Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.11.2006, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 28.11.2006, Qupperneq 18
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Miðbærinn krúttlegur Núna er tíminn til að tala um veiði Taumlaus efnis- hyggja Byrjaður að kaupa? Í þættinum Beðmál í borg- inni fer lögfræðingurinn Miranda á svokallað hrað- stefnumót. Henni verður lít- ið ágengt þar til hún skiptir um starfstitil og segist vera flugfreyja. En er það svo að sum störf séu einfaldlega kynþokkafyllri en önnur? Hagfræðingar í Bandaríkjunum gerðu könnun á þarlendum einka- málavefjum og skoðuðu 30.000 auglýsingar og svör við þeim. Nið- urstöðurnar er að finna í bókinni Freakonomics. Þar kemur í ljós að því efnaðri sem menn sögðust vera, þeim mun fleiri svör fengu þeir frá konum. En hið sama virtist ekki eiga við varðandi fjárhag kvenna. Það kom í ljós að menn forðuðust vissulega konur úr lægstu launa- flokkunum, en að sama skapi virt- ust þeir smeykir við konur með of há laun, sem útskýrir ef til vill hvers vegna lögfræðingnum Mir- öndu gekk svona illa. En hvaða störf eru það þá sem ýta undir kynþokka? Samkvæmt könnuninni vilja menn helst fara á stefnumót með stúdentum, listakonum eða dýra- læknum. Á hinn bóginn forðast þeir einkaritara og lögreglukonur, konur á eftirlaunum eða í hernum. Konur kjósa helst hermenn, lögregluþjóna og slökkviliðsmenn, eða þá lögfræðinga og fjármála- stjóra. Þær forðast hins vegar verkamenn, námsmenn, menn í þjónustustörfum og leikara. Vænt- anlega eru undantekningar gerðar séu leikararnir frægir, karlmenn sýndu frægum konum einnig áhuga, en þar skortir ef til vill upp á raunsæi einkamálanotenda. Fyrir karlmenn eru aðrir þætt- ir veigameiri en fjárhagur eða menntun hins kynsins, til dæmis fá þær jafnmörg svör fyrir að vera ljóshærðar og þær fá fyrir að vera háskólamenntaðar. Hagfræðingarnir túlkuðu þess- ar staðreyndir ekki frekar, en ef til vill má leika sér að því að alhæfa útfrá þeim eins og öðru. Það vekur furðu að menn skuli sýna einkariturum lítinn áhuga, kannski að þeir óttist samkeppni atvinnurekanda þar. Einnig kemur í ljós að lögreglustörf eru aðlað- andi sinni karlmaður þeim en óaðlaðandi sinni kona þeim. Hvort þessar niðurstöður end- urspegla ríkjandi fordóma í sam- félaginu skal ósagt látið, en eitt er þó nokkuð ljóst. Konur í Banda- ríkjunum kjósa helst menn í „karl- mannlegum“ störfum, svo sem hermennsku, eða störfum sem eru vel launuð. Karlmenn kjósa hins vegar helst konur í „kvenlegum“ störfum, eins og dýralækna eða tilfinningaríkar listakonur. Þurfa niðurstöðurnar því kannski ekki að koma svo á óvart, konur heillast að hinu karlmann- lega og karlmenn að hinu kven- lega. Eða, með öðrum orðum, strákar vilja bleikt og stelpur vilja blátt. Starfið skapar kynþokkann – Vel lesið Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband í síma 5505844 | orn.geirsson@365.is Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Notaðu mest lesna* blað landsins til að dreifa kynningarefni til þinna viðskiptavina *Gallup maí 2006
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.