Fréttablaðið - 28.11.2006, Page 29

Fréttablaðið - 28.11.2006, Page 29
Í Bandaríkjunum er sívaxandi eftirspurn eftir líkamsrækt- arþjálfurum með tilskilin réttindi. Nýtt nám í einkaþjálfun hefur verið sett á laggirnar við heilsu- og hreyfingafræðideild Purduehá- skóla í Bandaríkjunum, vegna auk- innar kröfu um löggilta þjálfara. Hingað til hefur lítil sem engin samhæfing verið á námi í einka- þjálfun í Bandaríkjunum. Ýmsar námsleiðir hafa verið í boði, svo sem námskeið af ýmsum gerðum og fjarnám sem aðeins tekur nokkrar klukkustundir að ljúka á netinu. Afleiðingarnar hafa meðal ann- ars verið þær að einkaþjálfarar eru illa undir það búnir að þjálfa eldri borgara, öryrkja og þá sem undirgangast endurhæfingu eftir slys og veikindi. Líkur eru taldar á að illa upplýstir þjálfarar skaði frekar skjólstæðinga sína en að hjálpa þeim. Með náminu er vonast til að ráðin verði úrbót á þessu vanda- máli, þar sem nemendur munu meðal annars vinna með börn, eldri borgara og öryrkja. Námið þykir líka í lengra lagi miðað við það sem tíðkast hefur, eða fjögur ár, og er því sambærilegt BA- námi. Frá þessu er greint á heimasíðu CNN, www.cnn.com. Krafa gerð um lög- gilta einkaþjálfara Mun meiri fjölbreytni er innan erfðamengis mannsins en áður var talið. Frá þessu er greint á vef BBC. Breskir vísindamenn greindu 270 erfðasýni víðs vegar að úr heimin- um og kom fjölbreytnin á óvart. Stór litningasvæði vantaði í suma á meðan önnur höfðu tvöfaldast. Erfðafræðin hefur einblínt mikið á einstakar stökkbreytingar og afleiðingar þeirra og segja má að erfðafræðingar hafi ekki séð skóginn fyrir trjánum. Sú fullyrð- ing að erfðamengi manna sé 99,99 prósent eins virðist ekki standast heldur erum við mun ólíkari en áður var talið. Meiri fjöl- breytni fyrirlestur }

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.