Fréttablaðið - 23.11.2006, Síða 30

Fréttablaðið - 23.11.2006, Síða 30
Umframeftirspurn var meðal erlendra fjárfesta í lokuðu hluta- fjárútboði Kaupþings og náðist það markmið stjórnenda bankans að fjölga útlendum fjárfestum í hluthafahópi bankans. Safnaði bankinn 49,5 milljörðum króna í útboðinu. Annar tilgangur útboðsins var sá að sækja nýtt eigið fé til að styrkja eiginfjárgrunn bankans og gefa honum kost á áframhaldandi útrás. Greiningardeild Landsbank- ans býst við að stutt sé í fréttir af yfirtöku Kaupþings á öðrum fjár- málafyrirtækjum. Útboðið var í umsjá Citigroup Global Markets og Morgan Stanley & Co sem seldu fyrir hönd bankans 66 milljónir nýrra hluta, sem sam- svarar tíu prósenta aukningu hluta- fjár. Útboðsgengið var 750 krónur á hlut sem er tíu prósent undir loka- gengi bankans á þriðjudaginn. Telur Greining Glitnis þetta vera gjafverð, enda er útboðsgengið 23 prósentum undir verðmati Glitnis á Kaupþingi. Landsbankinn telur sennilegt að veittur sé afsláttur frá mark- aðsgengi þar sem erlendir fjár- festar líti á þetta útboð sem eins konar frumútboð. Gengi á bréfum bankans lækk- aði hratt í verði í gær eftir að greint var frá niðurstöðum útboðs- ins en hækkaði á nýjan leik þegar leið á daginn. Kostaði hluturinn 803 krónur í lok dags sem var 3,25 prósenta dagslækkun. Glitnir telur að hér sé um tíma- mót að ræða í sögu Kaupþings. „Með aðgangi að eiginfjárfram- lagi erlendra fjárfesta hristir bankinn af sér þá fjötra sem fylgja því að vera háður vilja og getu inn- lendra fjárfesta til að styðja vöxt og viðgang bankans,“ segir í Morg- unkorni Glitnis. Eigið fé Kaupþings stóð í 267 milljörðum króna í lok september. Ætti það að standa í 300 milljörð- um króna að teknu tilliti til auka- arðgreiðslu í formi hlutabréfa í Exista í október. Kaupþing hefur jafnframt veitt umsjónaraðilum útboðsins umframsölurétt á 9,9 milljónum hluta sem Exista, stærsti hlut- hafinn í bankanum, lánar. Réttur þessi er nýtanlegur í þrjátíu daga frá gærdeginum til þess að kaupa hluti á útboðsgengi til að svara umframsölu. Hlutunum verður síðan skilað aftur til Existu. Egla, annar stærsti hluthafinn í Kaupþingi, festi í gær kaup á hlutabréfum í bankanum fyrir einn milljarð króna. Sigurður Ein- arsson, stjórnarformaður Kaup- þings, og forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson tilkynntu sama dag um kaup á hlutabréfum Kaupþings fyrir tæpar 800 milljónir króna. Útboðsgengið var 750 krónur á hlut sem er gjafvirði að mati Greiningar Glitn- is. Nýja féð styrkir eiginfjárstöðu bankans og ýtir undir væntingar um kaup á öðrum fyrirtækjum. Egla og stjórnendur Kaupþings bæta við sig bréfum. [Hlutabréf] Peningaskápurinn.. Fjármálaeftirlitið hefur birt á heimasíðu sinni til umsagnar umræðuskjal með drögum að reglum um eigin- fjárkröfu og áhættugrunn fjármálafyrir- tækja. Fjármálafyr- irtæki og vænt- anlega aðrir sem kunna að hafa hagsmuna að gæta hafa frest til 15. næsta mánaðar til að koma að athugasemdum um umræðuskjalið. Í því kemur fram að markmiðið með fyrirhuguðum reglubreytingum sé einkum að ákvörðun um lágmark eigin fjár fjármálafyrirtækja verði byggð á nákvæmari viðmiðum en hingað til hafi verið stuðst við, þannig að fyrirtæki sem hafi góða stjórn á áhættum sínum geti notið þess við útreikning á eiginfjárkröfunni. „Þetta er gert með tvennum hætti: Meginregl- ur eru ítarlegri en áður, auk þess sem stór fjár- málafyrirtæki með öflugt skipu- lag geta fengið að byggja eiginfjár- kröfuna á eigin áhættumati að hluta,“ segir í skjalinu. Reglunum er ætlað að