Fréttablaðið - 23.11.2006, Page 82

Fréttablaðið - 23.11.2006, Page 82
Meðal þeirra gjafa sem Tom Cruise og Katie Holmes fengu í brúðargjöf var knattspyrnukennsla frá sjálfum David Beckham en frá þessu er greint í breska blaðinu The Sun. Þau Connor og Isabella sem Cruise ættleiddi ásamt fyrri eiginkonu sinni, Nicole Kidman, eru miklir aðdáendur Beckhams og greinir heimildar- maður The Sun frá því að David hlakki mikið til að sýna þeim nokk- ur velvalin brögð. Sjálfur hefur knattspyrnukappinn vísað þeim orðrómi á bug að hann ætli sér að verða leikari þegar ferlinum á sparkvellinum lýkur. Slúðurblöðin hafa lagt nótt við dag til þess að grafa upp hvað fram fór bak við luktar dyr 15. aldar kastalans í ítalska smábænum Bracciano á laugardaginn þegar Cruise og Holmes gengu í hjóna- band. Slúðursíðan Contactmusic. com greinir frá því að Cruise hafi endurskapað atriði úr kvik- myndinni Top Gun fyrir sína heittelskuðu þegar plötusnúð- urinn Mark Ronson lék sígildu ballöðuna You‘ve lost that Lovin‘ Feelin með Righteous Brothers. Maverick söng þetta fyrir ástkonu sína Charlie í mynd- inni og sagði leikkonan Leah Rimini að Holmes hefði flissað eins og smástelpa en notið hvers augnabliks. Beckham kennir börnum Toms Cruise Fatahönnunarkeppni grunn- skólanna, Stíll 2006, var haldin um síðustu helgi og er ekki hægt að segja annað en að hugmyndaauðgi hafi verið þar áberandi. Þema keppninnar var Móðir jörð og þurftu keppendur að hanna fatnað, förðun og hárgreiðslu. Keppnin var haldin í íþróttahús- inu í Smáranum og tóku þátt í henni unglingar frá 44 félagsmið- stöðvum. Það var félagsmiðstöðin Friður í Skagafirði sem bar sigur úr býtum og fékk einnig verðlaun fyrir bestu hárgreiðsluna. Hóllinn í Kópavogi lenti í öðru sæti og fékk aukaverðlaun fyrir bestu vinnumöppuna. Ljósmyndari Fréttablaðins var staddur á keppninni og festi nokkra búninganna á filmu. Það er greinilegt að það leynast nokkrir efnilegir hönnuðir í grunnskólun- um. Heidi Fleiss, hóru- mamman þekkta, vísar á bug fréttum breska blaðsins Daily Star um að Mike Tyson gæti hugsanlega orðið næsti vændiskarl hjá henni. Fleiss hefur keypt sextíu hektara land fyrir utan Las Vegas þar sem hún hyggst stofna Heidi Stud Farm eða Folabúgarð Fleiss og Daily Star greindi frá því að Mike Tyson yrði hugsanlega einn af þeim sem kostur væri á að kaupa. Talsmaður Fleiss, Charles Lago, sagði í samtali við Las Vegas- blaðið Rewiev að fréttir Daily Star um Tyson væru bölvað rugl. Járnmaðurinn ekki hórkarl hjá Fleiss Söngkonan Védís Hervör og Bandaríkjamaðurinn Seth Sharp koma fram á tónleikum undir yfirskriftinni Silver á Græna hattinum á Akureyri á laugar- dag. Silver, sem er í anda „Aint Mis- behavin“ og „Smokey Joe´s Cafe“, er dagskrá með bæði íslenskum og amerískum dægur- og þjóð- lagaperlum sem tvinnast saman og segja sögu af von, ást, skemmt- an og fleiru. Þar er m.a. að finna fallega blöndu af Sofðu unga ástin mín og Summertime ásamt fönkí útgáfu af lagi Fats Waller Viper´s Drag/Reefer Song í bland við lagið Í bláum skugga sem Stuð- menn eiga heiðurinn að. Miðaverð á tónleikana er 1.500 kr. og byrjar miðasala klukku- tíma fyrir tónleika, eða klukkan 20.00. Lokatónleikar þeirra Véd- ísar og Seths verða svo með hátíð- legum blæ í Salnum í Kópavogi 16. desember kl.20.30. Frekari upplýsingar er að finna á www. salurinn.is en þar er einnig hægt að kaupa miða. Silver á Akureyri Justin Hawkins, fyrrverandi söngvari bresku hljómsveitarinn- ar The Darkness, ætlar að hefja vinnu við sína fyrstu sólóplötu á næstunni. „Ég ætla að taka mér gott frí og gera hluti sem ég hef gaman af eins og að fara á skauta. Síðan ætla ég að byrja á sólóplötu,“ sagði hann. Hawkins er nýkominn úr með- ferð vegna áfengis- og eiturlyfja- notkunar og ætlar að láta að sér kveða í tónlistarbransanum á nýjan leik. Vill gera sólóplötu Hljómsveitin Mannakorn heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju á fimmtudagskvöld til að kynna plöt- una Jól með Mannakornum. Mannakorn, sem er skipuð Magnúsi Eiríkssyni og Pálma Gunn- arssyni ásamt góðum gestum, mun halda tónleika í nokkrum kirkjum víða um land og verður Seltjarnar- nes fyrsti viðkomustaðurinn. Á plötunni eru sígildar jólaperl- ur í útgáfu Mannakorna, þar á meðal lagið Gleði- og friðarjól sem vann huga og hjörtu landsmanna þegar það kom út fyrir tuttugu árum. Hugljúf jólastemning svífur því yfir vötnum á þessari fallegu plötu. Tónleikarnir í Seltjarnarnes- kirkju hefjast klukkan 20.00 og er miðaverð 2.500 krónur. Mannakorn spila í kirkju

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.