Fréttablaðið - 16.11.2006, Side 104
Ég er frábær. Um þessa stað-reynd er víðtæk sátt í samfélag-
inu. Að minnsta kosti heima hjá mér.
Að minnsta kosti kannski þegar mér
hefur tekist að loka klósettsetunni
nokkra daga í röð.
þykir ganga sturlun næst að ég
sé ekki spígsporandi um bæinn á
ofurlaunum eins og aðrir frábærir
menn. Ég skil bara ekkert í því af
hverju ég er ekki með, tja... segjum
eins og 10-20 millur á mánuði. Það
er nú ekki eins og það sé einhver
ofrausn miðað við frábærleika
minn, allavega ef ég ber sjálfan mig
saman við þá, sem samkvæmt blöð-
um og tímaritum – þótt ég trúi því
nú varla – eru í raun með þetta 10-20
millur á mánuði.
Haarde heldur kannski að ég
liggi andvaka í svitakófi á nóttunni
og öfundist út í ofurlaun frábærra.
Þetta er ekki alveg svo slæmt, en ég
segi stundum við Lufsuna að ég bara
nái því ekki afhverju ég er á mínum
lúsarlaunum en eitthvað lið út um
allan bæ á geðveikum ofurlaunum.
Hún tekur ekki þátt í öfund minni,
enda skráð í Sjálfstæðisflokkinn, og
segir að það sé fyrirtækjunum alveg
í sjálfsvald sett að borga þessu fólki
þessi sjúklegu laun. Þá fellur mér
kjaftstopp allur ketill í eld. Ég minn-
ist þess bara þegar ég var að vinna í
Landsbankanum. Þá voru Sverrir og
þessir karlar á kannski milljón á
mánuði og maður sá svo sem í gegn-
um fingur sér með það. Nú er launa-
munurinn orðinn svo mikill að mig
langar helst til að æla af skilnings-
leysi og skelfingu. Hvað vit er í
þessu? Sérstaklega þegar laun á
leikskólum, elliheimilum og svo
framvegis eru höfð til hliðsjónar.
meina: Sjáið nú bara þetta frá-
bæra fólk! Til að nudda salti í sárin
er þetta flest miklu yngra en ég, ein-
hverjir smjörgreiddir gleraugna-
glámar í jakkafötum. Ég skil ekki
hvernig er hægt að fúnkera í þessu
þjóðfélagi á launum sem eru eins og
að fá þrefaldan pott í lottóinu mán-
aðarlega. Aumingja fólkið hlýtur að
vera við það að missa vitið. Ég væri
allavega kominn á tæpasta vað með
alla þessa peninga flæðandi út um
allt. Hvernig kemur maður þessu
eiginlega í lóg? Það eru takmörk
fyrir því hvað maður nennir oft í
sólarlandaferð til Tahiti eða getur
komið mörgum tvöföldum ísskáp-
um með klakavél inn í eldhús. Þegar
tekið er með í reikninginn hversu
óendanlega leiðinleg ofurlauna-
djobbin líta út fyrir að vera fer nú
líka mesti glansinn af þessu.
niðurstaða er því þessi: hirðiði
bara ofurlaunin ykkar, ó þið frábæra
fólk. En ef ykkur vantar einhvern
tímann einhvern til að leysa ykkur
af, þó ekki væri nema í mánuð – jafn-
vel viku – þá er ég til.
Ofurlaunin mín
LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ ORATOR
- félag laganema við Háskóla Íslands
mmtudaga
milli 19:30 - 22:00 í síma 551-1012
F
í
t
o
n
/
S
Í
A