Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2006, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 23.11.2006, Qupperneq 6
Fullkomið skjól Timberland PRO softshell jakki 12.900 kr. Timberland PRO goretex úlpa 23.990 kr. Timberland PRO vatnsheld úlpa 7.900kr. Timberland PRO öryggisskór 13.990kr. SÆ B R A U T D ug g uv o g ur Súð arvo gur K na rr ar vo g ur Endurvinnslan VIÐ ERUM HÉR! ESSO Aðföng 14 verslanir – sjá www.esso.is Sími 560 3433 Knarrarvogi 4 Geir H. Haarde, for- sætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, segir mikil tíð- indi felast í störfum og niðurstöðum nefndar um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi. Nefndin, sem skipuð var í júlí á síðasta ári, skilaði ráðherra skýrslu sinni og frumvarpi að lögum í gær. Eins og sagt var frá í Frétta- blaðinu í gær gerir frumvarpið ráð fyrir að árleg framlög til stjórnmálaflokka megi að hámarki nema 300 þúsund krónum og að lykilupplýsingar úr uppgjörum flokkanna verði birtar. Sama máli gegnir um þátttöku fólks í próf- kjörum. Geir H. Haarde segir að með þessu sé dregið úr mögulegum ítökum fyrirtækja á starfsemi flokkanna. „Það er mikilvægt að koma í veg fyrir tortryggni og jafnvel möguleika fyrirtækja að kaupa sér pólitísk ítök. Þó að við í Sjálfstæðisflokknum höfum ekk- ert að fela í þessum efnum og höfum aldrei haft þá teljum við rétt að stíga þetta skref núna til að eyða allri tortryggni.“ Aðspurður segir Geir erfitt að fullyrða að þess séu dæmi að fyr- irtæki hafi reynt eða beinlínis keypt sér áhrif eða völd. „En það er alveg ljóst að það eru fjölmarg- ir aðilar í þjóðfélaginu sem hafa efnast það mikið, bæði einstakl- ingar og fyrirtæki, að það er lítið mál ef fólk hefur áhuga á því.“ Þar sem skorður eru reistar við frjálsum framlögum til stjórn- málaflokka verða framlög ríkisins hækkuð um 130 milljónir á ári. Bætist sú fjárhæð við þær 295 milljónir króna sem ríkið leggur nú þegar til flokkanna. Geir óttast ekki að svigrúm til starfsemi stjórnmálaflokka sé minnkað, þrátt fyrir að hömlur verði á frjálsum framlögum til þeirra. Áfram geti þeir aflað sér fram- laga hjá einstaklingum og fyrir- tækjum og auðvitað sé hægt að ná töluverðum upphæðum með þeim hætti. Stuðningurinn verði hins vegar dreifðari en áður. Alls geta einstaklingar styrkt stjórnmálaflokka um 400 þúsund krónur á ári, verði frumvarp nefndar forsætisráðherra að lögum. Auk 300 þúsund króna framlags getur fólk greitt félags- gjöld að flokkum og mega þau hæst nema 100 þúsund krónum á ári. Tortryggni um kaup pólitískra ítaka eytt Forsætisráðherra segir erfitt að fullyrða að fyrirtæki hafi keypt sér áhrif eða völd með framlögum til stjórnmálaflokka. Lög um fjármögnun stjórnmálastarfsemi eyði hins vegar tortryggni um slíkt. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekkert að fela. Alvarleg brot gegn lögum um fjármögnun stjórn- málastarfsemi geta varðað allt að sex ára fangelsi. Fyrir vægari brot, hvort sem er af ásetningi eða stórfelldu gáleysi, skal refs- að með fésektum. Þrettánda grein frumvarps- ins kveður á um þetta og er hún í samræmi við sambærilegar greinar í lögum um hlutafélög. Verði frumvarpið að lögum verður sveitarfélögum með fleiri en 500 íbúa skylt að veita fé til stjórnmálasamtaka sem fengið hafa að minnsta kosti einn mann kjörinn eða 2,5 pró- sent atkvæða í sveitarstjórna- kosningum. Sveitarfélögum með færri íbúa verður heimilt að gera slíkt hið sama. Þá er lögð til sú nýjung í veit- ingu styrkja til þingflokka, sem ráðast af þingstyrk, að stjórnar- andstöðuþingflokkar fá sérstök framlög. Er það gert til að jafna aðstöðumun stjórnar og stjórn- arandstöðu. Loks er gert ráð fyrir ríkis- stuðningi við fólk sem býður sig fram til embættis forseta Íslands. Geta þeir sem hljóta að minnsta kosti tíu prósent atkvæða sótt um styrki vegna kosningabaráttunnar. Skal styrk- urinn mæta persónulegum kostnaði frambjóðandans að frá- dregnum framlögum fólks og fyrirtækja. Það er mikilvægt að koma í veg fyrir tor- tryggni og jafnvel möguleika fyrirtækja að kaupa sér pólitísk ítök. Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykja- víkur fyrir þjófnað á ýmsum varningi úr matvöruverslunum. Meðal þess sem hann stal í nokkrum tilvikum voru 30 glös af kökudropum, auk mismunandi matvæla. Maðurinn hefur áður hlotið dóma vegna þjófnaðar. Með síðustu brotum rauf hann skilorð og með hliðsjón af sakarferli hans þótti ekki fært að skilorðs- binda refsinguna nú, þótt þjófnaðarbrot hans væru í öllum tilvikum smávægileg. Stal 30 glösum af kökudropum Þarmasýkingin Giardia Lamblia hefur greinst í fimm börnum á leikskólanum Hagaborg í Reykjavík. Sýkingin getur smit- ast með skítugu vatni og matvæl- um eða milli manna. Börnin geta verið einkennalaus svo vikum skiptir, en einkennin eru annars helst niðurgangur, en einnig lyst- arleysi, vindgangur og ógleði. Sig- ríður Sigurðardóttir, leikskóla- stjóri á Hagaborg, segir mesta vandann einmitt fólginn í hversu lúmsk sýkingin sé. „Börnin eru ekkert lasin og ekki með hita og því nokkuð erfitt að átta sig á þessu,“ segir Sigríður og hvetur foreldra til að láta skoða börnin hjá lækni, ef minnsti grunur er um sýkingu. Giardi-sýking er landlæg og smitast sérstaklega milli barna, því þau eiga til að trassa hand- þvott. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði Land- læknisembættis, segir að þetta sé velþekkt leikskólasmit og ekki við neinn að sakast, komi það upp. Foreldrar ættu að gæta þess að senda ekki börn með niðurgang á leikskólann, heldur fara með þau til læknis og fá sýklalyf. Helsta forvörnin gegn Giardi- sýkingu er góður handþvottur for- eldra og barna, einkum eftir hægð- ir og bleiuskipti. Þarmasýking á leikskólum Styður þú West Ham í ensku knattspyrnunni? Eru íslensku jöklarnir og eld- fjöllin meðal undra heims?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.