Fréttablaðið - 28.11.2006, Side 44

Fréttablaðið - 28.11.2006, Side 44
Í Varsjá sitja tveir drengir í búningum frá enskum félags- liðum. Fótboltinn í pakkanum frá „Ice- land“ kemur loks að góðum notum og bræðurnir rífast um hvor þeirra sé Gerrard og hvor Lampard. Boltanum er sparkað í vegg. Í eldhúsinu stendur móðir þeirra yfir potti með nýju kjöti og kartöflum, Peningarnir nægðu til að fylla ísskápinn næsta mánuðinn. Hún saknaði mannsins og vissi vel að hugur hans væri hjá henni. Hann kæmi í næstu viku. Stoppaði stutt en nærveran minnti á þá gömlu, góðu daga. Einu sinni hitti ég Pólverja á bar sem leyfði sér að drekka syni sínum til heiðurs. Hann leit út fyrir að vera eldri en sextugt, var varla meira en fimmtugur og hafði nurlað nokkrum hundraðköllum saman fyrir einu fylleríi. Gat loks leyft sér að drekka einn eða tvo. Sonur hans hafði komist í tannlækninganám við háskólann í Varsjá fyrir ári síðan og þurfti peninga fyrir skóla- gjöldum. Tækifæri sem ekki var hægt að sleppa. Pabbinn ræddi málin við móðurina, fékk vinnu í gegnum atvinnurekanda á netinu og hélt til Íslands. Hann talaði litla íslensku en smá ensku og mér tókst einhvern veginn að skilja stoltið sem flæddi um æðar hans. „Ég vera hér til að borga háskóla,“ sagði hann og lyfti glasi. Félagarnir skál- uðu í bjór og röltu síðan heim. Strákurinn hafði komist í gegnum fyrsta árið með glæsibrag. Aðeins fimm ár í viðbót á þessum volaða stað. Fimm ár til að gera stráknum kleift að opna sína eigin stofu. Hér er fólk sem lætur sig hafa það að búa við bágbornar aðstæður í niðurnjörvuðum íbúðum í iðnað- arhverfum. Vinnur myrkranna á milli fyrir lítinn pening. Lætur hroka og hleypidóma íbúanna ekki fara í taugarnar á sér. Bara svo að þeir fái greidd laun sem eru send heim. Leggja grunninn að framtíð erfingjanna svo að þeir þurfi ekki einhvern tímann að rífa sig upp og flytjast á fjarlægar slóðir fyrir sín börn. Vin nin ga rv erð a a fh en dir hj á B T S m ár ali nd . K óp av og i. M eð þv í a ð t ak a þ át t e rtu ko m inn í S MS kl úb b. 99 kr /sk ey tið . SENDU SMS SKEYTIÐ JA SBV Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR OG MARGT FLEIRA 9 HVER VINNUR! Ég vill að það sé alveg á hreinu að ég myndi frekar deila koju með Hitler en með þér. Fyrr myndi ég lána Stalín svefnpoka og leyfa honum að gista í stofunni hjá mér! Og það yrði ofar á listanum hjá mér að fá að deila tjaldi með Gengis Khan! Skilurðu hvert ég er að fara?! En þar sem ég er frekar örvæntingarfull. Getum við flutt saman? Ég vissi að þú myndir sannfærast Búinn Horfði á Öskur, Særingarmanninn og Blair nornina á einu kvöldi. Geisp! Það hlýtur að vera einhvers konar met! Braaaak Þetta er heimskulegt! Ég get ekki sofnað! Húrra Solla, þín fyrsta barnatönn að fara, en spennandi! Er að gott að tönnin sé laus? Að sjálfsögðu er það gott, það þýðir að þú ert að verða stór! Það er ekki langt þar til þú færð þínar alvöru tennur! Ha? er ég bara búinn að vera með prufutennur?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.