Fréttablaðið - 23.11.2006, Síða 24
fréttir og fróðleikur
Skiptar skoðanir um áhrif Sýrlands
Ástríða og
gróði
Hart var tekist á um það
í héraðsdómi í gær hvort
olíufélögin hafi haft fjár-
hagslegan ávinning af sam-
ráði vegna útboðs Reykja-
víkurborgar og fyrirtækja
hennar eigu árið 1996.
„Er einhver í alvöru að halda því
fram að samráð olíufélaganna hafi
ekki valdið tjóni?“ spurði Vil-
hjálmur H. Vilhjálmsson hæsta-
réttalögmaður í málflutningi
sínum í máli Reykjavíkurborgar
og Strætó bs. gegn olíufélögunum
í Héraðsdómi Reykjavíkur en Vil-
hjálmur flutti málið fyrir hönd
stefnanda.
Lögmenn olíufélaganna sögðu
algjörlega ósannað að fjárhags-
legur ávinningur hefði verið af
samráðinu og gagnrýndu stefn-
anda fyrir að bera saman aðstæð-
ur frá 1996 annars vegar, við
aðstæður árið 2001 hins vegar. En
þá fór fram annað útboð þar sem
olíufélögin höfðu ekki samráð.
Hörður F. Harðarson, lögmað-
ur Skeljungs, sagðist í málflutn-
ingi sínum „ekki skilja hvernig
væri hægt að sýna fram á meint
brot árið 1996 með samanburði við
útboð 2001“ og áréttaði að þá hefðu
allt aðrar markaðsaðstæður verið
fyrir hendi.
Reykjavíkurborg og Strætó bs.
fara fram á tæplega 160 milljónir
króna vegna fjárhagstjóns sem
þau telja sig hafa orðið fyrir vegna
verðsamráðs í tengslum við útboð
á vegum Reykjavíkurborgar, og
fyrirtækja borgarinnar, sem óskað
var eftir 3. júní 1996.
Vilhjálmur vitnaði í málflutningi
sínum til skýrslu Samkeppnisyfir-
valda vegna samráðsins en þar er
nokkuð ítarlega fjallað um útboðið
1996. Á blaðsíðu 146 í skýrslunni
segir: „Bæði forstjóri Olíufélags-
ins og framkvæmdastjóri mark-
aðssviðs hafa lýst því yfir að náðst
hafi samkomulag milli olíufélag-
anna þriggja um samvinnu vegna
útboðs Reykjavíkurborgar og
Landhelgisgæslunnar og fram-
legðarskiptingu eftir það. Hið
sama hefur forstjóri Olís gert.“
Vilhjálmur sagði samráðið
vegna útboðsins 1996 hafa orðið til
þess verðið hefði verið umtalsvert
hærra en „eðilegt gæti talist“.
„Munurinn á lægsta verði árið
1996, þegar samráð átti sér stað,
og svo útboðsins í október 2001,
þegar ekkert samráð átti sér stað,
var heilar fjórtán krónur,“ sagði
Vilhjálmur og vitnaði þar til
grunnverðs á díselolíu. Lægsta
boð árið 1996 var 44,69 krónur á
lítra en 30,04 krónur á lítra árið
2001. „Þetta er munur sem verður
ekki skýrður með neinu öðru en
samkeppni í stað samráðs,“ sagði
Vilhjálmur.
Lögmenn Olíufélagsins sögðu
samanburð eins og þennan ómark-
tækan. Lagði Hörður, sem flutti
fyrstur mál sitt fyrir hönd verjenda,
á það áherslu að efnahagsaðstæður
hefðu verið allt aðrar árið 2001 held-
ur en 1996 og því væri ekki hægt að
„bera saman framlegð af viðskipt-
unum“ þar sem þær byggðu á mis-
jöfnum forsendum. „Niðurstaðan úr
slíkum samanburði verður því alltaf
ímyndun ein, sem vitanlega ómark-
tæk,“ sagði Hörður.
