Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.11.2006, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 28.11.2006, Qupperneq 48
Lista- og menningarráð Kópavogs efnir til árlegrar ljóðasamkeppni undir heitinu „Ljóðstafur Jóns úr Vör“ og er skilafrestur til 15. desember. Þriggja manna dóm- nefnd mun velja úr þeim ljóðum sem berast og að venju eru veitt vegleg verðlaun fyrir hlutskarp- asta ljóðið og fær skáldið einnig til varðveislu göngustaf sem á verð- ur festur skjöldur með nafni þess í eitt ár. Öllum skáldum er velkomið að senda ljóð í keppnina en skilyrði er að ljóðin mega ekki hafa birst áður. Ljóðum skal skilað með dul- nefni og skal nafn, heimili og sími skáldsins fylgja með í lokuðu umslagi auðkennt með sama dul- nefni. Bréfið skal merkja „Ljóð- stafur Jóns úr Vör“, Tómstunda- og menningarsvið Kópavogs, b.t. Sigurbjargar H. Hauksdóttur, Fannborg 2, 200 Kópavogur. Aðeins má senda eitt ljóð í hverju umslagi og þess vænst að ljóðunum sé skilað á pappírs- stærðinni A-4 eða A-5. Afhending verðlaunanna fer fram á afmælisdegi skáldsins Jóns úr Vör hinn 21. janúar 2007. Nánari upplýsingar um ljóða- samkeppnina má finna á heima- síðu Kópavogsbæjar, www.kopa- vogur.is. Ljóðstafur Jóns úr Vör Á undan sinni samtíð – sönn skáld- saga, eftir Ellert B. Schram, er hálfkæringur og tómstundaiðja í rituðu máli. Svona dund til að drepa tímann. Kannski ofurlítill broddur í háðinu, kannski einhvers konar uppgjör við liðna tíð, en alls ekki illa meint. Enginn skyldi taka þessa sögu hátíðlega eða misskilja til- tækið og telja Ellert með rithöf- undum. Bara alls ekki. Ofangreind málsgrein er upp- suða úr orðum frá höfundi sem finna má aftast í bókinni. Þar segir Ellert afar afsakandi af tilurð bók- arinnar og gerð. En óvart varpar höfundur þar ljósi á helsta galla þessarar annars ágætu bókar. Það hlýtur að teljast hæpið að bjóða lesendum upp á bók sem, ef marka má orð höfundar sjálfs, er hálfgerð hrákasmíð. Gengur eiginlega ekki upp að senda frá sér bók ef ekki fylgir hugur máli. Innbyggð mót- sögn og orðin túlkast því sem hæ- verskugrobb. Bókin rekur í stórum dráttum lífshlaup tveggja samtíðarmanna úr Reykjavík, jafnaldranna Guð- björns Þórðarsonar og Eggerts Schevings. Eggert, sem höfundur augljóslega byggir á sjálfum sér, er sveimhugi. Flýtur með, lendir á þingi, verður ritstjóri fyrir tilvilj- un, er fótbolta- og félagsmálafröm- uður með lágstemmt sjálfsmat. Guðbjörn, eða Búbbi, er hins vegar athafnaskáld með stóru A-i. Gróss- er af gamla skólanum. Ekkert lán- ast honum þó og ekki hleypur á snærið hjá Búbba eins og þeim Jóa í Gratís og Bjarnólfi sem á sínum tíma flæktist af illri nauðsyn með sitt hafurtask til Pétursborgar. Það þrátt fyrir að Búbbi hafi otað sínum tota og komið sér innundir hjá toppunum í samfélagi sem byggist á samansúrruðu og spilltu sam- tryggingarkerfi. Ellert á ótrúlega auðvelt með að varpa ljósi á þjóðfélagsgerðina í gegnum þessa fulltrúa stríðskyn- slóðarinnar og þróun sem orðið hefur: Frá spilltu og lokuðu klíku- samfélagi í átt til frjálsræðis, einkavinavæðingar og misskipt- ingar. Ádeilan er hárbeitt á stund- um þó sett sé fram á „léttum“ nótum. Eins og til dæmis þegar segir af því þegar Eggert skiptir um flokk. Fer úr Íhaldsflokknum og gengur til liðs við Breiðfylking- una. Fremur þar með ófyrirgefan- leg svik við málstaðinn um frelsi einstaklingsins. Því dyggir fót- gönguliðar hins rótgróna flokka- kerfis eiga ekki að bregða sér út af sporinu. Og ala þannig á rang- hugmyndum kjósenda sem eru, þegar allt kemur til alls, meira í líkingu við sauðfénað en hugs- andi verur. Fer á sína kró í kjör- klefanum hvernig svo sem vind- arnir blása. „Svoleiðis gera menn ekki í frjálsu þjóðfélagi og allra síst ef þeir eru talsmenn einstaklings- frelsis og alls ekki ef þeir vilja hafa eitthvert gagn af frelsinu. Frelsið er þvert á móti fólgið í því að nýta sér frelsi til að skipta aldrei um skoðun og þegja þá um það ef það hendir. Frjálshuga menn umgangast ekki fólk sem er svo vitlaust að yfir- gefa flokka sem berjast fyrir frelsi. Það eru svik við málstaðinn um frelsi einstaklingsins.