Fréttablaðið - 23.11.2006, Page 90

Fréttablaðið - 23.11.2006, Page 90
 Þegar spjallsíður breskra fjölmiðla eru skoðaðar má sjá að stuðningsmenn West Ham eru flestir hverjir ánægðir með að Eggert Magnússon og Björgólfur Guðmundsson hafi keypt meiri- hluta í félaginu. Flestir virðast þeir gera sér grein fyrir að Eggert hefur góðan bakgrunn í knatt- spyrnuheiminum. Margir hverjir virðast einfaldlega vera ánægðari með að Eggert að hafi keypt félag- ið en ekki íranski kaupsýslumað- urinn Kia Joorabchian sem flestir eru sammála um að hafi verið ansi skuggalegur náungi. Á heimasíðu BBC, bbc.co.uk, er hægt sjá viðbrögð margra stuðn- ingsmanna West Ham og annarra félaga við þessum kaupum og þar segir einn West Ham-maður m.a.: „Við vorum aldrei líklegir til að vinna neitt með gömlu stjórnina við lýði, þrátt fyrir að hafa tryggustu stuðningsmenn í land- inu. En nú getum við risið úr eldin- um eins og Fönix,“ og vitnar stuðn- ingsmaðurinn þar í fuglinn forna. Annar stuðningsmaður bætti við: „Eftir viku af angist fannst loksins skynsamleg lausn á mál- inu. Ég óttaðist að Joorabchian myndi kaupa félagið en sem betur fer tók Brown skynsamari kost- inn. Ég get ekki beðið eftir leikn- um á laugardaginn, við skulum þakið rifna af vellinum í söng.“ Ásjóna Eggerts er mörgum stuðningsmönnum hugleikin og einn stuðningsmaður West Ham komst að orði: „Ég er ekki frá því að nýi eigandi liðsins líti út eins og geimvera, en ef hann kemur með pening inn í félagið og nær árangri þá má hann vera frá Betelgeuse mín vegna,“ og bætti við: „Mér finnst að hann ætti að skaffa fríu kexi fyrir stuðningsmenn í hálf- leik.“ The Guardian gekk einnig svo langt í að líkja Eggerti við bresku teiknimyndapersónuna Mekon. Blaðamaður rakst ekki á neinn stuðningsmann West Ham sem var óánægður með nýju eigendur félagsins og af þeim tveimur kost- um sem voru í boði, Eggert og Joorabchian, virðast flestir ef ekki allir vera sammála um að Eggert hafi verið betri kostur. Einn tók það þó fram að hann hefði viljað að Tony Cottee, gamla West Ham kempan, hefði keypt félagið en það var lengi vel orðrómur um að hann ætlaði sér það. Við þetta má svo bæta að Egg- ert var upphaflega í samvinnu við Tony Cottee en snemma slitnaði upp úr því samstarfi í viðskipta- ferlinu. Eggert var skynsamari lausnin á málinu Varnarmaður West Ham, Anton Ferdinand, var í gær ákærð- ur af lögreglu vegna slagsmála en fyrr um daginn höfðu borist fregn- ir af því að Roy Carroll, markvörð- ur liðsins, væri farinn í meðferð vegna áfengis- og spilafíknar. Gærdagurinn var fyrsti dagur- inn eftir að tilkynnt var að WH Holding, eignarhaldsfélag í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Egg- erts Magnússonar, hefði keypt 83 prósent hlutabréfa í félaginu. Egg- ert verður næsti stjórnarformað- ur félagsins en hann er sjálfur mikill reglu- og bindindismaður. Hann er varla hrifinn af slíku hátt- erni hjá sínum leikmönnum. Ferdinand var í síðasta mánuði handtekinn eftir að hann lenti í slagsmálum fyrir utan skemmti- staðinn Faces í Ilford-hverfinu í austurhluta Lundúna, þar sem West Ham er staðsett. Honum var svo birt ákæra um líkamsárás og ofbeldisfulla hegðan í gær og mun fara fyrir dómara á föstudaginn kemur. Hann er sem kunnugt er yngri bróðir Rio Ferdinand, landsliðs- manns og liðsmann Manchester United. Sjálfur leikur Anton með landsliði Englands skipuðu leik- mönnum 21 árs og yngri. Roy Carroll er landsliðsmark- vörður Norður-Írlands og hefur undanfarið glímt við samskonar vandamál og einn frægasti landi hans, George Best. Báðir léku þeir með Manchester United í drjúgan tíma en Carroll kom frítt frá Unit- ed í fyrra. Carroll mun vera vafinn veð- málaskuldum og er sagður meira að segja skulda liðsfélaga sínum hjá West Ham dágóða upphæð. Þá hafa einnig borist fregnir af því að hann hafi drukkið stanslaust í tvo sólarhringa. Hann hefur undan- farið verið til meðferðar á stofnun sem sérhæfir sig í slíkum vanda- málum en hann er væntanlegur aftur til æfinga hjá félaginu á morgun. „Við erum meðvitaðir um vandamál Roy og styðjum hann á hvern þann hátt sem við getum,“ sagði Alan Pardew, knattspyrnu- stjóri West Ham. Annars var það að frétta af West Ham