf að virkja þær í sókninni ætli Haukar sér að vinna stóra sigra í vetur. Liðið hefur þegar tapað fjórum leikj- um sem gæti reynst þeim afar dýrkeypt. Stjarnan vann mikilvægan útisigur á Haukum í DHL-deild kvenna í gærkvöldi. Niðurstaðan var tveggja marka tap Hauka og það fjórða það sem af er tímabili. Holland tók á móti Eng- landi í vináttulandsleik í gær- kvöld. Biðu margir spenntir eftir því að sjá hvernig Englendingum myndi reiða af í leiknum eftir slakt gengi upp á síðkastið en spilamennska liðsins hefur verið það slök að sumir hafa viljað sjá Steve McClaren stíga nú þegar úr þjálfarastóli. Það var fínn bragur á leik enska liðsins í fyrri hálfleik í gær og þeir leiddu í leikhléi, 1-0, með marki Waynes Rooney. Englend- ingar náðu ekki að halda dampi í síðari hálfleik þar sem Hollend- ingar voru mun sterkari. Heima- menn uppskáru sanngjarnt jöfn- unarmark frá Rafael Van Der Vaart og þar við sat. „Við erum mjög svekktir með að hafa ekki unnið þennan leik. Við fengum fjöldamörg tækifæri og hefðum með réttu átt að klára leikinn,“ sagði McClaren í leiks- lok. „Annars sýndum við fínan karakter, litum út eins og lið og þetta eru bestu 90 mínúturnar hjá þessu liði undir minni stjórn.“ Batamerki á leik Englendinga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.