Fréttablaðið - 23.11.2006, Síða 45

Fréttablaðið - 23.11.2006, Síða 45
Helga Óskarsdóttir dreifir myndlist til almennings. Í gallerí Kling og Bang við Lauga- veg heldur myndlistarmaðurinn Helga Óskarsdóttir skemmtilega sýningu. Sýningin ber yfirskrift- ina „myndlistardreifing“ og stendur undir sér sem slík, því allir gestir sem þangað koma fara ekki tómhentir til baka held- ur fá hluta úr sýningunni að gjöf. Um er að ræða gula „baun“ eða eins konar fræ í yfirstærð. Baunin er falleg að lögun og fer vel í hendi. Litur hennar er heið- gulur og það er sannarlega litur sem er ekki á hverju strái, sérstaklega ekki í skammdeg- inu. Inni á heimilinu gagnast baunin góða á margvíslegan hátt, hvort sem er til þess að leggja ofan á blaðabunka, stilla upp í hillu sem fínu skrauti en svo hafa börn líka gaman af því að leika sér með baunina. „Ég hef alltaf haft rosalega gaman af því að finna hluti í umhverfinu sem koma á óvart og í raun er ég að gefa það til baka með því að gefa sýningargestum þennan hlut,“ segir Helga um verk sitt. „Þessi hlutur er ekki beint eitthvað sem fólk veit hvað er – bara eitthvað sem verður á vegi þínum án þess að hafa neinn sérstakan tilgang. Svo getur fólk sjálft tekið ákvörðun um hvað þetta er eða til hvers á að nota það,“ segir hún að lokum og bætir því við að stundum sé talað um að myndlist nái ekki nógu vel til almennings þar sem fólk kemur almennt ekki mikið á söfn og gall- erí. „En með því að gefa mynd- listina er ég að færa hana út úr galleríinu og koma henni í umferð meðal almennings.“ Litur sem er ekki á hverju strái 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 25 26 / TA K TÍ K 3 .1 1. ’0 6 KAUPAUKI 32’’ DiBOSS LCD sjónvarp fylgir öllum ALNO eldhús- innréttingum sem staðfestar eru í nóvember 2006 Bæjarlind 6, Kóp. s. 534 7470 • www.feim.is Opið virka daga 10-18 og laugardaga 10-16 Framleiðsla túbusjónvarpa dregst verulega saman og verð- ur líklega hætt að mestu innan skamms. Með tilkomu flatskjártækni hefur framleiðsla á túbusjónvörpum minnkað umtalsvert. Flestir af stóru raftækjaframleiðendunum hafa tilkynnt að þeir muni innan skamms hætta framleiðslu þeirra, ef þeir séu ekki hættir nú þegar. Fæstir gráta þessa þróun enda túbusjónvörp stór og mikil tæki. Þar að auki standast fæst þeirra kröfur um High-Definition tækni, tækni sem innan skamms verður allsráðandi. Þó er óþarfi að henda gamla hlunknum enda gæti það orðið smart eftir nokkur ár að draga antíksjónvarpið úr geymslunni. Túbusjón- vörp hverfa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.