Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 10
Ísraelsher réðst á ný inn í tvo palestínska bæi á Gazasvæð- inu í gær, í því skyni að uppræta palestínska skæruliðahópa sem stunda það að skjóta sprengiflaug- um á ísraelska bæi handan landa- mæranna. Herinn settist um hús eins þingmanns Hamas-samtak- anna og lenti í hörðum skotbardög- um við herskáa Palestínumenn, að því er fulltrúar palestínskra yfir- valda greindu frá. Það sem gerði ástandið á Gaza enn alvarlegra fyrir íbúana var að Rauði krossinn ákvað að hætta allri starfsemi sinni þar í bili, í kjölfar þess að tveimur starfsmönnum þeirra var rænt þar. Þeir voru að vísu fljótlega látnir lausir aftur, en forsvarsmenn samtakanna töldu öryggi starfsmanna þeirra verða að vera betur tryggt. Átökin voru hörðust í bæjunum Beit Hanoun og Jebaliya nyrst á Gazasvæðinu. Það var í Beit Han- oun sem um fimmtíu herskáir Pal- estínumenn og að minnsta kosti sjö óbreyttir borgarar, þar á meðal konur og börn, létu lífið í hernað- araðgerð Ísraela fyrr í mánuðin- um. Bærinn var nær rústir einar er herinn fór aftur þaðan. Honum tókst þó ekki að binda enda á sprengiflaugaárásir Palestínu- manna. Fyrstu þrjár vikur nóvem- bermánaðar vörpuðu skæruliðar 155 flaugum inn í Ísrael. Í október voru þær 70 og 65 í september. Á fundi þjóðaröryggisráðs Ísra- els voru leiðandi ráðherrar ísra- elsku ríkisstjórnarinnar sammála um að tilgangslaust væri að efna til stórtækra hernaðaraðgerða gegn herskáum Palestínumönnum á Gaza nema þær aðgerðir væru liður í að framfylgja skýrum pólit- ískum markmiðum. Engin formleg samskipti hafa átt sér stað milli palestínsku heimastjórnarinnar og Ísraels- stjórnar síðan Hamas-samtökin tóku við forystunni í mars, í kjöl- far þess að samtökin komust í meirihluta á palestínska löggjaf- arþinginu. Mahmoud Abbas, for- seti Palestínumanna og leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar, sagðist í gær myndu halda áfram viðræð- um við Ismail Haniyeh, Hamas- leiðtoga og forsætisráðherra heimastjórnarinnar, um myndun samstjórnar Fatah og Hamas. Þar með virtist Abbas draga til baka yfirlýsingu sína frá því fyrr í vik- unni um að þær viðræður væru farnar út um þúfur. Mannréttindasamtökin Amn- esty International ítrekuðu í fréttatilkynningu í gær kröfu sína um að Sameinuðu þjóðirnar leiði umfangsmikla og óháða rannsókn á brotum gegn alþjóðlegri mann- úðarlöggjöf sem framin voru í átökum Ísrael og Líbanon í sumar. Ísraelsher efnir til nýs áhlaups á Gaza Til harðra bardaga kom í gær milli Ísraelshers og Palestínumanna í Beit Hanoun og Jebaliya á Gaza. Rauði krossinn er í bili hættur störfum á Gaza af öryggis- ástæðum. Þreifingar halda áfram um myndun samstjórnar Fatah og Hamas. Framkvæmdum við stækkun Hellisheiðar- virkjunar hefur verið frestað. Ástæðan er sú að Skipulagsstofnun telur að framkvæmdirnar við virkjunina séu ekki í samræmi við skipulagsáætlan- ir. „Það var ekki búið að gera þær nauðsynlegu breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi sem þurfti að gera til að sveitarfélagið Ölfus gæti veitt leyfi fyrir slíkum framkvæmdum. Á grundvelli þessara upplýsinga beindi Skipulagsstofnun þeim tilmælum til sveitarstjórnarinnar að framkvæmdir við virkjunina yrðu stöðvaðar,“ segir Stefán Thors skipulagsstjóri sem skrifaði bæjarstjóra