Fréttablaðið - 23.11.2006, Page 37

Fréttablaðið - 23.11.2006, Page 37
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Fatahönnuðurinn Ásgrímur Már Frið- riksson tók nýlega við stöðu skemmt- anastjóra á Rex. Það má segja að Ásgrímur fatahönnuður, betur þekktur sem Ási, hafi fyrst komist almennilega í sviðsljósið fyrir búninga- hönnun Silvíu Nætur, sem hann sá um ásamt söngdívunni knáu. Í kjölfarið hefur Ási tekið þátt í mörgum verkefnum, m.a. að hanna búninga fyrir Stuðmenn og starfa fyrir Eskimo Models á Indlandi, en um jólin er von á fatalínu frá Ásgrími og Eskimo sem seld verður í Top Shop. Þar sem Ási er ákaflega duglegur að kaupa sér föt segist hann ekki eiga neina uppáhalds flík, en sumt er honum þó kær- ara en annað. „Til dæmis þykir mér mjög vænt um jakkafötin mín sem voru sérsaum- uð á mig á Indlandi. Ég teiknaði þau bara upp, gekk inn á saumastofu og svo voru þau tilbúin svona þremur dögum síðar. Það er náttúrlega æðislegt að eiga jakkaföt sem eru þau einu sinnar tegundar í heiminum og klæðskerasaumuð að auki,“ segir Ási og bætir því við að sægræna skyrtan komi sér- staklega vel út við jakkafötin en hana keypti Ási í Kron Kron og hönnuður hennar er Bernhard Wilhelm. „Veskið fékk ég svo þegar ég var lærlingur hjá Three as Four í New York. Það er kallað Nýrnataskan, eða „The Kidney Bag“ og ég tek það fram yfir öll önnur veski sem ég á, nema kannski tölvutöskuna.“ Nýlega tók Ási við starfi skemmtana- stjóra á Rex og má því eiga von á ferskum straumum þar á næstunni, enda er hann ávallt með púlsinn á því sem þykir hipp og kúl. Einstök jakkaföt

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.