Fréttablaðið - 23.11.2006, Side 47

Fréttablaðið - 23.11.2006, Side 47
Nú er hægt að kaupa gömlu, góðu barna- vöggurnar aftur. Þær eru búnar til í heimahúsi í Hlíðunum. Hjónin Ágústa Gunnarsdóttir og Stefán Bjarni Stefánsson fást við þá einstöku tómstundaiðju heima hjá sér að búa til bæði barna- og brúðurúm úr tágum og tré. Þar með hafa þau tekið upp þráðinn þar sem vinnustofa Blindrafélagsins hætti. Að sögn Ágústu lærði Stefán körfugerð hjá Blindrafélaginu á sínum tíma og fyrir um það bil ári síðan ákváðu þau halda þeirri kunn- áttu við og hefja framleiðslu á eigin spýtur. Afraksturinn hefur mælst vel fyrir. „Fólk er mjög ánægt með að þessar vöggur skuli fást að nýju enda þekkir þjóðin þær,“ segir hún og rifjar upp að bæði vinnustofa Blindrafélagsins og Blindra- vinafélagsins hafi séð til þess fyrr á árum að hægt væri að rugga börnum í svefn í íslenskum körfurúm- um. Hún segir þau hjónin líka taka að sér viðgerðir á alls kyns körfum, þar með töldum körfurúmum og segir oft heilmiklar tilfinningar tengdar rúmunum sem eitt barnið af öðru hafi hvílt í fyrstu mánuðina. „Við höfum fengið rúm til viðgerðar með nöfnum allra notenda á botn- inum og þau skiptu tugum,“ rifjar hún upp. Barnavöggurnar kosta 14.000 krónur án dýnu og Ágústa segir sam- starf í gangi við Listadún sem skaffi dýnur í rúmin. Einnig selji Þumalína sérstakt fóður í þau og tjöld yfir. Dúkku- vöggurnar eru til í tveimur stærðum sem kosta fimm og sex þúsund. Þær fást með sérsaumuðum rúmfötum. Upplýsingar um körfurúmin eru í síma 846 7001. Svíf þú inn í svefninn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.