Fréttablaðið - 28.11.2006, Side 10
Ehud Olmert, for-
sætisráðherra Ísraels, bauð Pal-
estínumönnum í stefnuræðu sinni
í gær víðtækar friðarviðræður,
hverfi þeir frá ofbeldi. Jafnframt
sagði hann að slíkar viðræður við
Ísraela myndu gera Palestínu-
mönnum kleift að mynda sjálf-
stætt ríki á Vesturbakkanum og á
Gaza-svæðinu.
Olmert talaði beint til Palest-
ínumanna og lofaði að fækka eftir-
litsstöðvum, greiða skatta Palest-
ínumanna sem Ísrael hefur haldið
síðan leiðtogar Hamas-hreyfing-
arinnar voru kosnir til valda í
þingkosningum Palestínumanna í
janúar, og að leysa fanga úr haldi,
komi til alvarlegra friðarvið-
ræðna. Jafnframt myndu Ísraelar
þá yfirgefa Vesturbakkann og her-
numin svæði.
„Ég rétti palestínskum nágrönn-
um okkar hönd mína í friði og vona
að ég komi ekki tómhentur til
baka,“ sagði Olmert. „Við getum
ekki breytt fortíðinni og við
munum ekki geta endurheimt
fórnarlömbin beggja vegna landa-
mæranna. Allt sem við getum gert
í dag er að koma í veg fyrir frek-
ari harmleiki.“
Þó verða Palestínumenn að
velja sér nýja hófsama ríkisstjórn
sem væri tilbúin til að fylgja frið-
aráætlun sem Bandaríkjamenn
styðja, sem og að leysa ísraelskan
hermann úr haldi, en gíslataka
hans var uppspretta átakanna í
sumar. Fyrr kemur Olmert ekki til
þessara „alvöru, opnu, heiðarlegu,
einlægu viðræðna“, sagði hann.
Friðarumleitanir Ísraela og
Palestínumanna hafa legið niðri
mánuðum saman, eða frá umrædd-
um kosningum. Þótt leiðtogar
Hamas-samtakanna hafi verið lýð-
ræðislega kosnir á þing hafa Ísra-
elar neitað að eiga samskipti við
þá, enda er eitt af takmörkum
samtakanna að eyða Ísrael.
Tilboð Olmerts um að hefja
aftur friðarumleitanir kom degi
eftir að vopnahlé milli Hamas-liða
og Ísraela hófst á Gaza-svæðinu,
sem ætlað er að binda enda á fimm
mánaða átök. Yfir 300 Palestínu-
menn hafa látist í átökunum sein-
ustu mánuði, þar af fjölmargir
óbreyttir borgarar. Einnig hafa
fimm Ísraelar farist.
Talsmaður palestínska ráðu-
neytisins sagði þingmenn taka til-
boði Olmerts með fyrirvara.
„Þetta er samsæri. Þetta er nýtt
herbragð. Olmert talar um palest-
ínska ríkið án þess að gefa upplýs-
ingar um landamærin,“ sagði
Ghazi Hamad, talsmaður stjórnar-
innar.
Ehud Olmert
hvetur til friðar
Forsætisráðherra Ísraels lýsti því yfir í gær að Palest-
ínumenn gætu myndað sjálfstætt ríki, komi þeir að
samningaborðinu með Ísrael. Palestínumenn segja
að um innantóm loforð sé að ræða.
Lögreglan í Rødovre í
nágrenni Kaupmannahafnar
handtók 90 mótmælendur á
unglingsaldri við samkomuhús
trúfélagsins Faderhuset á
sunnudag. Vildu ungmennin
mótmæla fyrirhuguðum flutningi
æskulýðsstarfs trúfélagsins í
byggingu sem nú hýsir Ungdoms-
huset, samkomustað ungs fólks á
Norðurbrú í Kaupmannahöfn.
Faderhuset keypti húsið fyrir
skömmu og hefur sótt um leyfi til
að rífa það og reisa nýtt. Borgaryf-
irvöld í Kaupmannahöfn hafa
reynt að koma að lausn málsins en
án árangurs. Nýir eigendur eiga að
fá húsið afhent 14. desember.
