Fréttablaðið - 23.11.2006, Side 11

Fréttablaðið - 23.11.2006, Side 11
SIMPLY CLEVER SkodaOctavia Terno Vegna hagstæðra samninga við Skoda verk- smiðjurnar getum við núna boðið takmarkað magn Octavia Terno með álfelgum, ABS hemla- læsivörn, rafmagni í rúðum, ASR spólvörn, aksturstölvu, hita í speglum o.fl. á aðeins 1.730.000 kr. SkodaFabia Terno Eigum fyrirliggjandi nokkra Skoda Fabia Terno með sparneytinni bensínvél og ríkulegum staðalbúnaði, m.a. sóllúgu, 14” álfelgum, aksturstölvu, leðurstýri og þokuljósum. Og verðið er aldeilis frábært, aðeins 1.540.000 kr. RUGLVERÐ 1.730.000 kr. Takmarkað magn! Vetrardekk fylgja öllum seldum bílum og sumardekkin í skottinu. Seltjarnarnesbær hafnaði nú nýlega tillögu Þyrp- ingar um 20 þúsund fermetra landfyllingu austanmegin á Nes- inu. Ingimar Sigurðsson, formaður skipulags- og mannvirkjanefnd- ar Seltjarnarnesbæjar, segir nið- urstöður viðræðna meirihlutans þá að þetta sé ekki gerlegt. „Við erum nýbúin að fara í gegnum umræðu um aðalskipulag og þar er ekki gert ráð fyrir landfylling- um af neinu tagi en skipulagið gildir til ársins 2024. Þá metum við viðhorf íbúanna sem svo að fylgi við landfyllingar sé ekki mikið meðal þeirra.“ Ingimar segir að eina óbyggða svæðið sem eftir er á Seltjarnar- nesinu sé landsvæði á Nesinu vestanverðu en þar er gert ráð fyrir útivistarsvæði samkvæmt deiliskipulagi. „Landfylling eins og sú sem tillaga Þyrpingar gerði ráð fyrir hefur óneitanlega áhrif á umhverfið og útsýni þó auðvitað séu skiptar skoðanir um aðgerðir eins og þessar.“ Ingimar segir þetta ekki í fyrsta sinn sem bæjarfélagið hafni landfyllingu en síðasta sumar fékk bæjarfélagið tillögu frá Klasa um að fylla upp í Bakka- víkina en þar var gert ráð fyrir 4.000 manna byggð. Þeirri tillögu var einnig hafnað. Engar landfyllingar á Nesinu Norskur dómstóll úrskurðaði í gær að kúrdíski múslimaklerkurinn Krekar verði gerður brottrækur frá Noregi og að svipta beri hann flóttamanna- stöðu hans þar í landi. Krekar hafði áfrýjað brottvís- unardómi sínum sem féll í borgar- dómi Óslóar í fyrra, en hann hefur búið í Noregi frá árinu 1991 sem flóttamaður. Krekar er stofnandi Ansar al-Islam hópsins, sem grunaður er um hryðjuverk í Írak. Dómarinn sagði að rétt hefði verið að vísa Krekar á brott, því hann ógnaði þjóðaröryggi Noregs. Lögmaður Krekar segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort áfrýjað yrði til hæstaréttar. Múslímaklerki vísað frá Noregi Ungur maður af erlend- um uppruna var í gær ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Maðurinn veittist að öðrum manni á veitingastaðnum Kaffi Viktor í desember, skallaði hann og sló með glerglasi í andlitið með þeim afleiðingum að hinn síðar- nefndi hlaut skurð á enni, neðan við vinstri nös og á neðri vör, auk þess sem hann marðist í andliti. Þess er krafist að árásarmaður- inn verði dæmdur til refsingar Að auki, að hann verði dæmdur til að greiða fórnarlambinu bætur upp á ríflega eina milljón króna, auk vaxta. Skallaði mann og sló með glasi Aðgerðir gegn skatt- svikum hafa verið til skoðunar í fjármálaráðuneytinu í tvö ár. Í desember 2004 skilaði starfs- hópur skýrslu um umfang skatt- svika og hefur ráðuneytið haft málið til athugunar síðan. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra upp- lýsti þetta á Alþingi í gær. Ein tillaga úr skýrslu starfs- hópsins hefur orðið að veruleika; fyrning skattsvikabrota er nú sex ár. Ráðherra sagði tillagna um frekari aðgerðir að vænta. Aðgerðir gegn skattsvikum Læna hefur opnast til sjávar í gegnum krapastífluna í Jökulsá á Fjöllum og er vatnið farið að sjatna, að sögn Sveins Þórarins- sonar, bónda í Krossdal. Enn er þó mikill ís í vatninu. „Það er töluverð fylla þarna ennþá og þetta er eins og hálfgerður jökull að líta yfir,“ segir Sveinn, en íshrönglið er allt að tveggja metra þykkt og kann að verða í ánni fram eftir vori. „Það er nístingskuldi af þessu, eins og hafís,“ segir Sveinn en hann telur að töluverðar skemmd- ir hafi orðið á varnargarðinum í Öxarfirði, Vestursandsvegi og girðingum í flóðinu. Flóðið í rénum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.