Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.11.2006, Qupperneq 98

Fréttablaðið - 16.11.2006, Qupperneq 98
 Alex Black, umboðsmað- ur Alan Smith, hefur látið hafa eftir sér að leikmaðurinn muni ekki yfirgefa Manchester United, en Smith hefur fengið leyfi til að yfirgefa Manchester United að láni og hafa nokkur lið sýnt honum áhuga. „Smith er ekkert að fara neitt. Manchester United hefur látið hann fá sérstakt æfingapró- gramm. Hann mun vera áfram hjá Manchester United og hann er búinn að ræða málin við sir Alex Ferguson,“ sagði Black. Sagt var frá því að Leeds, félagið sem Smith lék með áður, hafi haft áhuga á Smith en Black sagði að Manchester United hafi aldrei gefið Leeds leyfi til að ræða við leikmanninn. Verður áfram hjá Man. Utd Njarðvík mætir úkra- ínska liðinu Cherkaski í Evrópu- keppninni í körfubolta í kvöld. Leikurinn í kvöld er heimaleikur Njarðvíkur en hann verður þó leikinn í íþróttahúsi Keflavíkur. Þetta er annar leikur liðsins í Evrópukeppninni á þessari leik- tíð og sá fyrsti á heimavelli. Njarðvík tapaði fyrsta Evrópu- leiknum á tímabilinu á útivelli gegn rússneska liðinu Samara, 101-80. „Við vitum ekkert um þetta úkraínska lið. Nema bara það að þeir hafa tvo Bandaríkjamenn sem eru mjög sterkir og líka tvo spræka leikmenn frá Litháen. Það er það eina sem við vitum. Þetta er svipað og í Rússlandi um daginn, rennum blint í sjóinn,“ sagði Halldór Karlsson, fyrirliði Njarðvíkur, þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. Heimavöllur Njarðvíkinga uppfyllir ekki þau skilyrði sem Fibaeurope setur fyrir þessa keppni og því verður Njarðvík að leika heimaleiki sína í íþróttahúsi erkifjendanna í Keflavík. „Ég skil reyndar ekki af hverju. Njarðvík fékk ekki leyfi fyrir sínum velli af því að hann er of stuttur en í Rússlandi gátum við ekki farið í sturtu og ekki farið á klósettið heldur. Þessar aðstæður í Rússlandi voru ótrúlegar. Þetta var hörmung. Gólfið var fínt en allur aðbúnaður var alveg fárán- legur,“ sagði Halldór en hann bjóst ekki við því að það hefði mikil áhrif á liðið að spila í íþróttahúsi Keflavíkur. „Við erum búnir að æfa þar upp á síðkastið en auðvitað vild- um við spila í okkar húsi. Þetta er líka minn gamli heimavöllur. Mér sýnist líka Brenton og Ivey hitta alveg jafnvel í Keflavík og í Njarðvík,“ sagði Halldór og bætti því við að það væri stutt fyrir stuðningsmenn Njarðvíkur að fara yfir til Keflavíkur. Leikur- inn hefst klukkan 19.15. Heimaleikurinn verður í Keflavík Jón Arnór Stefánsson hefur ekki byrjað eins vel hjá sínu nýja liði á Spáni, Pamesa Valencia, eins og hann hefði helst kosið. Tví- vegis hefur hann orðið fyrir meiðslum sem hafa haldið honum að mestu á hliðarlínunni. „Ég hef verið skelfilega óhepp- inn á stærstum hluta tímabilsins,“ sagði hann í samtali við spænska dagblaðið Marca í gær. „Meiðslin hafa gert það að verkum að ég hef ekki getað spilað reglulega með liðinu sem er afar slæmt fyrir leikmann sem er nýr hjá félag- inu,“ sagði Jón Arnór. Hann er þó orðinn klár í slaginn á nýjan leik og ætlar sér að rétta úr kútnum. „Líkamlega er ég orð- inn 100 prósent klár. Það er ljóst að ég þarf að flýta mér hægt þegar kemur að því að koma mér aftur í leikform en líkamlega líður mér mun betur.“ Jón Arnór lék í tæpar 19 mín- útur með Pamesa Valencia um helgina er liðið tapaði illa fyrir Gran Canaria á útivelli, 79-55. Hann skoraði fimm stig í leiknum og hitti úr tveimur skotum af sex. Hann tók tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu. Hann segist þó vera sáttur við veruna á Spáni enda sé deildin góð. „Öll liðin í deildinni eru erfið og allir geta unnið alla. Þetta er án efa besta deildin í Evrópu.