Fréttablaðið - 23.11.2006, Side 49
Ofnæmi af völdum rykmaura
lýsir sér oft eins og frjókorna-
ofnæmi. Einkennin koma fram
á veturna þar sem við erum
meira inni við og erum ekki
jafn dugleg við að viðra út.
Flestir þvo sængurföt reglulega
en margir láta aldrei hreinsa
dýnur, sængur og kodda sem
halda góðu lífi í rykmaurum.
Samkvæmt rannsóknum sem
bleiuframleiðendurnir Pampers
gerðu á Norðurlöndunum kemur
það fram að ein af hverjum fimm
fjölskyldum hreinsa aldrei dýnur,
sængur og kodda á meðan flestir
sem tóku þátt í könnuninni fara í
það einu sinni á ári.
Rykmaurum líður best í raka
og þess vegna eru rúm góður
staður fyrir þá, sérstaklega á
veturna. Rykmaurar lifa í um
mánuð en síðan skilja þeir eftir
afkvæmi sem halda áfram að
valda ofnæmi.
Best er að þvo sængurföt á 14
daga fresti á 60 gráðum eða suðu.
Síðan þarf að hreinsa dýnuna að
minnsta kosti einu sinni á ári og
sængur, sængurteppi og kodda
ekki sjaldnar en tvisvar á ári.
Dýnurnar má láta út í frostgadd í
sólarhring og síðan berja úr þeim
rykið. Rykmaurinn drepst í frost-
inu, svo kodda, sængur, sængur-
teppi og bangsa má troða í frysti-
kistu í sólarhring eða svo og síðan
setja í hreinsun eða þvottavél.
Ef lús kemur á heimilið eru
sængurfötin líka sett í frost.
Einnig má ryksuga dýnuna eftir
frostmeðferðina en það verður
að vera miðstöðvarryksuga eða
ryksuga með góðum filter, ann-
ars fer rykið beint út í andrúms-
loftið aftur. Fram kom í könnun-
inni að ungabörn ættu ekki að
nota gamlar notaðar dýnur, en
hins vegar má kaupa nýjar dýnur
í notuð rúm. Sængum, koddum og
böngsum ungbarna þarf líka að
henda í þvottavél eða frysta
reglulega.
Sjálfir rykmaurarnir eru ekki
hættulegir að því leyti að þeir
hvorki bíta né eru smitberar. Það
er úrgangur mauranna sem fer
út í andrúmsloftið og veldur
ofnæminu.
Ofnæmi af
óhreinu rúmi
Margir nota veturinn til að
ditta að heimilinu. Vilji fólk
hressa upp á baðherbergið eru
nokkrir hlutir sem má fram-
kvæma án mikillar fyrirhafnar.
Auðvelt er að festa upp eina hillu á
vegg sem getur tónað við innrétt-
ingu eða lit á vegg. Á hilluna má
svo raða myndum í fallegum
römmum, vösum, ilmvatnsglös-
um, körfum með ýmsu dóti eða
hvað sem ykkur dettur í hug. Pass-
ið bara að velja ekki á hilluna hluti
sem geta skemmst í raka.
Með fallegum antíkskálum má
hressa upp á litlaust umhverfi.
Setjið fallegar sápur, baðsölt eða
aðra smáhluti í skálarnar. Svo má
velja ilmsápur í skálarnar eftir
árstíð, blómailm á sumrin og
kanililm um jólin.
Sé mikið gólfpláss á baðinu má
setja þar inn húsgagn eins og litla
kommóðu, tágstól eða bastkörfur
fyrir óhreina þvottinn.
Gott ráð til að stækka
baðherbergið er að setja upp
stóra spegla.
Endurhönnun á baðherbergi á
fjarri því að snúast eingöngu um
flísar og borðplötur. Skreyttu með
blómum og plöntum sem þrífast
vel í raka og fáðu hlýjar og góðar
mottur sem auðvelt er að þvo til að
setja á gólfið.
Nýtt og betra baðherbergi