Ölfuss bréf þess efnis hinn 9. nóvember síðastliðinn. Stefán segir að ábyrgðin í þessu máli liggi hjá sveitarfélaginu því það hafi heimilað framkvæmd- irnar án þess að hafa tilskilin leyfi. Til þess að framkvæmdir við virkjunina hefjist aftur þarf að breyta aðalskipulagi og deiliskipulagi virkjunarinn- ar að sögn Stefáns. Hann segir að það ferli taki um tvo til þrjá mánuði og munu framkvæmdir við virkjunina liggja niðri á meðan. Guðmundur Þóroddsson, framkvæmdastjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að fyrirtækið muni ekki bíða fjárhagslegt tjón af frestun framkvæmd- anna við virkjunina og að almennt séð hafi hún lágmarksáhrif á fyrirtækið. Framkvæmdunum frestað Umferðarþing 2006 fer fram í dag og á morgun. „Sú slysaalda sem riðið hefur yfir núna á seinni hluta ársins liggur eins og mara yfir þessu þingi,“ segir Karl Ragnars, forstjóri Umferðarstofu, sem setur þingið á Hótel Loftleiðum í dag. Alvarlegum slysum á Íslandi hefur fjölgað um 43,6 prósent fyrstu níu mánuði ársins í saman- burði við sama tíma í fyrra sam- kvæmt samantekt slysaskráning- ar Umferðarstofu. „Slysatíðni á fyrri helmingi ársins var mjög í takt við árið á undan en svo á seinni helmingi varð fjandinn laus.“ Fyrstu níu mánuði ársins hafa orðið 102 alvarleg slys og hafa 120 manns slasast í þeim. Í fyrra voru 107 alvarleg slys yfir allt árið. Alls hafa 25 látist í umferðinni það sem af er ári en í fyrra létust 19 í umferðarslysum. Engar skýring- ar liggja fyrir hvers vegna slysa- tíðnin hefur aukist með þessum hætti að sögn Karls. „Markmið umferðarþingsins er að varpa ljósi á stöðu umferðarör- yggismála með umfjöllun um hvernig þeim er háttað. Þetta er alhliða málfundur um umferðar- öryggismál þar sem verið er meðal annars að boða nýjar aðferðir og tækni.“ Að umferðarþingi standa sam- gönguráðuneytið, umferðarráð og Umferðarstofa og er þingið haldið annað hvert ár. Flutt verða fjöl- mörg erindi og í lok þings verða lagðar fram ályktanir. Lögreglumenn úr fíkniefnadeild lögreglunnar í Atlanta í Bandaríkjunum lentu í skotbardaga við 91 árs gamla konu þegar þeir réðust inn á heimili hennar, með húsleitar- heimild í höndunum. Lögreglumennirnir segjast hafa bankað á dyr um í gærmorg- un og gert grein fyrir sér áður en þeir brutu upp dyrnar. Konan var vopnuð byssu og særði þrjá lögreglumenn. Lögreglan skaut þá á móti og féll konan í valinn. Konan bjó ein í húsinu og frænka hennar segir aðgerðir lögreglunn- ar ástæðulausar. Níræð kona féll í skotbardaga Átján ára piltur var á miðvikudag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Austurlands. Pilturinn réðst, í félagi við annan, á mann á þrítugsaldri með höggum og spörkum á Eskifirði í júní á þessu ári. Hann stappaði meðal annars nokkrum sinnum á andliti fórnarlambsinns sem fékk glóðaraugu, augntóft brotnaði auk fleiri minni áverka. Hinn ákærði játaði brot sín skýlaust fyrir dómi en hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Því þótti við hæfi að skilorðsbinda refsingu hans. Sekur um að stappa á andliti Jólamarkaður á Garðatorgi Rekstarfélag Garðatorgs stendur fyrir götumarkaði á torginu á Aðventunni. Þeir sem áhuga hafa á að setja upp sölu- pg eða sýningarbása vinsamlegast hafi samband við Lárus i síma 861 4950.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.