Fréttablaðið - 23.11.2006, Síða 61

Fréttablaðið - 23.11.2006, Síða 61
Samningurinn um Evrópska efna-hagssvæðið (EES) hefur að mörgu leyti reynst Íslendingum vel, þá fyrst og fremst í gegnum þann aðgang sem samningurinn hefur tryggt Íslendingum að innri mark- aði Evrópusambandsins. Hinn hluti samningsins, stofnanahlutinn sem felur í sér að við verðum að taka yfir hluta af regluverki sambands- ins, er hins vegar öllu verri jafnvel þó sýnt hafi verið fram á að aðeins sé um að ræða brot af heildarreglu- verkinu eða um 6,5%. Eins og kunn- ugt er byggir EES-samningurinn á fjórfrelsinu svokallaða, þ.e. frjáls- um flutningum á fólki, fjármagni, þjónustu og vörum. Það er einmitt sá hluti EES-samningsins sem kveður á um frjálsa fólks- flutninga innan Evrópska efnahagssvæðisins sem er stór hluti af þeirri umræðu sem átt hefur sér stað að undanförnu um innflytj- endamál þjóðarinnar en sem enginn virðist þó vilja ræða. Nú eru frjálsir fólks- flutningar aðeins af hinu góða innan eðlilegra og skynsamlegra marka, en vandamálið með samninginn er að með honum hafa íslenzk stjórn- völd framselt stóran hluta valds síns til að ákveða með hvaða skil- yrðum aðfluttir einstaklingar frá öðrum ríkjum innan Evrópska efna- hagssvæðisins fái að setjast að hér á landi. Í dag virðast flestir eða allir vera sammála um að brýnt sé að aðfluttir ein- staklingar aðlagist íslenzku samfélagi og að grundvall- aratriði í því sambandi sé að þeir læri íslenzku. Hins vegar liggur fyrir að ekki er hægt að skylda þá, sem flytjast til Íslands frá öðrum ríkjum Evrópska efnahags- svæðisins, til slíks né annarrar aðlögunar, en sem kunnugt er eru flestir þeir sem komið hafa hingað til lands á undanförnum árum frá aðildarríkjum svæðisins í Austur- Evrópu, einkum Póllandi. Þetta gæti síðan aðeins orðið verra ef við tækj- um upp á því að ganga í Evrópusam- bandið. Þannig að ef Frjálslyndi flokkur- inn, eða hvaða aðrir aðilar hér á landi, er á því að stemma verði stig- um við ört vaxandi flæði útlendinga til landsins þá getur hann ekki á sama tíma stutt aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Það er einfaldlega engan veginn trúverð- ugt. Aukið íþyngjandi reglugerða- fargan frá Evrópusambandinu, sem samningum fylgir, gerir hann að auki að sífellt minna aðlagandi kosti fyrir Íslendinga því þó hlutur okkar sé til þess að gera lítill af heildinni vex hann eftir sem áður samhliða heildarregluverki sambandsins. Það er því tímabært að horft sé til annarra lausna í stað EES-samn- ingsins og kemur Svissneska-leiðin svonefnd, þ.e. sjálfstæðir tvíhliða samningar við Evrópusambandið um viðskipti og önnur hagsmuna- mál þjóðarinnar, helzt til greina. Skemmst er að minnast þess að for- maður svissneskra Evrópusam- bandssinna, Christa Markwalder Bär, viðurkenndi í heimsókn til landsins í lok október sl. að reynsla Svisslendinga af tvíhliða samning- unum væri jákvæð og að þeir nytu stuðnings öruggs meirihluta þjóð- arinnar. Það að slíkur aðili, sem væntan- lega sér tvíhliða samningana sem hindrun í vegi fyrir því markmiði sínu að koma Sviss inn í Evrópu- sambandið og er því vart mjög annt um þá, skuli ekki sjá sér annað fært en að viðurkenna þetta segir senni- lega meira en flest annað. Höfundur er sagnfræðinemi. EES-samningurinn og innflytjendamálin HIÐ STÓRFENGLEGA LEYNDARMÁL HEIMSINS ÞAÐ ÆTTI AÐ SETJA ÞIG Á HEIMSMINJASKRÁ STEINAR BRAGI HIN ÍSLENSKA TRAINSPOTTING ÞESSI BÓK ER EKKI UM BLEIKA FLAMINGÓFUGLA. ÞESSI BÓK ER UM ÚTVARPSMANNINN E SEM LENDIR Í ÓVÆNTUM OG ALLSVAKALEGUM HREMMINGUM EFTIR AÐ HAFA GEFIÐ ÚT SÍNA FYRSTU BÓK. EINKASPÆJARINN STEINN STEINARR OG AÐSTOÐAR- MAÐUR HANS MUGGUR RANNSAKA ÆSILEGT MORÐMÁL Á SKEMMTIFERÐASKIPI 50 GRÖMM AF ÓDRÝGÐU KÓKAÍNI HVERFA Í PARTÍI Í REYKJAVÍK. ELTINGARLEIKUR UPP Á LÍF OG DAUÐA. „Bráðskemmtileg bók sem heldur fínu jafnvægi milli tilgerðarleysis og húmors.“ - Björn Þór Vilhjálmsson, Morgunblaðið, 3. nóvember 2006 ÍSLENSKAR SKÁLDSÖGUR „Það er nautn að lesa textann og sagan er í senn fyndin, írónísk, persónuleg, kátbrosleg, ljúfsár og melankólísk.“ Geir Svansson, Morgunblaðið 3. nóv „Þetta er skemmtilegur texti og furðulegur. Hann fengi í mínum kladda fimm stjörnur væru þær gefnar.“ Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttablaðið 5. nóv
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.