Fréttablaðið - 23.11.2006, Page 71

Fréttablaðið - 23.11.2006, Page 71
Í síðustu viku tilkynnti sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn að á tólf mánaða tímabili fram til 16. nóv- ember árið 2007, þegar 200 ár verða liðin frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar, verði ráðist í átak til að kynna Jónas Hallgrímsson í dönsku samfélagi. Er þessi tilraun fyrsta skipulega átakið til að koma á framfæri þekkingu á lífsstarfi Jónasar sem var að mörgu leyti unnið á danskri grund og gegnsýrt dönskum áhrifum, bæði í skáld- skap, stjórnmálum og náttúruvís- indum. Örlög Jónasar hafa verið keim- lík örlögum margra þegna frá nýlendum Dana sem bjuggu og störfuðu í Höfn: orðspor þeirra hefur ýmist horfið alveg eða þeir hafa verið teknir með húð og hári inn í menningarsögu Dana og orðið danskir. Má í því sambandi minn- ast bæði Holbergs og Wessels sem voru Norðmenn. Hópur íslenskra skálda skóp verk sín jöfnum hönd- um á dönsku og íslensku. Fennt hefur í spor þeirra í Danmörku og verk þeirra dönsk gleymd, spor þeirra útmáð. Raunar gætir þess víða að Danir eiga erfitt með að horfa raunsönnum augum á sögu sína sem nýlenduherrar. Stofnað er til Jónasarársins af sendiráðinu í Höfn. Samstarfsaðil- ar eru Hús Jóns Sigurðssonar, bókmenntaklúbburinn Thor, Íslenski kvennakórinn í Kaup- mannahöfn og kórinn Staka og Dansk-Islandsk Samfund, auk fyr- irtækjanna Phil og søn undir for- ystu Sørens Langvad og Kaup- þings undir forystu Sigurðar Einarssonar. Phil og søn og Kaup- þing styrkja þau viðfangsefni sem bíða eftir því sem hátíðaárinu vindur fram. Er ætlunin að minn- ast Jónasar Hallgrímssonar á margan hátt á þessu tímabili og efna til menningarviðburða af ýmsu tagi. Afmælisdagskráin hefst strax á þessu ári með bók- menntadagskrá í Jónshúsi í Kaup- mannahöfn á fimmtudag kl. 19.30. Þar verður lesið úr verkum Jónas- ar og sungin lög við ljóð hans. Umsjón með dagskránni hefur Böðvar Guðmundsson skáld. Á vordögum 2007, verður efnt til hópferðar undir leiðsögn farar- stjóra til Sorø þar sem Jónas bjó um tíma. Einnig verður farið með fararstjóra í gönguferð um Kaup- mannahöfn á þær slóðir sem tengj- ast dvöl Jónasar þar. Hinn 19. maí mun núverandi garðprófastur á Regensen, stúdentagarðinum þar sem Jónas bjó á námsárum sínum ásamt fjölda annarra íslenskra Hafnarstúdenta, Erik Skyum-Niel- sen, ganga með gestum um stað- inn og segja sögu hans. Haustið 2007 verður haldin ráðstefna um Jónas Hallgrímsson og verk hans, og Jónasarári lýkur svo á svipað- an hátt og það hófst, með bók- mennta- og tónlistardagskrá í Jónshúsi 16. nóvember. Þar verð- ur m.a. kynnt ný bók sem nú er í smíðum, með úrvali úr ljóðum Jónasar Hallgrímssonar á dönsku. Það er danska ljóðskáldið Søren Sørensen sem þýðir ljóðin en inn- gang bókarinnar skrifar Matthías Johannessen. Afmælisárs Jónasar minnst í Danmörku AMPOP ÚTGÁFUTÓNLEIKAR SKÍTA- MÓRALL SÍÐASTI DANSLEIKUR* * Í BILI! HÚSIÐ OPNAR KL. 24.00 MIÐAVERÐ 1500 KR. ALDURSTAKMARK 20 ÁRA HÚSIÐ OPNAR KL. 22.00 MIÐAVERÐ 1500 KR. ALDURSTAKMARK 20 ÁRA 25 24 „SAIL TO THE MOON“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.