Gagnrýndu lögmenn stefndu
það einnig að ekki hefðu verið
kvaddir fyrir dóminn „matsmenn
til þess að fjalla um hvort ávinn-
ingur af samráðinu hefði einhver
verið“. „Staðreyndin er sú að það
er ekkert í hendi, sem sannað
getur fjárhagslegan ávinning olíu-
félaganna af því að hafa haft sam-
ráð,“ sagði Hörður í kjarnyrtum
flutningi sínum fyrir dómi.
Gísli Baldur Garðarsson, lögmað-
ur og stjórnarformaður Olís, upp-
lýsti það fyrir dómi að samkvæmt
matsskýrslu sem Jón Þór Sturlu-
son hagfræðingur vann, hefði
mögulegur ávinningur af samráð-
inu verið 37 milljónir króna árið
1996, sem jafngildir 52 milljónum
að núvirði.
Lögmenn olíufélaganna voru
ósammála um hvort leggja ætti
matið fram sem hluta af gögnum
málsins en Skúli Magnússon hér-
aðsdómari spurði Gísla Baldur út í
efnisatriði matsins þegar hann
gerði það óvænt að umtalsefni.
„Hvers vegna eru lögmenn að
gera matskýrslu að umtalsefni
sem ekki er hluti af gögnum máls-
ins og liggur eflaust í skúffu út í
bæ?“ Gísli Baldur ætlaði sér þá að
svara en Skúli hélt áfram. „Vertu
ekki að grípa fram í fyrir dómara
þegar hann er að spyrja þig spurn-
inga,“ sagði Skúli ákveðinn og bar
aðra spurningu fram fyrir Gísla
Baldur. „Telur þú þá þessa tölu
sem nefnd er í matinu og þú gerðir
að umtalsefni, það er 37 milljónir
króna vegna útboðsins árið 1996,
gefa vísbendingu um hugsanlegan
ávinning af samráðinu?“. Gísli
Baldur sagði svo ekki vera en
sagðist vera tilbúinn til þess að
leggja matið fram sem hluta af
gögnum málsins. Því mótmæltu
lögmenn Kers og Skeljungs ein-
dregið.
Lögmaður Kers, Oddgeir Einars-
son, var líkt og Hörður, ósam-
mála Gísla Baldri í því að leggja
matið fram sem hluta af gögnum
málsins. Hörður sagði, að mál-
flutningi loknum, matið aðeins
hafa verið unnið til þessa kanna
mögulegan sáttagrundvöll í mál-
inu. „Skýrslan var unnin til þess
að kanna sáttagrundvöll og það
kom í raun aldrei til greina að
nota hana í málinu. Við vinnu
skýrslunnar fór fram mat á því
hvort einhver önnur sambærileg
viðskipti hefðu gefið aðra niður-
stöðu en þá sem kom fram í
útboðinu 1996. Tölur sem fram
koma í skýrslunni gefa enga vís-
bendingu um ávinning af sam-
ráði, því ég tel engar sannanir
hafa komið fram um að ávinning-
ur hafi verið fyrir hendi.“
Vilhjálmur sagði sönnunabyrði
um margt erfiða. „Það er erfitt að
benda á ótvíræð sönnunargögn í
samkeppnismálum. Dómstólar
hafa þá það úrræði að leggja
sönnunarbyrðina yfir á þá sem
hafa staðið fyrir ólöglegu sam-
ráði og gera þannig vægari kröf-
ur til þess sem sækir bætur vegna
ólögmætrar háttsemi að hann
sanni mál sitt alveg upp á minnsta
smáatriði. Varðandi matskýrsl-
una þá fékk ég hana afhenta sem
trúnaðargagna frá lögmanni
Skeljungs og réð því engu um það
hvort hún yrði hluti af gögnum
málsins. Hún var unnin af frum-
kvæði Skeljungs og Olís en með
mínu samþykki. Ég tel hana ekki
skipta sköpum í málinu en yfir-
lýsingar lögmanns Olís fyrir dómi
gætu skipt einhverju máli þegar
upp er staðið.“
Samráð staðreynd - deilt um ágóða