Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.11.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 28.11.2006, Qupperneq 2
Ína, er þessi bið ekki ónáttúru- leg? Rafael Correa, 43 ára vinstrisinnaður hagfræðingur, sigraði með glæsibrag í forsetakosn- ingunum í Ekvador á sunnudaginn. Þegar helmingur atkvæða hafði verið talinn í gær hafði Correa fengið tvisvar sinnum fleiri atkvæði en andstæðingur hans, auðjöfurinn Alvaro Noboa. Ekvador bætist því í hóp þeirra Suður-Ameríku- ríkja þar sem vinstrimaður er við völd. Fyrir eru vinstrimenn við stjórnartauminn í Bólivíu, Brasilíu, Argentínu, Chile og Venesúela. Þeim Correa og Hugo Chavez, forseta Venesúela, er vel til vina, en Chavez hefur verið einn hvassyrt- asti andstæðingur Bandaríkjanna. Correa hóf kosningabaráttu sína með því að líkja sér við Chavez, en hætti því þegar hann sá að það kæmi ekki vel út í skoðanakönnunum. Nú eru þær afstaðnar og Correa segist vonast til þess að geta gert svipaða hluti og Chavez. Correa hefur lofað því að bæta mjög stöðu fátækra í Ekvador, landi þar sem fátækt er mikil. Hann vill einnig breyta stjórnarskrá landsins til þess að draga úr valdi gömlu flokkanna og takmarka starfsemi Bandaríkjanna í Ekvador. Andstæðingur Correas í forsetakjörinu, Noboa, vildi þó ekki viðurkenna ósigur sinn í gær og sakaði Correa um kosningasvindl. Vill hjálpa fátækum og draga úr áhrifum Bandaríkjanna Við höfum ekki einungis keypt Tamiflu, heldur einnig lyf sem heitir Relenza til þess að hafa ekki öll eggin í einni körfu. Fimm ungir veiðimenn, sem allir voru í sömu fjölskyldu, fundust myrtir í miðhluta Grikklands á laugardag. Mennirnir, sem voru á aldrinum 17 til 33 ára, voru saman í veiðiferð þegar harmleikurinn varð. Tveir þeirra voru bræður en hinir þrír voru frændur bræðranna. Faðir bræðranna fann líkin á akri, en hann hóf leit að mönnunum eftir að annar sonur hans hringdi í hann úr farsíma sínum. Sambandið slitnaði þó áður en feðgarnir náðu að tala saman. Gríska lögreglan hefur hafið morðrannsókn og leitar nú morðingjans. Fimm myrtir í veiðiferð Staðan á frístunda- heimilum Reykjavíkurborgar er mun betri nú en á sama tíma í fyrra þegar um 150 börn voru á biðlista eftir vistun að sögn Björn Inga Hrafnssonar, formanns Íþrótta- og tómstundaráðs. Dofri Hermanns- son, varaborgarfulltrúi Samfylk- ingarinnar, gagnrýndi framgöngu meirihluta borgarstjórnar í mál- inu í Fréttablaðinu í gær. Í dag eru 68 börn á biðlista sem mun vonandi styttast í vikunni þar sem tekist hafi að ráða í nokkrar stöður á síðustu dögum, að sögn Björns Inga. „Auk þess er mun meiri aðsókn núna í vistun. Þannig erum við bæði að koma fleiri börnum að og erum með styttri biðlista. En engu að síður teljum við of mikið að hafa eitt einasta barn á biðlista.“ Borgaryfirvöld eru með margs konar aðgerðir í gangi, fullyrðir Björn Ingi, og er nú í gangi þjón- ustukönnun hjá foreldrum allra barna sem eru á biðlista. „Við erum meðal annars að kanna hvort ein- hver þeirra þurfi bara hluta úr vist- un svo hægt sé að koma fleirum fyrir inni á sama degi. Einnig erum við að upplýsa fólk um stöðuna.“ Hingað til hefur sú regla gilt varðandi umsókn um vistun að fyrstir koma fyrstir fá. Nú hefur því verið breytt á þann veg að yngstu börnin og þau sem hafa sérþarfir fá forgang, að sögn Björns Inga. „Það leysir vanda ákveðinna barna. Og miðað við þá þróun sem er núna virðist mér að við getum klárað þetta á allra næstu vikum.“ Styttri bið og fleiri komast að Karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn úti fyrir Hvamms- vík í Hvalfirði aðfaranótt mánudags. Maðurinn fór í róður á kajak í víkinni rétt eftir hádegi á sunnudag. Þegar ekki hafði spurst til mannsins á sunnudags- kvöldið hafði ættingi hans samband við lögreglu sem gerði björgunarsveitum og varðskipi, sem var í mynni Hvalfjarðar, viðvart. Áhöfn varðskipsins fann manninn laust fyrir klukkan tvö um nóttina þar sem hann lá við hliðina á bát sínum úti á sjó. Tildrög slyssins eru ókunn. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. Kajakræðarinn fannst látinn Brotist var inn í tveggja hæða einbýlishús í Mosfellsbæ síðdegis á fimmtu- daginn. Þjófurinn eða þjófarnir spenntu upp glugga, rótuðu í skápum og skúffum og stálu heimabíómagnara, leikjatölvu, upptökuvélum og ýmsum öðrum rafeindatækjum. Auk þess var skartgripum, peningum og gjaldeyri stolið úr húsinu. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík nemur andvirði þýfisins hundruðum þúsunda, eða jafnvel milljónum króna. Málið er í rannsókn hjá lögregl- unni. Stálu tækjum og skartgripum Ungur piltur hefur játað að hafa ráðist á karlmann á sjötugsaldri í Öskjuhlíðinni síðastliðið föstudagskvöld. Pilturinn og þrír félagar hans veittust að manninum á Flug- vallarvegi eftir að hafa komið upp að bíl mannsins og spurt hvort hann væri samkynhneigður. Fórnarlambið hlaut slæma áverka á andliti í árásinni og missti auk þess fjórar tennur. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík liggur nú fyrir að einungis einn piltanna lagði hendur á manninn og telst málið að fullu upplýst. Fórnarlambið og piltarnir þekktust ekkert. Játar barsmíðar í Öskjuhlíðinni 75.000 KR. GJAFABRÉF FRÁ SMÁRALIND FYLGIR NÚNA ÖLLUM BÍLUM Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, verður aðstoðarlögreglustjóri hjá nýju embætti lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu sem tekur til starfa um áramótin. Fréttastofa NFS greindi frá þessu í kvöld- fréttum sínum í gær. Jón vildi ekki staðfesta þetta við frétta- stofuna. Stefán Eiríksson, lögreglu- stjóri hins nýja embættis, vildi ekki tjá sig um málið og vísaði á dómsmálaráðuneytið. Ekki náðist í dómsmálaráðherra. Jón H.B. vara- lögreglustjóri Tilkynnt hefur verið um alvarlegar geðrænar aukaverkanir hjá á annað hundrað börnum sem fengið hafa inflúensu- lyfið Tamiflu og eru þær hugsan- lega afleiðingar af notkun þess. Tugþúsundir skammta af lyfinu hafa verið keyptir hingað til lands til að bregðast við heimsfaraldri inflúensu, til að mynda fugla- flensu. „Þetta hefur komið til skoðunar áður, en engar tilkynningar hafa borist frá ábyrgum yfirvöldum enn um að þarna sé raunveruleg tenging,“ segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá Landlæknis- embættinu. Hann bætir við að samkvæmt síðustu upplýsingum sem hann hafi fengið hafi þessara hugsanlegu aukaverkana gætt í Japan. Þar í landi sé lyfið mikið notað handa börnum. Hjá Landlæknisembættinu eru nú til 89 þúsund skammtar af Tam- iflu, sem eiga að nægja þriðjungi þjóðarinnar ef heimsfaraldur breiðist út. „Við höfum ekki einungis keypt Tamiflu, heldur einnig lyf sem heitir Relenza til þess að hafa ekki öll eggin í einni körfu,“ segir Har- aldur. „Við erum að kaupa um fjögur þúsund skammta af því á þessu ári og væntanlega um sex- tán þúsund á því næsta. Vitaskuld á alltaf að skoða upplýsingar eins og þessar af fullri alvöru, en ég hef enga staðfestingu á því að Tamiflu valdi geðrænum truflun- um hjá börnum. Þetta er eitthvað sem menn hafa tekið eftir en svo getur verið að það sé mikið um geðrænar truflanir almennt. Þá þarf að athuga hvort þetta sé ein- ungis tengt lyfinu eða hvort þetta sé eitthvað sem hægt er að búast við að gerist.“ Haraldur segir enn fremur að heilbrigðisyfirvöld muni fylgjast náið með þróun mála. Fullvíst sé að Tamiflu valdi ekki aukaverkun- um af þessu tagi hjá fullorðnu fólki. Framleiðandi lyfsins hefur í samráði við bandarísku lyfjastofn- unina FDA sent tilkynningu til lækna í Bandaríkjunum þar sem greint er frá 120 tilvikum geð- rænna aukaverkana hjá börnum sem fengið hafa Tamiflu, að því er fram kemur á vefsíðu Lyfjastofn- unar. Þessar upplýsingar eru einn- ig til skoðunar hjá heilbrigðisyfir- völdum í Evrópu. Óttast að Tamiflu geti valdið geðsýki Tilkynnt hefur verið til lækna í Bandaríkjunum um alvarlegar geðrænar auka- verkanir hjá 120 börnum sem fengið hafa inflúensulyfið Tamiflu. Um 89.000 skammtar af lyfinu hafa verið keyptir hingað vegna hættu á fuglaflensu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.