90 handteknir
vegna mótmæla
PANTAÐU Í SÍMA
WWW.JUMBO.IS
554 6999
SAMLOKUBAKKI | TORTILLABAKKI | BLANDAÐUR BAKKI
ÞÚ GETUR PANTAÐ GIRNILEGA VEISLUBAKKA FRÁ OKKUR MEÐ LITLUM FYRIRVARA
Karlmaður var í gær
dæmdur í Héraðsdómi Suður-
lands í tveggja mánaða skilorðs-
bundið fangelsi fyrir kynferðis-
brot gegn ungri stúlku. Hann var
jafnframt dæmdur til að greiða
henni 300 þúsund krónur með
vöxtum í miskabætur og 200 þús-
und króna sekt til ríkissjóðs. Loks
var honum gert að greiða nær 300
þúsund krónur í sakarkostnað.
Maðurinn sýndi stúlkunni tvær
klámmyndir í tölvu sinni í júlí
2005. Þar á meðal var mynd sem
sýndi barn á kynferðislegan og
klámfenginn hátt. Í tölvu manns-
ins fann lögreglan síðan fimm
ljósmyndir og 21 hreyfimynd sem
sýndu börn einnig á klámfenginn
hátt. Loks fundust 35 ljósmyndir
á hörðum diski í tölvu hans, en
hann hafði afmáð myndirnar af
diskinum er lögregla lagði hald á
tölvuna. Þessar myndir sýndu
einnig börn með sama hætti og að
ofan er getið.
Maðurinn viðurkenndi fyrir
dómi að hafa haft myndirnar í
tölvunni, en neitaði að það hefði
verið af ásetningi. Þær hefðu hal-
ast niður á tölvu hans þegar hann
ætlaði að ná sér í löglegt klám-
efni, sér og konu sinni til skemmt-
unar.
Hann neitaði hins vegar að
hafa sýnt stúlkunni klámmynd-
irnar en dómurinn mat hana stað-
fasta í framburði sínum þrátt
fyrir að hún hafi verið látin end-
urtaka frásögn sína.
Dæmdur fyrir kyn-
ferðisbrot og klám
Lögreglan í Kópa-
vogi handtók tæplega tvítugan
mann aðfaranótt föstudags. Við
leit á manninum fundust fíkniefni í
söluumbúðum. Í kjölfarið var gerð
húsleit á heimili mannsins og
fannst töluvert magn fíkniefna til
viðbótar. Við yfirheyrslur viður-
kenndi maðurinn að hafa ætlað að
selja efnin. Honum var sleppt að
yfirheyrslu lokinni.
Efnin sem tekin voru af
manninum eru hass, maríjúana,
amfetamín og ofskynjunarefni.
Rannsókn málsins er ekki lokið.
Fundu fíkniefni
í söluumbúðum
Stjórnvöld eru að færa
ríkisstofnunum verkefni á silfur-
fati að sögn Guðmundar Arasonar,
framkvæmdastjóra Securitas, sem
hefur, ásamt Öryggismiðstöðinni,
annast öryggisleit á Keflavíkur-
flugvelli í samstarfi við Flugmála-
stjórn. Utanríkisráðuneytið hefur
ákveðið að Flugmálastjórn geri
þjónustusamning við sýslumanns-
embættið á Keflavíkurflugvelli
fyrir árið 2007 um framkvæmd
þess hluta öryggisleitar sem Secur-
itas og Öryggismiðstöðin hafa
sinnt.
Guðmundur segist hafa upplýs-
ingar um að þeirra þjónusta sé
ódýrari en þjónusta sýslumanns-
embættisins og þetta gangi gegn
útvistunarstefnu stjórnvalda sem
snýst um að þar sem einkageirinn
geti framkvæmt hluti hagkvæmar
en hið opinbera sé forstöðumönn-
um skylt að bjóða verkefnið út.
„Flugvallarstjórinn á Keflavíkur-
flugvelli hefur tekið þessa stefnu
upp og beitt í sínum ákvörðunum
en er núna rekinn öfugur til baka.
Þetta er slæmt merki til annarra
ríkisstofnana,“ segir Guðmundur.
Gert er ráð fyrir 160 milljónum
króna í samninginn við sýslumanns-
embættið að sögn aðstoðarmanns
utanríkisráðherra. Á meðan verður
gerð úttekt á mögulegum útfærsl-
um á rekstri vopna- og öryggisleit-
ar og ákvörðun um framtíðarút-
færslu tekin í kjölfarið. Ekki náðist
í utanríkisráðherra.
Öryggiseftirlit til sýslumanns