Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2006, Qupperneq 95

Fréttablaðið - 23.11.2006, Qupperneq 95
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi í Sigur Rós, og Alex Somers, kærasti hans, gefa út myndabókina Riceboy Sleeps á morgun. Samhliða útgáfunni verða þeir með sýningu í Galleríi Turp- entine, þar sem gefur að líta mynd- ir úr bókinni ásamt vídeóverkum. Sýningin stendur yfir um helgina og ýtir bókinni þannig úr vör. „Við erum búnir að vinna að þessu verkefni í svona eitt og hálft ár og okkur þykir frekar vænt um bókina,“ sagði Jónsi í samtali við Fréttablaðið. „Við söfnuðum göml- um bókum og myndum sem við fundum á flóamörkuðum og á net- inu. Og svo teiknuðum við alls konar myndir sjálfir,“ sagði Jónsi, sem kveðst hafa teiknað frá því að hann var smábarn. Jónsi og Alex hafa ásamt öðrum meðlimum Sigur Rósar einnig teiknað og hannað ýmislegt tengt hljómsveit- inni. Jónsi segir ekkert sérstakt þema einkenna bókina. „Þetta kom bara svona, afar eðlilega. Við erum örugglega með einhvern ákveðinn stíl sem við vinnum út frá, en það gerðist bara án þess að við rædd- um það neitt sérstaklega,“ sagði Jónsi, sem sagði þá Alex ákveðna í að halda áfram á þessari braut. Myndir úr bókinni má einnig sjá á síðunni www.riceboysleeps.com. Gefur út myndabók með kærastanum Í kvöld verður Gullkindin, skamm- arverðlaunahátíð skemmtanaiðn- aðarins, haldin á Klassík Rokk. Mikil spenna er í tengslum við hver hreppir hvaða verðlaun, ekki síst heiðursverðlaunin. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins eru nokkrir sem koma til greina og má þar nefna þá Árna Johnsen, Runólf Ágústsson, fyrrv. rektor, Einar Ágúst söngvara og Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Andri Freyr Viðarsson, sem hefur með framkvæmd Gullkind- arinnar að gera, harðneitar eðli- lega að gefa upp hver hlýtur þau. „Þetta eru einu verðlaunin sem má túlka sem jákvæð. Af þeim öllum. Heiðursverðlaunin. Í fyrra fékk Eiríkur Jónsson blaðamaður þau og þá var hann búinn að fá alla þjóðina upp á móti sér.“ Og það verður einmitt Eiríkur sem afhendir heiðursverðlaunin, alveg ófeiminn við að mæta. „Hann sagði að það væri í góðu lagi svo framarlega sem við dræpum hann ekki.“ Líkt og Frétta- blaðið greindi frá í gær verður kynnir Stjáni 3000, betur þekktur sem Stjáni Stuð, ásamt alheimsfegurðardrottningunni Unni Birnu. Kvöldið leggst vel í kappann. „Ég hef nú kynnt hlust- endaverðlaun X-ins. Nei, nei, ekk- ert stressaður. Ég verð ánægður ef ég fæ dagskrána klukkan hálf sex. Þá læri ég þetta. Ef ég fæ dagskrána ekki fyrr en átta, þá verð ég stressaður.“ Stjáni er ánægður með sam- kynni sinn og segir að þau muni stilla saman strengi sína. Hann harðneitar því að Soffía eiginkona sín hafi af sér áhyggjur í svo heillandi félags- skap. „Nei, nei, hún er komin með smá vinnu í tengslum við hátíðina. Hún verður baksviðs og skammtar bjóra fyrir hina gestina. Þetta verð- ur söguleg stund. Og ég verð með grín inn á milli kynninga.“ Eiríkur afhendir heiðursverðlaun Gullkindar …fær Yesmine Olsson, sem setti það ekki fyrir sig að skrifa bók og sinna nýfæddu barni samtímis, og gefur nú út matreiðslubókina Fram- andi og freistandi. „Þetta eru aðkeyptir búningar frá stórborginni London, sérsniðin jakkaföt með glæsilegum silfur- þræði sem er ofinn inn í fötinn. Ég held að svona búningar hafi aldrei áður sést á Íslandi,“ segir Guð- mundur Pálsson, einn söngvara stórhljómsveitarinnar Baggalúts. Hljómsveitin hertók Austurbæ við Snorrabraut í allan gærdag fyrir tökur á myndbandi við lagið Gaml- árspartí og er víst að aðdáendur sveitarinnar sjá hljómsveitar- meðlimina ekki í sama ljósi þegar það verður frumsýnt. „Myndbandið er stórglæsilegt með eldglæringum og spreng- ingum,“ segir Guðmundur, aug- ljóslega móður eftir allan hama- ganginn. Fyrstu tökur eru búnar en nóg er eftir. Baggalútsmenn fengu systurnar Birnu og Guðfinnu Björns- dætur til að semja dans við lagið og segir Guð- mundur að þeir félagar hafi átt auðvelt með að tileinka sér tignarlegar hreyfingar enda allir þaulvanir hvers kyns dansi. „Þetta eru svona erótískar hreyfingar að hætti Kevins Federline sem hefur haft mikil áhrif á okkur og við berum mikla virðingu fyrir sem fagmanni í bæði tónlist og dansi,“ segir Guðmundur. „Þetta lagðist mjög vel í okkur, við hituðum vel upp og létum síðan slag standa,“ bætir Guðmundur við. Hins vegar verður lítið um fáklæddar stúlkur eins og svo oft þekkist í tónlistar- myndböndum enda segir söngvar- inn að þeir hefðu ekki viljað að þær drægju athyglina frá smekk- legum danssporum sveitarinnar. Gamlárspartí er upprunalega þýskt lag sem ber þann skemmti- lega titil Molotov Kokteil Party og er hálfgerður óður til hryðjuverka. Varla tilviljun að það skuli vera valið fyrir lag um daginn þar sem Íslendingar skjóta upp rakettum fyrir hundruð milljóna. 86.487 kr. Glænýtt og stórglæsilegt golfhótel með öllum þægindum: Rúmgóð herbergi með háhraða- nettengingu, útsýni yfir hafið eða golfvöllinn, þrír veitingastaðir og tveir barir. Áhugaverð svæði allt um kring. Tveir frábærir golfvellir, annar er par 72 og hinn par 62. Breiðar brautir, krefjandi flatir og glæsilegt útsýni yfir Miðjarðarhafið. Einstök lífsreynsla fyrir alla golfara, reynda sem byrjendur. GOLF SHERATON REAL DE FAULA Verð á mann í tvíbýli í viku: PAKKAFERÐIR VIÐ ALLRA HÆFI Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Nóvember–mars 49.900 kr. Nú mæta stórstjörnurnar í Manchester United á Craven Cottage og ætla sér að sjálfsögðu ekkert annað en sigur. Augljóslega ætla heima- menn í Fulham sér öll stigin þrjú en gestirnir hafa verið illviðráðanlegir á þessu tímabili. En það er eins og alltaf í boltanum: Allt getur gerst! Miðarnir sem við bjóðum eru í hlutlausri stúku og þess vegna hægt að halda með hvoru liðinu sem er! FULHAM– MAN. UTD. 12.–15. janúar Verð á mann í tvíbýli: 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.