Fréttablaðið - 23.11.2006, Page 16

Fréttablaðið - 23.11.2006, Page 16
Maður um fertugt var í gær ákærður fyrir að hafa handleggsbrotið fyrrverandi eiginkonu sína í janúar 2006. Það gerðist með þeim hætti að hann sneri upp á hægri hand- legg hennar með þeim afleiðing- um að framhandleggurinn brotnaði. Ákæruvaldið krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar. Af hálfu konunnar er þess krafist að hann verði dæmdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð rúmlega 700 þúsund króna auk vaxta og verðbóta. Ákærður fyrir handleggsbrot Fjárhagsleg afkoma Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er mun verri en áætl- anir í upphafi árs gerðu ráð fyrir. Gjöld umfram tekjur og fjárveit- ingar voru 81,7 milljónir króna í lok september. Rekstraráætlun fyrir árið 2006 var endurskoðuð í október og er gert ráð fyrir því að gjöld umfram tekjur í árslok verði liðlega 100 milljónir króna. Í skýrslu Vignis Sveinsson- ar, framkvæmdastjóra fjármála og reksturs FSA, kemur fram að rekstur sjúkrahússins hefur þyngst eftir því sem hefur liðið á árið og þróun verðlags og launa, auk erfiðleika í mönnun, leitt til þessa kostnaðarauka. Launakostnaður í lok tímabils- ins nam 1.976 milljónum og hafði farið um 2,9 prósent fram úr áætl- un að teknu tilliti til breytinga á kjarasamningum eða um 56 millj- ónir. Helstu ástæður þess eru hækkun á yfirvinnu, einkum auka- vakta, sem rekja má til aukinnar starfsemi og vaxandi vinnuálags vegna manneklu. Almenn rekstrargjöld sjúkra- hússins nema samtals 685 millj- ónum króna eftir fyrstu níu mán- uði ársins og hafa hækkað um 13 prósent á milli ára. Miðað við upphaflega áætlun hafa rekstrar- gjöld aukist um 15 milljónir eða 2,3 prósent. Í frumvarpi til fjáraukalaga 2006 er lagt til að FSA fái 100 millj- óna framlag til almenns reksturs og 20 milljóna viðbótarframlag til tækjakaupa. Hallinn verður 100 milljónir 1700 Íslendingar hafa skrifað undir undirskrifta- söfnun sem tölvufyrirtækið Snerpa á Ísafirði hefur staðið fyrir frá því í lok september á þessu ári þar sem breytingum á internet- þjónustu Símans er mótmælt. Síminn hefur uppfært ADSL- kerfi sitt á suðvesturhorninu, Akureyri og Húsavík og er mesti mögulegi hraðinn þar 12Mb/S að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýs- ingafulltrúa Símans. Þeir sem skrifuðu nafn sitt á undirskrifta- listann vilja hins vegar að íbúar annars staðar á landinu hafi líka aðgang að slíkri tengingu því verð- ið sem þeir greiða fyrir 6 Mb/S tengingu er það sama og internet- notendur sem tengdir eru hinu uppfærða kerfi greiða fyrir teng- ingu sem er 12Mb/S. Matthildur Helgadóttir, fram- kvæmdastjóri Snerpu, segir að verið sé að mismuna fólki eftir búsetu. Að sögn Matthildar verð- ur undirskriftunum skilað til Sím- ans á næstunni. „Fyrir nokkru fengum við svör frá fyrirtækinu um að þeir ætluðu að gera eitt- hvað í þessu en þeir sögðu ekki hvenær,“ segir Matthildur, en upp- færa þarf tæknibúnað á þessum svæðum til að hægt sé að veita íbúum þar sömu þjónustu og þar sem búnaðurinn er fyrir hendi. Matthildur segir að Síminn telji uppfærsluna á búnaðinum of dýra. „Við óttumst að þetta sé fyrsta skrefið í þá átt að ákveðnir lands- hlutar verði skildir eftir, að íbúar á þessum svæðum verði látnir borga sama verð og annars staðar en að þróun og uppfærsla á tækni- búnaði verði látin sitja á hakan- um,“ segir Matthildur. Hún segir að það þurfi að uppfæra tækni- búnaðinn og á undirskriftalistinn að ýta undir að það verði gert. Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, sagði í utandagskrárumræðu á Alþingi á þriðjudaginn að einkavæðing Sím- ans hafi orðið neytendum til skaða á sambærilegan hátt og Matthild- ur minnist á, því að á landsbyggð- inni sé annað verðlag, slakari þjónusta og að starfsstöðvar hafi verið lagðar niður. Eva Magnúsdóttir segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hve- nær tæknibúnaðurinn á einstök- um svæðum á landsbyggðinni verði uppfærður, en að annar áfangi í uppfærslu kerfisins á landsbyggðinni muni hefjast á næsta ári. Segja landsbyggðarfólki mismunað Anna Kristín Gunnars- dóttir, þing- maður Sam- fylkingarinnar í Norðvestur- kjördæmi, ætlar að taka þriðja sæti á lista flokksins í kosningunum í vor. Anna Kristín sóttist eftir 1.-2. sæti í prófkjöri en hafnaði í þriðja sætinu. Tillaga kjörnefndar að framboðslista verður borin upp á kjördæmisþingi á Reykjum í Hrútafirði um helgina. Á þinginu verða stefnumál kosningabarátt- unnar einnig til umræðu. Guðbjartur Hannesson varð fyrstur í prófkjörinu og Karl V. Matthíasson annar. Anna sest í þriðja sætið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.