innleiða eiginfjárákvæði Evróputilskipana sem byggðar eru á svonefndum Basel 2 reglum. „Gert er ráð fyrir gildistöku reglnanna í ársbyrjun 2007 og munu þær leysa af hólmi reglur nr. 530/2003, um eiginfjár- hlutfall fjármálafyrirtækja,“ segir Fjármálaeftirlitið. Huga að breyttum reglum um eigið fé Innlend útlán bankakerfisins hafa nánast staðið í stað frá miðju ári, segir í úttekt greiningardeildar Glitnis. Þar er bent á að svo virðist sem vöxtur bankakerfisins á seinni hluta ársins hafi að mestu leyti átt sér stað í erlendum útlán- um og markaðsverðbréfum. „Í nýbirtum tölum Seðlabanka kemur fram að heildarútlán bankakerfis í októberlok námu um 3.500 milljörðum króna og jukust um rúmt prósentustig frá fyrri mánuði. Að baki þessarar aukn- ingar var fyrst og fremst tæplega 8 prósenta aukning í erlendum útlánum og markaðsverðbréfum en innlendar eignir í þessum flokk- um minnkuðu hins vegar um 1,4 prósent í mánuðinum. Skuldir heimila við bankakerfið námu 679 milljörðum króna í lok október og jukust um 1,4 prósent innan mán- aðar,“ segir greiningardeildin. Bent er á að frá miðju ári hafi erlend útlán og markaðsverðbréf bankanna aukist um ríflega 12 prósent á föstu gengi. „Innlendar eignir bankanna í ofangreindum flokkum hafa hins vegar vaxið um 1,2 prósent á sama tíma.“ Snörp umskipti urðu á vordögum í út- lánavexti bankanna. „Fram að því höfðu útlán þeirra vaxið með síauknum hraða undangengin misseri. Bankarnir voru með þessu að bregðast við viðvörunar- orðum matsfyrirtækja og grein- ingaraðila sem höfðu áhyggjur af þessum öra vexti.“ Greiningardeildin segir versn- andi fjármögnunarkjör þó einnig kunna að eiga hlut að máli hvað varði þróun erlendra útlána. „Í öllu falli virðist vera töluverð fylgni milli lánskjara bankanna eins og þau endurspeglast í verði skuldatrygginga (CDS) bankanna og erlendum útlánavexti á föstu gengi. Þannig stóðu erlend útlán og markaðsverðbréf nánast í stað frá maíbyrjun til ágústloka eftir snarpa hækkun á verði CDS en tóku að vaxa nokkuð hratt í haust samfara lækkun skuldatrygging- anna eftir því sem trú erlendra fjárfesta á Íslandi fór vaxandi á ný.“ Innlend útlán standa í stað Blaðamaður Extrablaðsins danska skuldar stjórnarformanni Kaup- þings, Sigurði Einarssyni, eina flösku af rauðvíni. Sigurður sendi ritstjórn Extrablaðsins í gær svör við 21 spurningu sem blaðamaður blaðsins beindi til bankans. Á blaðamannafundi þar sem Kaupþing vísaði á bug skrifum blaðsins kom til hvassra orða- skipta milli Sigurðar og Johns Mynderup, blaðamans Extrablaðs- ins. Þar hélt blaðamaður danska blaðsins því fram að skjal þar sem vottað væri að viðskipti tengdust ekki peningaþvætti eða annarri ólöglegri starfsemi væri einstakt og tortryggði með því viðskipti bankans í Lúxemborg. Sagðist hann aldrei á þrjátíu ára ferli sínum sem viðskiptablaðamaður hafa séð slíkt plagg. Sigurður sagði slík plögg almenn í Lúxem- borg. Mynderup veðjaði þá einni rauðvín ef Sigurður gæti sýnt sér fram á slíkt. Með svörum bankans sendi Sig- urður staðfestingu frá yfirvöldum í Lúxemborg, þar sem staðfest er að samkvæmt lögum frá 2004 skuli menn skrifa undir slíkar yfirlýsingar um að ekki sé á ferð- inni peningaþvætti. „Ég geng þrátt fyrir allt út frá því að Extrablaðið muni birta 21 svar okkar, og ég geng líka út frá því að herra Mynd- erup muni sýna að hann kunni að taka tapi í veðmáli sem hann sjálf- ur stofnaði til,“ segir Sigurður í niðurlagi bréfs síns til ritstjórnar Extrablaðsins. Skuldar Sigurði rauðvínsflösku
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.