Fréttablaðið - 28.11.2006, Side 52
JPV útgáfa hélt sína árlegu jólagleði á föstudaginn
og fagnaði útgáfu þessarar vertíðar. Fjöldi fólks lét
sjá sig í gleðskapnum og sem fyrr fór mikið fyrir
rithöfundum, bókarýnum og starfsfólki bókaversl-
ana.
Jólagleði hjá bókafólki
Fegurðardísin og leikkonan Scarl-
ett Johansson er byrjuð að reykja
sígarettur eins og
strompur eftir að
hún fékk fregnir
af framhjáhaldi
kærasta síns Josh
Hartnett. Slúður-
blöðin vestanhafs
hafa verið full af
fréttum af sam-
bandi Harnett við
dularfulla dökk-
hærða konu á
meðan hann er við
tökur í Ástralíu.
Nágrannar
Johansson hafa
kvartað mikið
undan reykinga-
lykt úr íbúð hennar en hún neitar
að hafa opinn gluggann heima hjá
sér og hefur svarað gagnrýni
nágrannanna þannig: „Lesið þið
ekki blöðin? Ég er að ganga í gegn-
um erfitt tímabil núna og má því
reykja eins og ég vil.“
Byrjuð að
reykja
Strákahljómsveitin Take That fór
beint í efsta sæti breska smáskífu-
listans með lag sitt Patience. Þetta
er níunda topplag sveitarinnar og
sú fyrsta í yfir áratug.
Á breska breiðskífulistanum
fór önnur strákasveit, hin írska
Westlife, á toppinn. Sló hún þar
ekki ómerkari keppinautum við en
Bítlunum, U2 og Oasis, sem allar
voru að gefa út nýjar plötur.
Take That í
efsta sæti
Senegalski rapparinn Akon hefur
viðurkennt fjölkvæni og kveðst
eiga hvorki
meira né
minna en
þrjár eigin-
konur. Rapp-
arinn játaði
þetta í beinni
útsendingu í
viðtali á
útvarpsstöð í
New York en
útgáfufyrir-
tæki hans
hefur meinað
honum að
segja nokkuð
meira um
einkalíf sitt. „Ég hef efni á að eiga
jafn margar konur og mér sýnist,“
sagði Akon meðal annars. „Pabbi á
fjórar konur. Allir gera þetta í Afr-
íku,“ sagði Akon og bætti við að
samkvæmt reglum Kóransins yrði
hann að vera jafn útbær á blíðu
sína við þær allar og það gerði
hann samviskusamlega.
Á þrjár konur
Nýjasta viðbótin í skemmtana-
flóru landsins var opnuð með
pomp og pragt á laugardagskvöld.
Það er skemmtistaðurinn Domo
sem er í Þingholtsstræti en áður
var þar til húsa Sportkaffi. Það
eru engir viðvaningar í skemmti-
staðabransanum sem eiga staðinn
en þeir Arnar og Bjarki Gunn-
laugssynir tóku höndum saman
með Kormáki Geirharðssyni og
Skildi Sigurjónsyni. Kormákur og
Skjöldur eiga fyrir Ölstofuna og
Arnar og Bjarki eiga Hverfisbar-
inn en báðir staðirnir eru búnir að
stimpla sig vel inn í skemmtanalíf
landans.
Domo er glæsilegur staður og
var fjölmenni mætt til að berja
staðinn augum. Ef marka má mæt-
inguna fyrsta kvöldið á Domo á
staðnum eflaust eftir að vegna vel
í komandi framtíð. Bogomil Font
skemmti gestum fyrri part kvölds-
ins og svo var það hinn sívinsæli
plötusnúður Margeir sem þeytti
skífum fram á rauða nótt.
Vegleg opnun á Domo
Jeppi fótboltamannsins Davids
Beckham er loksins kominn í leit-
irnar, en honum var stolið í Madríd
á haustmánuðum. Bíllinn fannst í
Makedóníu og segir lögregla þar í
landi að tveir búlgarskir glæpa-
menn hafi verið handteknir á bíln-
um. Lögreglan tók sér-
staklega fram að ef
Beckham vitji ekki
bílsins muni hann
verða seldur á
uppboði eftir
áramót.
Jeppinn
fundinn
„Við erum bara búnir að vera í
híði. 1500 dagar er eiginlega tím-
inn sem hefur liðið frá því að
síðasta plata kom út,“ sagði
Valur Heiðar Sævarsson, en
hljómsveit hans, Buttercup,
hefur nýverið gefið út plöt-
una 1500 dagar. Sveitin er
nú söngkonulaus, og sagði
Valur það leggjast vel
í meðlimi. „Þetta er
alveg flækjulaust,
konur eru bara
vesen,“ sagði
Valur um söng-
konuleysið og hló
við. „Nei, við byrj-
uðum svona og
vorum svona í þrjú
ár svo við kunnum
þetta alveg,“ sagði Valur. „Við
höfum líka þróast út í svolítið
rokkaðra þema, svo þetta
hentar mjög vel.“
Rokkaðri hljómur sveit-
arinnar er meðal þess sem
fékk kumpánana úr
útvarpsþættinum Capone
til að gefa plötunni fjór-
ar stjörnur. „Við
höfum nú ekki átt
upp á pallborðið hjá
þessum köppum,“ sagði
Valur, aðspurður hvort
dómurinn hefði komið
honum á óvart.
„Þetta er auðvitað
ánægjulegt, þeir
drulla að minnsta
kosti ekki yfir
okkur,“ sagði
hann hlæjandi.
„En við höfum
sjálfir aldrei
verið ánægðari
með plötu,“ bætti
hann við.
Buttercup hefur
ekki uppi nein áform
um að snúa aftur á
sveitaballamarkað-
inn. „Við fengum
bara alveg nóg af því, þetta er
ekki mjög heillandi til lengd-
ar,“ sagði Valur, en sveit-
in stundaði sveitaböllin
nánast linnulaust í
fimm ár. „Við ætlum
frekar að halda tón-
leika og svo erum
við komnir með hug-
mynd að næstu
plötu, sem verður
vonandi ekki 1500
daga í gerjun,“ sagði
Valur.
Sælir með söngkonuleysi
Látum ekki fylgifiska skammdegisins leggja okkur í
rúmið. Styrkjum mótstöðuaflið, höldum heilbrigði
og hreysti með varnarefnum náttúrunnar.
Láttu sérhæft starfsfólk
okkar aðstoða þig
við val á vítamínum.