Fréttablaðið - 28.11.2006, Síða 20
fréttir og fróðleikur
Leiðtogafundurinn í Ríga
Umsóknir um pólitískt hæli
hafa breyst og þyngri mál
koma nú inn á borð Útlend-
ingastofnunar og lögmanna.
Katrín Theodórsdóttir lögmaður
segir að umsóknir um pólitískt
hæli komi í auknum mæli frá fólki
með uppruna í ríkjum fyrrum Sov-
étríkjanna. Þessar umsóknir fái
gjarnan flýtimeðferð sem leiði
jafnvel til þess að fólk sé sent úr
landi áður en niðurstaða kæru-
meðferðar liggur fyrir. Heimild sé
til þess samkvæmt lögum. Hún er
ósátt við þetta.
Katrín er sérfræðingur í mál-
efnum útlendinga. Hún segir að
fagmennska einkenni vinnubrögð
Útlendingastofnunar en harkaleg
stefna stjórnvalda í útlendinga-
málum hafi áhrif á lagafram-
kvæmdina. Hún segir mjög sér-
stakt að beita flýtimeðferð við
hælisumsóknir frá Rússlandi og
fyrrum ríkjum Sovétríkjanna.
„Víða er pottur brotinn í Rúss-
landi, umsóknirnar streyma þaðan
og því greinilegt að mikið er að í
landinu. Af hverju er þá verið að
beita flýtimeðferð í stórum stíl?“
spyr hún.
Katrín telur að hælisleitendur séu
í lagalegu og félagslegu tómarúmi
hér á landi. Hún bendir á að nýleg-
ar reglur heimili hælisleitendum,
sem hafi persónuskilríki, að sækja
um dvalarleyfi til bráðabirgða og
þá geti þeir fundið sér vinnu.
Hælisleitendur séu hins vegar
ekki alltaf með skilríki. Þeir til-
heyri gjarnan minnihlutahópum
og oft hafi mannréttindi verið
brotin á þeim. Hún segir að ein-
staklingarnir séu oft ríkisfangs-
lausir og hafi því engin skilríki en
þeir hafi kannski keypt fölsuð
skírteini áður en þeir héldu af
landi brott og fargað þeim svo.
Fólk sem ekki hefur skilríki
getur ekki sótt um dvalarleyfi til
bráðabirgða hér á landi. Katrín
bendir á að flóttamenn séu oft
mjög illa á vegi staddir, þeir hafi
gengið í gegnum miklar þrenging-
ar og fái svo ekki að leggja sitt af
mörkum, til dæmis í atvinnulífinu
þó að hér sé mikill skortur á starfs-
fólki.
Katrín vekur athygli á því að ekki
sitji allir útlendingar við sama
borð. Reglur hafi verið settar um
stöðu og þjónustu við kvótaflótta-
menn, hópa flóttamanna sem
íslensk stjórnvöld hafa valið til að
taka á móti, til dæmis fólk frá
Víetnam og Kosovo, en ekkert
slíkt sé gert fyrir þá sem bíði eftir
afgreiðslu umsókna um dvalar-
leyfi og ekki séu skýrar reglur um
réttindi fólks sem fær dvalarleyfi
af mannúðarástæðum. Þá njóti
börn á grunnskólaaldri engra rétt-
inda, til dæmis varðandi menntun,
meðan verið er að afgreiða umsókn
um dvalarleyfi. Það getur oft tekið
marga mánuði.
„Það ríkir tvískinnungur við
meðferð umsókna og það vantar
að samræma framkvæmdina,“
segir Katrín.
Hún bendir á að auðvitað sé það
ákvörðun stjórnvalda hversu
mörgum útlendingum utan EES-
svæðisins eigi að taka á móti en
frjálst flæði gildi um fólk af EES-
svæðinu. Íslendingar hafi flutt inn
fólk í hópum til að vinna við stór-
framkvæmdir. Um leið hafi
aðgangurinn lokast fyrir fólk frá
ríkjum utan EES.
„Ég tel að það ríki of mikil harka
þegar um er að ræða Íslendinga
með uppruna utan EES sem eiga
börn, foreldra eða maka í þriðja
ríki,“ segir Katrín. „Við verðum
að hugsa öðruvísi, meira út frá
mannréttinda- og mannúðarsjón-
armiðum.“
Löggjöfin segir að útlending-
urinn geti ekki fengið dvalarleyfi
fyrir maka, sem ekki er orðinn 24
ára, foreldra sem eru undir 66 ára
aldri og börn eldri en átján ára.
Þeir sem ekki eru skilgreindir
sem aðstandendur í merkingu lag-
anna verða því að sækja um dval-
ar- og atvinnuleyfi og sitja þá við
sama borð og allir aðrir umsækj-
endur frá þriðja ríki með þeim
tálmunum sem lög kveða á um.
Katrín nefnir sem dæmi að
áður en atvinnuleyfi er gefið út
verður vinnuveitandi að leita til
EES vinnumiðlunarinnar vegna
forgangs nýrra aðildarríkja ESB
fram yfir ríkisborgara þriðju
ríkja. „Þetta gerir að verkum að
nær útilokað er að fá dvalar- og
atvinnuleyfi fyrir ríkisborgara
þriðja ríkis,“ segir hún.
Annað dæmi er þegar einstakl-
ingur sem hefur fengið dvalar- og
atvinnuleyfi vegna hjúskapar við
Íslending eða útlending sem er
löglegur í landinu og hjónabandið
leysist upp. „Þá missir viðkom-
andi landvistarleyfi og fer á byrj-
unarreit. Engu breytir þótt við-
komandi hafi komið sér félagslega
fyrir í landinu og getið sér gott
orð í vinnu og vinnuveitandinn
vilji ekki missa góðan starfs-
kraft.“
Katrín bendir á að löggjöfin sé
einnig óþarflega harkaleg gagn-
vart útlendingum frá þriðja ríki
þegar forsendur fyrir dvalarleyfi
breytist skyndilega. Útlending-
arnir séu hér í skjóli vinnuveit-
enda. Þetta fólk fari á byrjunar-
reit aftast í röðinni ef forsendur
fyrir dvalarleyfi bresta.
„Þarna ætti að taka meira tillit til
mannúðarsjónarmiða. Við verðum
að gera okkur grein fyrir því að
við erum að opna landið fyrir
manneskjum sem hasla sér völl
hér, eignast vini og bindast tilfinn-
ingaböndum við land og þjóð,“
segir hún.
Katrín gagnrýnir að of mikið
rými sé fyrir frjálst mat stjórn-
valda í löggjöfinni og telur það
varasamt. „Ég tel nauðsynlegt að
breyta lögunum til að koma í veg
fyrir að öryggi fólks og einkalíf
verði með svo afgerandi hætti háð
duttlungum annarra. Síðasta
útspil dómsmálaráðherra um
íslenskukunnáttu sem skilyrði
fyrir veitingu búsetuleyfis og rík-
isborgararéttar er enn ein hindr-
unin í átt til réttaröryggis en þeir
sem til þekkja vita að vandamálið
er skortur á íslenskunámskeiðum
fyrir útlendinga.“
Hælisleitendur eru í lagalegu
og félagslegu tómarúmi
„Ég tel nauðsynlegt að breyta
lögunum til að koma í veg fyrir
að öryggi fólks og einkalíf verði
með svo afgerandi hætti háð
duttlungum annarra.“
Þarf að ræða
málið betur