“ Hef verið skelfilega óheppinn Valencia er sagt hafa áhuga á að kaupa Jose Reina, markvörð Liverpool, til að taka við af Santiago Canizares, markverði liðsins. Canizares er 36 ára gamall en hann skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við Valencia. Varamaður Canizares er franskur markvörður að nafni Ludovic Butelle, 23 ára, en félagið vill kaupa reyndari mark- vörð til að keppa við Canizares um markmannsstöðuna. Amadeo Carbone, íþróttafulltrúi Valencia, hefur þegar lýst því yfir við umboðsmann Reina að félagið vilji kaupa leikmanninn. Umboðsmaður Reina er einnig umboðsmaður Rafa Benitez og hefur átt gott samband við Valencia í gegnum tíðina. Reina er hins vegar samningsbundinn Liverpool til ársins 2009. Valencia vill kaupa Reina Spretthlauparinn Asafa Powell frá Jamaíku og hlaupa- drottningin Sanya Richards frá Bandaríkjunum voru valin frjálsíþróttafólk ársins við hátíðlega athöfn í Mónakó á dögunum. Sanya Richards átti frábært tímabil og bætti til að mynda 22 ára gamalt bandarískt met í 400 metra hlaupi á árinu. Hún hafði algjöra yfirburði í 400 metra hlaupi á árinu og vann 15 hlaup í röð á þessu ári. Asafa Powell jafnaði heims- metið í 100 metra hlaupi tvívegis á árinu en hann á sjálfur heims- metið ásamt landa sínum, Justin Gatlin. Bæði Powell og Richards unnu hlut í Gullpotti Alþjóðafrjáls- íþróttasambandsins á þessu ári. Powell og Richards kjörin Sá orðrómur að búið væri að selja Helga Sigurðsson til Vals var orðinn sterkur í gær og gengu menn svo langt að halda því fram að hann yrði tilkynntur sem leik- maður Vals í dag. Brynjar Jóhann- esson, framkvæmdastjóri rekstr- arfélags meistaraflokks Fram, vísar þessum sögusögnum á bug og segir ekkert hæft í þeim. „Það er ekkert frágengið og ekkert tilboð komið í hann í dag. Við fengum tilboð frá Val upp á tvær milljónir fyrir löngu síðan en því var hafnað. Staðan er því að mestu leyti óbreytt,“ sagði Brynj- ar við Fréttablaðið seinni partinn í gær. Brynjar segist gera sér vel grein fyrir áhuga Vals en það sé þó langur vegur frá því að menn sitji sveittir við samningaborðið og reyni að ná saman. „Við gáfum skýran tón í byrjun og ef af því verður að hann fari þá verður það ekki ódýrt. Hann situr frekar uppi í stúku ef hann neitar að spila. Við látum hann ekki öðru- vísi en við fáum gott verð fyrir hann,“ sagði Brynjar sem hefur verið í sambandi við Helga upp á síðkastið enda virðist mesti æsingurinn runninn af mönnum. „Það eru engin leiðindi á milli mín og Helga. Menn gera sér bara grein fyrir stöðunni og hún er sú að hann er ekkert að fara að spila fyrir okkur aftur. Á móti kemur að hann fer ekki nema fyrir rétta upphæð og Helgi skilur það.“ Önnur saga sem hefur verið í gangi er sú að Fram hafi hafnað fimm milljóna króna tilboði frá Val. Brynjar segir hana ekki sanna enda væri erfitt að segja nei við slíku boði. „Við höfum ekki fengið slíkt til- boð og ég hef ekki trú á að menn myndu hafna slíku boði. Við værum orðnir helvíti ríkir ef við gætum hafnað slíku boði. Ég hef ekki tekið eftir því að við séum það ríkir,“ sagði Brynjar og tekur fram að félagið muni ekki setja þau skilyrði að hann fari ekki til annars liðs í efstu deild. Félagið myndi ekki heldur setja neinar klausur um að hann mætti ekki spila gegn Fram. Sögusagnir þess eðlis að Valur sé búið að kaupa Helga Sigurðsson af Fram eru orðum auknar. Ekkert formlegt tilboð hefur komið nýlega í Helga sem er þó falur á um fimm milljónir króna. Helgi er enn harður á að yfirgefa félagið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.