Fréttablaðið - 23.11.2006, Síða 12
Erlendir verka-
menn á íslenskum vinnumarkaði
hafa brotist úr hálfgerðu vistar-
bandi og gerst frjálsir menn með
innleiðslu ákvæðis um frjálsa för
vinnuafls, að sögn aðila á vinnu-
markaði. Í auknum mæli munu
útlendingar vera byrjaðir að krefj-
ast betri kjara og líta í kringum
sig á íslenskum vinnumarkaði.
Kjaramunur milli aðfluttra og inn-
fæddra hefur því minnkað eftir að
ákvæði EES-samningsins um
frjálsa för vinnuafls var innleitt
með öllu, þann 1. maí þessa árs.
Grétar Þorsteinsson, forseti
Alþýðusambands Íslands, kannast
við þessa þróun og segir hana fagn-
aðarefni fyrir verkafólk. „Hvað
sem um opnunina þann 1. maí má
segja, töldu menn að með henni
myndi draga úr umfangi starfs-
mannaleiganna. Það virðist vera
raunin, því það er ljóst að síðustu
mánuðina hefur ráðningum starfs-
mannaleiga snarfækkað, og beinar
ráðningar aukist á móti. Við höfum
heyrt að þetta sé ein helsta skýr-
ingin á því að laun eru að nálgast
markaðskjör. Verkalýðshreyfingin
hefur reynt að tryggja þessu fólki
markaðslaun, en oftast hefur okkur
aðeins tekist að tryggja lágmarks-
kjör. Því er þessi þróun fagnaðar-
efni,“ segir Grétar.
Ragnar Árnason, forstöðumað-
ur vinnumarkaðssviðs Samtaka
atvinnulífsins, telur einnig að að
hin frjálsa för hafi verið launa-
fólki til hagsbóta. „Ef stjórnvöld
hefðu frestað þessari þróun, væru
starfsmannaleigur orðnar afar
umsvifamiklar hér á landi, því
þær hefðu getað flutt inn fólk, rétt
eins og áður,“ segir Ragnar, en
engar takmarkanir var hægt að
setja um frjálst flæði þjónustu
þann 1. maí, til dæmis þjónustu
austur-evrópskra starfsmanna-
leiga. Miðað við þá miklu eftir-
spurn sem er á Íslandi eftir vinnu-
afli, er því viðbúið að
atvinnurekendur hefðu sótt í þá
þjónustu. Ragnar harmar því mál-
flutning Magnúsar Þórs Haf-
steinssonar, þingmanns frjáls-
lyndra, um að fresta hefði átt
gildistöku laganna. „Þingmaður
sem tók þátt í setningu þessara
laga ætti að vita betur, það er verið
að slá ryki í augun á fólki með
þessu,“ segir Ragnar.
Innflytjendur farnir
að sækja rétt sinn
Vegna ákvæðis um frjálsa för vinnuafls, sem innleitt var 1. maí, getur erlent
launafólk krafist betri kjara en áður og nálgast því Íslendinga í launum. Hér
væru annars umfangsmiklar starfsmannaleigur. Fagnaðarefni fyrir verkalýð.
„Honum hefur hrakað
mikið í dag,“ segir Alex Goldfarb,
vinur rússneska njósnarans Alex-
anders Litvinenko, sem liggur fár-
sjúkur á sjúkrahúsi í London eftir
að eitrað var fyrir honum í byrjun
mánaðarins.
„Hann er miklu horaðri, virðist
þreyttari og hann á æ erfiðara
með að tala,“ sagði Goldfarb, eftir
að hafa heimsótt hann á gjör-
gæsludeildina í gær. Í yfirlýsingu
frá sjúkrahúsinu segir þó að
ástand Litvinenkos sé stöðugt og
honum hafi ekki hrakað.
Enn hefur ekki verið hægt að
greina með vissu hvaða eiturefni
hafa valdið sjúkleika Litvinenkos,
sem er 43 ára og hefur á síðustu
árum verið óhræddur við að saka
rússnesk stjórnvöld um hvers
konar óhæfuverk.
Upphaflega var talið að eitrið
hafi verið þallín, stórhættulegur
þungmálmur sem er bæði bragð-
laus og lyktarlaus og leysist upp í
vatni. Svo virðist þó sem eitthvert
annað eitur hafi líka verið notað, en
eiturefnafræðingurinn John Henry
sagði á þriðjudag líklegast að eitrið
hafi verið geislavirkt þallín.
Rússneska leyniþjónustan SVR
sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar
sem hún harðneitaði því að hafa
átt nokkurn hlut að því að eitra
fyrir Litvinenko.
Heilsa hans sögð hrakandi
Erlent verkafólk í útleigu
„Þingmaður sem tók
þátt í setningu þessara
laga ætti að vita betur, það er
verið að slá ryki í augun á fólki
með þessu.
Liðlega fimm
þúsund bílar fóru um Hvalfjarð-
argöng á sólarhring á nýliðnu
rekstrarári. Alls fóru yfir 1,8
milljónir bíla um göngin frá
byrjun október í fyrra til loka
september í ár. Þetta er fjölgun
upp á tólf prósent frá fyrra ári.
Í Skessuhorni kemur fram að
Spölur skuldi nú tæpa 4,7
milljarða króna.
Tekjur félagsins hafa lækkað
um tæp þrettán prósent miðað
við fast verðlag. Stöðug umferð-
araukning hefur hins vegar
skilað því að allir geta unað
glaðir við sitt.
Stöðugt meiri
umferð
Miele þvottavélar
Íslenskt stjórnborð
Ný og betri tromla
Verð frá kr. 114.800
-hreinn sparnaður
1.
verðlaun
í Þýskalandi
W2241WPS
AA
SENDU S
MS
JA BOF Á
1900
OG ÞÚ G
ÆTIR UN
NIÐ!
VINNING
AR ERU:
GSM SÍM
AR
007 DVD
SAFNIÐ
BÍÓMIÐA
R
DVD MY
NDIR OG
MARGT
FLEIRA! 9
hver vinnur!
1.
vinningur!
V
in
n
in
g
ar
v
er
ð
a
af
h
en
d
ir
h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
ó
p
av
o
g
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
t
ak
a
þ
át
t
er
tu
k
o
m
in
n
í
SM
S
kl
ú
b
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
FYRSTUR MEÐ
FRÉTTIRNAR
www.visir.is