Fréttablaðið - 28.11.2006, Page 50

Fréttablaðið - 28.11.2006, Page 50
Árlegir styrktartónleikar á vegum Vina Indlands verða haldnir í Saln- um, Tónlistarhúsi Kópavogs annað kvöld. Margir af ástsælasta tón- listarfólki landsins stígur þar á stokk og ljær góðu málefni lið en má þar nefna söngkonurnar Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur og Signý Sæmundsdóttur, sellóleik- arann Gunnar Kvaran, Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara, Gerrit Schuil píanóleikara og Kammerkór Langholtskirkju sem syngur undir stjórn Jóns Stefáns- sonar. Vinir Indlands er félag sjálf- boðaliða sem hefur það að mark- miði að að styðja fátæk börn og munaðarlaus í Suður-Indlandi til náms, til dæmis með fjársöfnun af ýmsu tagi. Styrktartónleikarnir eru stærsta fjáröflunarleið félags- ins en félagið ræðst nú í sitt stærsta verkefni til þessa, sem er bygging heimilis fyrir munaðar- laus börn sem misstu foreldra sína í flóðbylgjunum í desember á síð- asta ári. Allt starf félagsins fer fram í sjálfboðavinnu og er unnið í nánu samstarfi við indverska sjálfboðaliða. Að lokum tónleikunum munu félagar úr Vinum Indlands segja frá félaginu og ferð sinni til Ind- lands síðastliðið sumar í máli og myndum. Allir listamenn gefa vinnu sína til styrktar málefninu og rennur söfnunarféð því óskipt til verkefna í Tamil Nadu héraði í Indlandi. Tónleikarnir fara fram kl. 20 annað kvöld. Safnað fyrir Indland 25 26 27 28 29 30 1 Lau. örfá sæti 2. des. Sun. 3. des. Fim. 7. des. Fös. 8. des. Lau. 9. des. Síðustu sýningar! Miðasala virka daga frá kl. 11-16 og 2 tímum fyrir sýningar. Sími 562 9700 idno.is og midi.is Sýningar kl. 20 Sýnt í Iðnó “Fólk ætlaði hreint vitlaust að verða úr hlátri.” S.A. TMM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.