Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2006, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 23.11.2006, Qupperneq 48
Fáar ættkvíslir tvíkímblöðunga geta státað af jafn mörgum tegundum eða jafn víðfeðmu útbreiðslu- svæði og piparskottin. Í hinni opinberu og alþjóð- legu plöntunafnaskrá hins breska og konunglega grasagarðs í Kiew rétt sunnan við London eru skráð um 2.500 vísindaheiti fyrir þessa ættkvísl. En þar af eru rétt um 1.700 tekin sem gild heiti fyrir sama fjölda einstakra tegunda. Hin 800 nöfn- in eru svokölluð samnefni eða ógild. Vísindamenn hafa því fundið, skírt og skilgreint um 1.700 sjálf- stæðar tegundir piparskotta hvaðanæva að úr hita- beltinu og árlega bætast nokkrar nýjar við þennan hóp. Piparskott eru af Piparætt (Piperaceae) og því skyldar piparjurtinni sem gefur okkur pipar í plokkfiskinn. Og af því að piparskottin minntu grasafræðingana á piparinn, var þeim gefið ættkvíslarheitið Peperomia – sem þýðir einfald- lega „falskur pipar“ – og er svona skrifað vegna þess að grasafræðingurinn sem fann upp á því var franskur og ekkert sleipur í latneskri réttritun, hann skellti inn „Pe“ þar sem átti að standa „Pi“. En samkvæmt reglunum verður þessu ekki breytt og svona mun þetta standa til eilífðarnóns, og kemur hvergi að sök. Fjölbreytni piparskottanna hvað varðar kjörlendi og vaxtarlag er mikil. Flestar tegundanna eru fremur lágreistar og lifa einkum á föllnum trjábol- um og mosavöxnum klettabríkum í regnskógum. Aðrar eru státlegri og hafa fundið sinn stað með- fram deiglum og lækjarfarvegum. Nokkrar eru hnúðjurtir sem hola sér niður í gisnu gróðurlendi þar sem ríkja til skiptis langir þurrkakaflar og stutt regntímabil. Og á nokkrum stöðum í fjall- lendi Mið- og Suður-Ameríku hafa þær tekið á sig einskonar súluvöxt að hætti kaktusa og verða vart greindar frá þeim fyrr en grannt er skoðað. Útbreiðslusvæði piparskottanna nær svo gott sem yfir allt hitabeltið. Þau ná þó hvergi upp í frostlínu og ekkert þeirra þolir frost. Sameiginlegt með öllum tegundunum er hin sérkennilega blómskip- un, sem einna helst minnir á músaskott. Blómin eru þar mörg saman á mjóum, löngum öxum, afar- smá og oftast ljósgræn, græn eða brúnleit. Aðeins ein tegundanna ber hvít, ilmandi og áberandi blóm, en þau eru samt ekki nema um 4 millimetrar í þvermál hvert. Annað sem sameinar piparskottin er að plönturnar eru yfirleitt „vel holdugar“ þ.e. að þær safna vökva í stöngla og blöð og þola vel hita og þurrk. Blöðin eru langstrengjótt og ýmist hjartalaga, tungulaga eða lensulaga. Stundum afar mjóslegin og oft með einskonar gluggum til að hleypa sem mestu sólarljósi inn án þess að þurfi að þenja út yfirborðið. Það varnar sólbökun og upp- þornun. Frá því að piparskottin bárust fyrst til Evrópu hafa þau notið vinsælda sem pottablóm, og satt að segja eru fáar plöntur jafn vel til þess fallnar. Notagildið er mikið og hægt er að byggja upp snotur „blóma- horn“ með því að nota einvörðungu piparskott af margskonar gerðum. Þær tegundir sem lengst hafa þróast sem pottablóm hjá okkur eru þó flestar upprunnar í regnskógunum og þeim líkar best við þann stofuhita og þau birtuskilyrði sem híbýli okkar bjóða upp á. Af þessu tagi er framboðið líka ríkulegt í blómaverslununum. Síðan ég fór að fylgj- ast með hefur mér sýnst að árlega sé hægt að velja um fimmtán tegundir að jafnaði og af hverri teg- und eru svo til fleiri afbrigði með mismunandi blaðliti. En ég nefni enga sérstaklega hér, fram- boðið er misjafnt eftir árstíma og allar standa þær fyrir sínu. Piparskottin þrífast vel inni í stofum þar sem dálítil sólarglæta nær þeim á sumrin. Og þá er þeim ekkert um sólbakaðar gluggakistur gefið. En á veturna er full ástæða til að taka þau fram og raða þeim í gluggana. Gjarna með rauðri slaufu á aðventunni! Þau þola ágætlega að standa nálægt miðstöðvarofnum og þurrt stofuloftið gerir þeim ekkert til. En þegar sól hækkar aftur á lofti er ráðlegast að kippa þeim aftur inn í herbergið. Sterk sól upplitar blöðin og plönturnar byrja þá að vanþrífast. Mörg piparskott eru flatvaxin og skrið- ul. Þau fara best í hengipottum eða sem þekja í stærri blómakerjum. Önnur mynda státlega brúska. Öllum gerðum er hægt að planta saman í „smágarða“ kringum fiskabúr t.d. Piparskott dafna best í fremur grunnum og víðum ílátum með loft- ríkri pottamold, gjarna ríflega vikurblandaðri. Vökvið reglulega með volgu vatni en varist að láta plönturnar standa í blautri mold. Gefið daufan áburðarskammt af og til yfir sumarið. Umpottað eftir þörfum á vorin eða endurnýið plönturnar með græðlingum. Þeir róta sig yfirleitt fljótt og vel.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.