Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2006, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 23.11.2006, Qupperneq 88
Meistaradeild Evrópu: DHL-deild karla: Evrópuk. karla í körfub.: Evrópuk. kvenna í körfub.: Þýska úrvalsdeildin Danska úrvalsdeildin Njarðvík tapaði í gær sínum þriðja leik í jafnmörgum leikjum í sínum riðli í Áskorenda- keppni Evrópu. Í þetta sinn gegn Tartu Rock frá Eistlandi og höfðu gestirnir sigur, 82-78. Njarðvík var yfir stærstan hluta úr leiknum en leikmenn Tartu Rock höfðu betur á lokasprettinum. Friðrik Stefáns- son var stigahæstur Njarðvíkinga með 22 stig og tók hann 17 fráköst. Jeb Ivey skoraði sömuleiðis 22 stig. Aðeins sex leikmenn skoruðu fyrir Njarðvík í gær og munaði um minna að Brenton Birming- ham átti ekki sinn besta leik fyrir liðið. Hann skoraði fimm stig í leiknum. Þriðja tap Njarðvíkinga Haukar töpuðu í gær fyrir Parma í Evrópukeppni kvenna í körfubolta á Ítalíu, 102- 86. Þrátt fyrir tapið stóðu Hauka- stúlkur sig gífurlega vel og eru þetta langbestu úrslit þeirra í Evr- ópukeppninni frá upphafi, hvað þá á útivelli. Hefur liðið aldrei skor- að jafn mörg stig í sama leiknum. Haukastúlkur komu mjög ákveðnar til leiks og voru yfir í stöðunni 10-8 en þá hafði Unnur Tara Jónsdóttir skorað öll stig liðs- ins. Parma er taplaust enn sem komið er á Ítalíu og því um gríðar- lega sterkt lið að ræða. Staðan var 56-43 í hálfleik en aftur komu Haukarnir grimmir til leiks og skoruðu fyrstu sjö stig fjórðungsins. Í fjórða leikhluta náðu þær svo aftur góðum leik- kafla þegar þær skoruðu tólf stig í röð. Ifeoma Okonwo var stigahæst Haukanna með 25 stig en þar af komu 16 þeirra í síðasta fjórð- ungnum. Tveir ungir leikmenn, Unnur Tara og Sigrún Ámunda- dóttir áttu einnig góðan leik en Haukar voru án tveggja byrjunar- liðsmanna sem gátu ekki ferðast með liðinu. „Þetta var hörkuleikur og við spiluðum vel,“ sagði Ágúst Björg- vinsson þjálfari Hauka eftir leik. „Við vorum í rútu í tíu klukku- tíma í gær en samt léku þær af miklum krafti. Þetta er klárlega einn af betri leikjum sem við höfum spilað. Dómarinn var til að mynda ekki að hjálpa okkur í kvöld, þeir voru ef til vill ekki til- búnir í svona leik.“ Haukar eiga nú tvo heimaleiki eftir og einn útileik. Ágúst segir að það verði þó erfitt að ná í stig í riðlinum. „Markmiðið er að bæta sig með hverjum leik og ef heppnin er með okkur getum við stolið sigri.“ Frábær leikur Hauka á Ítalíu „Síðustu fimmtán mín- úturnar í fyrri hálfleik voru ömur- legar og maður fer að setja spurn- ingarmerki við okkar leik þessar fimmtán mínútur. Ekki er það þrek- ið. Menn fara bara að spila eins og einstaklingar og ef menn fara ekki að gera sér það ljóst núna að menn geta ekkert sem einstaklingar held- ur bara sem lið, þá töpum við bara einu sinni í viðbót,“ sagði Rúnar Sigtryggsson þjálfari Akureyrar eftir leikinn gegn Fram í gær en Fram gerði út um leikinn á síðustu mínútum fyrri hálfleiks. Leikurinn endaði 32-29, fyrir Fram og Rúnar var ekki í vafa um að þessi kafli hafi gert útslagið. „Þetta er þriðji leikurinn í röð sem svona gerist. Ég veit ekki hvort menn fá svona mikið álit á sjálfum sér. Menn halda að þeir geti þetta einir og það fer bara allt í rugl. Við höfum því miður ekki það sterka leikmenn sem geta borið þetta lið uppi en við gerum þetta helvíti vel þegar við vinnum saman.