að Hayden Mullins hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Þá halda nokkrir fjölmiðlar því fram að Pardew hyggist leggja fram tilboð í Shaun Wright-Phillips, leikmann Chelsea, nú þegar nýtt fjármagn er komið inn í félagið. Hann reyndi að fá Wright-Phillips lánaðan frá Chelsea í haust en þeirri bón var hafnað. Chelsea mun þó vera til- búið að taka á móti tilboðum í leik- manninn. Fyrsti dagur Eggerts Magnússonar eftir að kaupin á West Ham voru tilkynnt var skrautlegur. Í gær var sagt frá því að Roy Carroll glímdi við áfengis- og spilafíkn og Anton Ferdinand hefði verið ákærður af lögreglu. Þrír íslenskir viðskipta- menn verða í stjórn enska úrvals- deildarfélagsins West Ham sem Björgólfur Guðmundsson og Egg- ert Magnússon hafa fest kaup á. Þeir eru Guðmundur Oddsson hæstaréttarlögmaður, Sighvatur Bjarnason forstjóri og Þór Kristj- ánsson hjá Samson. Sighvatur er ötull stuðningsmað- ur West Ham og fær nú veigamikið hlutverk innan félagsins. Hann var þó ekki með Björgólfi og Eggerti í WH Holding, eignarhaldsfélaginu sem var komið á fót til að gera til- boð í félagið. Guðmundur og Þór eru hins vegar hluthafar í félaginu. „Jú, þetta mun vera rétt,“ sagði Guðmundur sem hefur sjálfur verið þekktur fyrir knattspyrnu- iðkun en hann býr nú í Lundúnum þar sem hann er útibússtjóri lög- mannaskrifstofunnar Logos. Hann lék með Keflavík til loka tímabils- ins 1999 þegar hann hætti, 24 ára gamall. Hann hefur þó leikið nokkra leiki með Deiglunni í 3. deildinni síðan þá. „Þetta verður afar skemmtilegt verkefni enda er algjörlega bann- að að gera eitthvað í þessa veruna í London án þess að ég fái að vera með,“ sagði hann og hló. Hann er eðli málsins samkvæmt mikill knattspyrnuáhugamaður. „Ég er West Ham-maður í dag. Var reyndar hér áður fyrr stuðn- ingsmaður Liverpool en hef ákveð- ið að leggja „púllarann“ í dvala. Nú mun fjölskylda mín sjálfsagt afneita mér.“ Hann segist þegar búinn að skreyta skrifstofu sína með West Ham-varningi. „Ég fór upp á Upton Park fyrr í dag þar sem ég hitti Eggert og fór aftur heim klyfjaður varningi.“ Það verða því fjórir Íslendingar í stjórn félagsins auk tveggja Breta sem gegna trúnaðarstörfum hjá félaginu. „Á endanum er þetta eins og að stýra hverju öðru fyrirtæki. Það eru þó ýmis sérsjónarmið sem eiga við knattspyrnufélög en ef maður nær árangri í íþróttinni gerir maður það líka á fjármálasviðinu. Menn hafa miklar væntingar og metnað til að gera vel enda er ekki verið að tjalda til einnar nætur.“ Þrír Íslendingar í stjórn með Eggerti Dario Silva, fyrrum landsliðsmaður Uruguay sem missti hægri fótinn í umferðar- slysi fyrir tveimur mánuðum, hefur látið hafa eftir sér að hann hafi mikinn áhuga á að taka þátt á ólympíuleikunum. Silva, sem er 33 ára gamall, var mikill markaskorari og segist ekki alveg til í að kveðja íþrótta- heiminn og stefnir á að snúa sér að róðri. „Ég hef mikinn tíma núna til að einbeita mér að róðri. Ég veit svo sem ekkert hvort ég get unnið en ég ætla að keppa. Það væri mjög erfitt fyrir mig keppa á ólympíuleikunum árið 2008 en ég stefni á leikana í London árið 2012,“ sagði Silva. Stefnir á Ólymp- íuleikana Louis Saha bað samherja sína hjá Manchester United afsökunar fyrir að hafa klúðrað vítaspyrnunni gegn Celtic á miðvikudaginn. Frakkinn knái klúðraði einnig dauðafæri í leiknum þegar hann hélt að hann væri rangstæður en svo var ekki. „Ég bað félaga mína afsökun- ar, en þetta tilheyrir allt fortíð- inni núna og því verður ekki breytt hér eftir. Þúsund afsökun- arbeiðnir breyta því ekki. Ég er líka mjög leiður yfir frammistöðu minni. Við vorum hins vegar mjög hissa á að dómarinn hafi dæmt aukaspyrnuna sem réð úrslitum,“ sagði Saha. Saha hefur beð- ist afsökunar Bretar urðu margir hverjir hvumsa yfir þeim fregnum sem bárust af því að kostnaður vegna Ólympíuleik- anna í London árið 2012 sé nú þegar langt yfir áætlun. Ken Livingstone borgarstjóri segir þó að ekkert sé að óttast, leikarnir munu skila hagnaði. „Þetta er allt samkvæmt áætlun,“ sagði hann en bygging Ólympíuleikvangsins er nú talin kosta 10 milljarða punda eða 1330 milljarður króna. ÓL 2012 mun skila hagnaði

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.