“ (Bls. 142) Höfundur gerir sjálfum sér óleik með því að vísa til stórvirkja bókmenntasögunnar á borð við Don Kíkóta eftir Cervantes, Góða dátann Svejk eftir Hasek og Bör Börsson eftir Falkberget. Þó ljóst megi vera að Ellert ætlar sér engan samanburð við þessa höfunda vekur hann engu að síður upp slík hugrenningatengsl með því að nefna þessar bækur. Á undan sinni samtíð er ekki á pari við þau meist- araverk. Ekki síst vegna hiks og þess að ekki er ekið með lesendur alla leið – sett meira kjöt á beinin. Því ekki vantar efniviðinn, bókin er stórskemmtileg og athyglisverð á köflum auk þess sem Ellert býr yfir liprum, rembingslausum og skemmtilegum stíl. Þegar hann dregur upp næstu bók ætti hann að stíga skrefið til fulls með það í huga að skop er dauðans alvara. Þriðja stjarnan er því sett hér fram í þeirri vissu að ekkert er því til fyrirstöðu að Ellert miði sig frekar við Hasek en hálfkæring á borð við Þá hló þingheimur, sagnamanninn Örn Clausen eða Lífsins melódí eftir Árna Johnsen – með fullri virðingu. Frelsi til að skipta ekki um skoðun Ítalir hafa oftar unnið óskars- verðlaun fyrir bestu erlendu mynd en nokkur önnur þjóð, þótt Frakkar hafi oftar verið tilnefnd- ir. Þrátt fyrir það er sorglega sjaldgæft að ítalskar myndir rati hér í bíó. Úr því er þó bætt þessa dagana, því ítölsk kvikmyndahá- tíð stendur nú yfir í Háskólabíói. Sérstakri athygli er beint að leik- stjóranum Pupi Avati. Avati vakti fyrst athygli á sér sem einn handritshöfunda síð- ustu kvikmyndar Pasolini, 120 dagar Sódómu, sem enn þann dag í dag er hryllilegasta mynd sem gerð hefur verið og fær Hostel til að líta út eins og Mary Poppins. Hún er þó ólík þeim myndum sem hér eru sýndar, sem eiga það flestar sameiginlegt að gerast í fallegu umhverfi Bologna og fjalla um óendurgoldna ást. Og ólíkt bandarískum bíómyndum er ástin ekki alltaf milli fallegs og ólofaðs fólks, heldur hefur fleiri víddir. Útskriftarveislan (Festa di laurea) frá 1985 gerist rétt eftir stríð og segir frá manni sem enn er ástfanginn af konu er kyssti hann í stríðsbyrjun. Honum er falið að skipuleggja útskriftar- veislu dóttur hennar, og sýnir myndin í skemmtilegu lokaatriði hvernig miklir harmleikir geta búið bak við hamingjusamar fjöl- skyldumyndirnar. Myndin Sögur af stelpum og strákum (Storia di ragazzi e di ragazze) gerist fyrir stríð og segir einnig frá veislu, í þetta sinn trúlofunarveislu. Langbest er þó myndin Með hjartað á öðrum stað (Il cuore alt- rove) frá 2003. Segir þar frá 35 ára gömlum hreinum sveini sem er sendur í afhommun frá Róm til Bologna. Faðir hans saumar kjóla á páfann og hefur lítið álit á norðurhéruðunum, kallar þau ýmist Þýskaland eða Norðurpól- inn eftir því hvernig liggur á honum. Enn versnar það þegar sonurinn verður skotinn í blindri stúlku. Myndin sýnir hversu illa fer þegar menn verða ástfangnir af konum sem eru fyrir ofan þá í þjóðfélagsstiganum, og er þess vegna kærkomin tilbreyting frá Hollywoodvæmni. Fettuchini og framhjáhald Halldór Sigdórsson aðstoðarverslunarstjóri hjá RV R V 62 19 A Þegar gæðin skipta máli Lotus Professional borðpappírsvörur Á t ilbo ði í nó vem ber 200 6 Lot us L inSt yle serv íett ur, disk am ottu r, „ löb era r“ og dúk ar Til hátíðabrigða Í verslun RV að Réttarhálsi eru nú á tilboði Lotus LinStyle dúkar og servíettur í mörgum litum. Einnig eru á tilboði ýmsar gerðir af servíettum, diskamottum og „löberum“ með jólamynstri. Takmarkað magn er í boði af sumum jólavarningi. Fyrstur kemur fyrstur fær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.