“ Leikurinn fór fjörlega af stað í Safamýrinni í gær og það var jafnt á öllum tölum í upphafi. Um miðjan fyrri hálfleik komst Akureyri yfir í leiknum, 8-9, en þá breyttu Framar- ar um varnarleik og tóku við það góðan kipp. Fram skoraði fimm mörk í röð og breyttu stöðunni í 13- 9. Eftir það varð ekki aftur snúið og Fram náði mest átta marka forskoti í leiknum, 19-11. Akureyringar skoruðu síðasta mark hálfleiksins og staðan í hálf- leik var 19-12, Fram í vil. Akureyri byrjaði síðari hálfleik- inn betur og náði að saxa á forskot heimamanna. Það gekk þó erfið- lega hjá gestunum að minnka mun- inn um meira en fjögur mörk. Framarar slökuðu hins vegar mikið á þegar á leið síðari hálfleikinn og leikur þeirra virkaði á köflum hálf kæruleysislegur. Leikurinn endaði þó 32-29 fyrir Fram og sigur liðsins var í raun nokkuð öruggur. „Þetta var alltof tæpt miðað við hvað við vorum með góða stöðu. Við slökuðum of fljótt á og það var kæruleysi í okkar leik. Við breytt- um vörninni í fyrri hálfleik og ég held að það hafi skilað okkur sigri hér í kvöld. Sóknarleikurinn var líka mjög góður í fyrri hálfleik og fyrstu tíu mínúturnar í síðari hálf- leik. Við vorum að spila gegn einni bestu vörn í deildinni, við skulum ekki gleyma því.“ Fram gerði út um leikinn í fyrri hálfleik Chelsea tryggði sig áfram í næstu umferð Meistaradeildar- innar í gær þrátt fyrir tap í Þýska- landi fyrir Werder Bremen. Liver- pool tryggði sér sigur í sínum riðli, sigraði PSV 2-0. Hið sama gerði Valencia í sínum riðli. Leikurinn byrjaði ágætlega í Þýskalandi þar sem Michael Essi- en og John Obi Mikel áttu ágætar tilraunir að marki. Það kom reynd- ar á óvart að sá síðarnefndi var í byrjunarliðinu en Jose Mourinho ákvað að hvíla Andryi Shev- shenko. En leikmenn Werder Bremen gerðu sig líklega til að skora fyrsta mark leiksins og það kom svo á 27. mínútu. Per Mertsacker var þar að verki með skalla eftir horn- spyrnu Torstens Fring sem átti reyndar afmæli í gær. Þegar um stundarfjórðungi var lokið af síðari hálfleik liðanna leiddist Mourinho þófið og skipti inn Shevchenko og Arjen Robben fyrir Drogba og John Obi Mikel. Það bar þó engan árangur og fögn- uðu Þjóðverjarnir dýrmætum sigri. Chelsea er engu að síður komið áfram í 16-liða úrslit en það verður mikið undir í leik Barcelona og Werder Bremen í byrjun næsta mánaðar. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona eins og búist var við og byrjuðu Evrópu- meistararnir á besta mögulega máta er Ludovic Giuly kom Börsungum yfir strax á fimmtu mínútu. Eiður Smári átti svo nokk- ur ágæt færi í upphafi síðari hálf- leiks en tókst ekki að skora. Það kom þó ekki að sök þar sem Andr- es Iniesta skoraði annað mark Börsunga á 65. mínútu. Fylgdi hann eftir góðu skoti Deco sem markvörður Levski varði. Eiður fékk fleiri góð tækifæri til að skora en heppnin var ekki með honum í þetta skiptið. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik Liverpool og PSV Eind- hoven í leik toppliðanna í C-riðils. Þar var helst að frétta að tveir leikmenn Liverpool fóru meiddir af velli, þeir Mark Gonzales og Xabi Alonso. Sá síðarnefndi meiddist á mjöðm en Gonzales reif vöðva aftan í læri. PSV hafði ekki fengið á sig mark í næstum tólf klukkustundir í öllum keppnum þegar Steven Gerrard kom Liverpool yfir í síð- ari hálfleik. Peter Crouch bætti svo um betur og tryggði Liverpool sigurinn og þar með toppsætið í riðlinum. Bordeaux fór létt með Galat- asaray í hinum leik riðilsins og vann 3-1 sigur en fyrir leikinn höfðu Frakkarnir ekki skorað mark í riðlinum. Þeir fara því í UEFA-keppnina. Valencia tryggði sér sigur í D- riðli með 2-0 sigri á Olympiakos. Roma er í ágætri stöðu í öðru sæti en eiga reyndar Valencia í síðustu umferðinni. Fyrsti leikur kvöldsins var í Moskvu þar sem heimamenn í Spartak gerðu 2-2 jafntefli við þýska stórveldið Bayern München. Radoslav Kovac jafnaði metin fyrir heimamenn eftir að Claudio Pizzaro kom Þjóðverjunum yfir. Þetta var annað stig Spartak í riðl- inum sem á veika von um að ná í þriðja sæti riðilsins. Í hinum leik B-riðils vann Inter lið Sporting frá Lissabon og eru þar með Bayern og Inter komin áfram í 16-liða úrslit en liðin mæt- ast í Þýskalandi í lokaumferð riðlakeppninnar. Fimmtu umferð Meistaradeildarinnar lauk í gær með átta leikjum. Werder Bremen sigraði slakt lið Chelsea 1-0 og Barcelona vann sinn leik auðveldlega. Liverpool vann PSV Eindhoven, 2-0.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.